Guðmundur ekki áfram með Breiðablik | Arnar Grétars tekur við Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2014 15:23 Vísir/Daníel Guðmundur Benediktsson verður ekki áfram þjálfari Breiðabliks en það staðfesti hann á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Guðmundur tók við Blikum af Ólafi Kristjánssyni í byrjun júní eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hans síðustu ár. Hann þjálfaði fyrir það lið Selfoss. Þó nokkrir þjálfarar hafa verið orðaðir við starf hans en samkvæmt heimildum Vísis þykir allra líklegast að Arnar Grétarsson taki við liðinu innan skamms.Uppfært klukkan 15:28 Arnar Grétarsson verður næsti þjálfari Breiðabliks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Arnar verður þjálfari liðsins til næstu þriggja ára. Blikar þakka Guðmundi Benediktssyni og Willum Þór Þórssyni fyrir sín störf í þágu félagsins.Vísir hafði fyrr í dag greint frá því að Arnar væri áhugasamur um að taka við Blikum sem nú er orðin raunin.Tilkynningin frá Breiðabliki Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ráðið Arnar Grétarsson þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu til þriggja ára. Breiðablik er uppeldisfélag Arnars og lék hann síðast með liðinu sumarið 2009 þegar liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Arnar var þá jafnframt aðstoðarmaður Ólafs Kristjánssonar, sem þjálfaði liðið. Síðustu ár hefur Arnar stýrt knattspyrnumálum hjá Club Brugge í Belgíu og hafði áður gegnt sömu stöðu hjá AEK í Aþenu. Arnar tekur við starfinu af Guðmundi Benediktssyni. Hann varð aðalþjálfari liðsins á nýafstöðnu tímabili eftir að Ólafur Kristjánsson hvarf til starfa í Danmörku. Tímabundinn samningur við hann og Willum Þór Þórsson, aðstoðarþjálfara, rann út í lok keppnistímabilsins.Mikill fengur að Arnari „Það er mikill fengur að því að fá Arnar aftur til starfa hjá Breiðabliki og fagnaðarefni,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. „Arnar hefur mikla reynslu af fótboltanum á stóra sviðinu og þekkir líka vel til starfsins hér í Kópavogi. Um leið þökkum við Guðmundi og Willum fyrir gott starf í þágu félagsins. Það var ekki einföld staða sem við blasti þegar Ólafur ákvað að ráða sig til Nordsjælland þegar keppnistímabilið var rétt að byrja. Þeir, ásamt strákunum inni á vellinum, tókust á við það af æðruleysi og tryggðu að Breiðablik spilar áfram á meðal þeirra bestu,“ segir Eysteinn.Ánægður að koma heim „Ég er gríðarlega ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun að koma aftur heim í Kópavoginn. Þetta er krefjandi en jafnframt mjög spennandi verkefni að halda áfram með og reyna að byggja ofan á þá góðu vinnu sem Ólafur, Guðmundur og Willum hafa unnið undanfarin ár fyrir félagið.“Ferill Arnars Á árunum 1988–1997 lék Arnar 139 leiki fyrir Breiðablik og 6 leiki fyrir Leiftur. 1997–2000 lék hann 67 leiki fyrir AEK í Aþenu og varð bikarmeistari með liðinu aldamótaárið. Við tóku 157 leikir fyrir Lokeren í Belgíu á árabilinu 2000-2006. Þá kom hann heim til Breiðabliks og lék 60 leiki á árunum 2006-2009. Arnar lék 71 A-landsleik fyrir Íslands hönd og rúmlega 20 leiki með ungmennaliðum Íslands.Þakka Blikum fyrir mig, óska nýjum þjálfara velfarnaðar í starfi.— Gummi Ben (@GummiBen) October 13, 2014 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Breiðablik spennandi kostur Arnar Grétarsson er að öllu óbreyttu á leiðinni heim til Íslands. 13. október 2014 14:56 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Guðmundur Benediktsson verður ekki áfram þjálfari Breiðabliks en það staðfesti hann á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Guðmundur tók við Blikum af Ólafi Kristjánssyni í byrjun júní eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hans síðustu ár. Hann þjálfaði fyrir það lið Selfoss. Þó nokkrir þjálfarar hafa verið orðaðir við starf hans en samkvæmt heimildum Vísis þykir allra líklegast að Arnar Grétarsson taki við liðinu innan skamms.Uppfært klukkan 15:28 Arnar Grétarsson verður næsti þjálfari Breiðabliks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Arnar verður þjálfari liðsins til næstu þriggja ára. Blikar þakka Guðmundi Benediktssyni og Willum Þór Þórssyni fyrir sín störf í þágu félagsins.Vísir hafði fyrr í dag greint frá því að Arnar væri áhugasamur um að taka við Blikum sem nú er orðin raunin.Tilkynningin frá Breiðabliki Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ráðið Arnar Grétarsson þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu til þriggja ára. Breiðablik er uppeldisfélag Arnars og lék hann síðast með liðinu sumarið 2009 þegar liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Arnar var þá jafnframt aðstoðarmaður Ólafs Kristjánssonar, sem þjálfaði liðið. Síðustu ár hefur Arnar stýrt knattspyrnumálum hjá Club Brugge í Belgíu og hafði áður gegnt sömu stöðu hjá AEK í Aþenu. Arnar tekur við starfinu af Guðmundi Benediktssyni. Hann varð aðalþjálfari liðsins á nýafstöðnu tímabili eftir að Ólafur Kristjánsson hvarf til starfa í Danmörku. Tímabundinn samningur við hann og Willum Þór Þórsson, aðstoðarþjálfara, rann út í lok keppnistímabilsins.Mikill fengur að Arnari „Það er mikill fengur að því að fá Arnar aftur til starfa hjá Breiðabliki og fagnaðarefni,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. „Arnar hefur mikla reynslu af fótboltanum á stóra sviðinu og þekkir líka vel til starfsins hér í Kópavogi. Um leið þökkum við Guðmundi og Willum fyrir gott starf í þágu félagsins. Það var ekki einföld staða sem við blasti þegar Ólafur ákvað að ráða sig til Nordsjælland þegar keppnistímabilið var rétt að byrja. Þeir, ásamt strákunum inni á vellinum, tókust á við það af æðruleysi og tryggðu að Breiðablik spilar áfram á meðal þeirra bestu,“ segir Eysteinn.Ánægður að koma heim „Ég er gríðarlega ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun að koma aftur heim í Kópavoginn. Þetta er krefjandi en jafnframt mjög spennandi verkefni að halda áfram með og reyna að byggja ofan á þá góðu vinnu sem Ólafur, Guðmundur og Willum hafa unnið undanfarin ár fyrir félagið.“Ferill Arnars Á árunum 1988–1997 lék Arnar 139 leiki fyrir Breiðablik og 6 leiki fyrir Leiftur. 1997–2000 lék hann 67 leiki fyrir AEK í Aþenu og varð bikarmeistari með liðinu aldamótaárið. Við tóku 157 leikir fyrir Lokeren í Belgíu á árabilinu 2000-2006. Þá kom hann heim til Breiðabliks og lék 60 leiki á árunum 2006-2009. Arnar lék 71 A-landsleik fyrir Íslands hönd og rúmlega 20 leiki með ungmennaliðum Íslands.Þakka Blikum fyrir mig, óska nýjum þjálfara velfarnaðar í starfi.— Gummi Ben (@GummiBen) October 13, 2014
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Breiðablik spennandi kostur Arnar Grétarsson er að öllu óbreyttu á leiðinni heim til Íslands. 13. október 2014 14:56 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Arnar: Breiðablik spennandi kostur Arnar Grétarsson er að öllu óbreyttu á leiðinni heim til Íslands. 13. október 2014 14:56