Krabbameinssjúklingar fá „leiðsögumenn" í gegnum heilbrigðiskerfið Hrund Þórsdóttir skrifar 19. mars 2014 20:00 Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir marga eiga í erfiðleikum með að rata í gegnum frumskóg heilbrigðiskerfisins. Vandratað getur verið um heilbrigðiskerfið og margir hafa gagnrýnt skort á leiðsögn og aðstoð þegar mest ríður á. „Þessu er oft lýst sem völundarhúsi. Flækjustigið er hátt og þegar fólk er veikt og stendur frammi fyrir áfalli, þá getur verið býsna erfitt að finna út úr þessu öllu saman ofan á allt annað sem breytist í lífinu,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þetta er ekki séríslenskt vandamál og byggt verður á reynslu annarra landa. Hópur hjúkrunarfræðinga verður sérstaklega þjálfaður. „Þeir verða nokkurs konar leiðsögumenn eða málsvarar fyrir sjúklingana. Þeir eru tengiliðir sem sjúklingarnir geta haft samband við og það verður hlutverk þessara aðila að vinna bæði klínískt með sjúklingum og að liðsinna þeim með að finna réttu leiðirnar í gegnum kerfið.“ Skortur er á krabbameinslæknum en á sama tíma hefur krabbameinssjúklingum fjölgað hratt. Því er nauðsynlegt að bæta samstarf á milli fagstétta og nýta fagfólkið betur, sem Sigríður segir felast í nýja kerfinu. Þetta kostar væntanlega eitthvað? „Ég veit ekki hvort það er endilega nauðsynleg niðurstaða,“ segir hún. „Við getum kannski í einhverjum tilfellum sparað starfskrafta ákveðinna starfsmanna og þurfum þá hugsanlega að fjölga öðrum. Í þessu tilfelli höfum við þurft að bæta við hjúkrunarfræðingum.“ Viðkomustaðir krabbameinssjúklinga í kerfinu eru margir og markmiðið er að leiða þá í gegnum frumskóginn. „Við viljum að fólk fái tilfinningu fyrir því að þetta sé ein samfelld meðferð en ekki brotakennd,“ segir Sigríður að lokum. Landspítalinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Vandratað getur verið um heilbrigðiskerfið og margir hafa gagnrýnt skort á leiðsögn og aðstoð þegar mest ríður á. „Þessu er oft lýst sem völundarhúsi. Flækjustigið er hátt og þegar fólk er veikt og stendur frammi fyrir áfalli, þá getur verið býsna erfitt að finna út úr þessu öllu saman ofan á allt annað sem breytist í lífinu,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þetta er ekki séríslenskt vandamál og byggt verður á reynslu annarra landa. Hópur hjúkrunarfræðinga verður sérstaklega þjálfaður. „Þeir verða nokkurs konar leiðsögumenn eða málsvarar fyrir sjúklingana. Þeir eru tengiliðir sem sjúklingarnir geta haft samband við og það verður hlutverk þessara aðila að vinna bæði klínískt með sjúklingum og að liðsinna þeim með að finna réttu leiðirnar í gegnum kerfið.“ Skortur er á krabbameinslæknum en á sama tíma hefur krabbameinssjúklingum fjölgað hratt. Því er nauðsynlegt að bæta samstarf á milli fagstétta og nýta fagfólkið betur, sem Sigríður segir felast í nýja kerfinu. Þetta kostar væntanlega eitthvað? „Ég veit ekki hvort það er endilega nauðsynleg niðurstaða,“ segir hún. „Við getum kannski í einhverjum tilfellum sparað starfskrafta ákveðinna starfsmanna og þurfum þá hugsanlega að fjölga öðrum. Í þessu tilfelli höfum við þurft að bæta við hjúkrunarfræðingum.“ Viðkomustaðir krabbameinssjúklinga í kerfinu eru margir og markmiðið er að leiða þá í gegnum frumskóginn. „Við viljum að fólk fái tilfinningu fyrir því að þetta sé ein samfelld meðferð en ekki brotakennd,“ segir Sigríður að lokum.
Landspítalinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira