Eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, Jim Irsay, er farinn í meðferð eftir að hafa verið handtekinn um síðustu helgi.
Irsay var undir áhrifum á bíl sínum og einnig fannst læknadóp í bílnum. Hann mun verða kærður í fjórum liðum. Hann á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur.
Nú hefur komið í ljós að starfsfólk Colts, og aðrir nákomnir Irsay, hafa haft áhyggjur af honum lengi. Hann hafi verið á leið til glötunar í talsverðan tíma.
Irsay fór sjálfur í meðferð en það að hann hafi farið í meðferð af sjálfsdáðum gæti orðið til þess að hann fái ekki eins háa sekt frá NFL-deildinni.
"Hann er ákveðinn í því að taka á sínum vandamálum af krafti og er afar þakklátur fyrir allan stuðninginn," segir í yfirlýsingu frá Colts.
Eigandi Colts handtekinn
