Er EES-leið greið? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. mars 2014 06:00 Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku þunnt plagg sem er kallað Evrópustefna. Þar er lögð megináherzla á að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði áfram þungamiðjan í samskiptum Íslands og ESB. Í „Evrópustefnunni“ er meðal annars lögð mikil áherzla á að að tryggja skilvirka framkvæmd EES-samningsins og vinna upp þann hala af EES-reglum sem Ísland hefur ekki innleitt í íslenzk lög. Þetta segir ríkisstjórnin nauðsynlegt til að uppfylla markmið EES um „einsleitni löggjafar allra samningsaðila“ sem er réttilega sögð „ítrustu hagsmunir“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Sumum í stjórnarliðinu kynni þó að vera tamara að kalla þessa vinnu aðlögun að reglum ESB, sem Íslendingar taka við án þess að um nokkuð sé að semja. Athygli vekur að í „Evrópustefnunni“ er ekkert talað um tvö önnur stór vandamál sem munu snúa að framkvæmd EES-samningsins hvað Ísland varðar á næstu árum. Þau voru hins vegar til umfjöllunar í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær. Í fyrsta lagi blasir við að vegna gjaldeyrishaftanna mun Ísland um fyrirsjáanlega framtíð ekki geta uppfyllt ákvæði um frjálsa fjármagnsflutninga, eina af fjórum meginstoðum innri markaðar ESB. Innan Evrópusambandsins er farið að spyrja spurninga um hversu lengi það ástand geti varað. EFTA-dómstóllinn hefur úrskurðað að Ísland hafi verið í rétti að beita öryggisákvæðum samningsins og setja á gjaldeyrishöft, en ríki sem vill vera hluti af sameiginlegu markaðssvæði getur ekki endalaust haft undanþágu frá einni grunnstoð þess. Annað og jafnvel meira aðkallandi úrlausnarefni er að ýmsar reglur ESB sem eru á leið inn í EES-samninginn fela í sér svo drjúgt valdaframsal til yfirþjóðlegra stofnana að nauðsynlegt mun reynast að breyta stjórnarskránni til að hún heimili það. Það á til dæmis við um reglurnar um sameiginlegt bankaeftirlit. Þegar það mál kom fyrst til umræðu vorið 2012 sögðu leiðtogar núverandi stjórnarflokka, þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, í samtölum við Fréttablaðið að það væri engan veginn sjálfgefið að menn stykkju til og breyttu stjórnarskránni. Nær væri að reyna að ná samningum við ESB. „Fyrst og fremst hljótum við að láta reyna á það til fulls þegar svona tilvik koma upp að fá undanþágur sem henta okkar veruleika,“ sagði Bjarni þá. Þetta virðist nú áfram vera stefnan. Óneitanlega er athyglisvert að þeir félagar telji líklegra að undanþágur fáist í samningum við ESB um EES-reglur en í aðildarviðræðum, af því að prinsippið er það sama; einsleitni löggjafar sem tryggi að allir sitji við sama borð. Raunar er ekki líklegt að ESB vilji sleppa EFTA-ríkjunum við sameiginlegt bankaeftirlit. Slíkt eftirlit hefði til dæmis komið í veg fyrir að Icesave yrði nokkurn tímann það stórmál sem á endanum varð. „Evrópustefnan“ gefur ekki til kynna að ríkisstjórnin átti sig á því að EES-leiðin er engan veginn bein og greið. Liðki Ísland ekki til fyrir upptöku nýrra EES-reglna, meðal annars með stjórnarskrárbreytingum, getur það þýtt að samningnum verði að hluta til kippt úr sambandi, með tilheyrandi skaða fyrir íslenzka hagsmuni. Og vilji Ísland ekki þiggja allar reglur hráar frá Brussel, mun reyna á samningsvilja ESB – nokkuð sem margir í stjórnarliðinu segja að sé ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku þunnt plagg sem er kallað Evrópustefna. Þar er lögð megináherzla á að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði áfram þungamiðjan í samskiptum Íslands og ESB. Í „Evrópustefnunni“ er meðal annars lögð mikil áherzla á að að tryggja skilvirka framkvæmd EES-samningsins og vinna upp þann hala af EES-reglum sem Ísland hefur ekki innleitt í íslenzk lög. Þetta segir ríkisstjórnin nauðsynlegt til að uppfylla markmið EES um „einsleitni löggjafar allra samningsaðila“ sem er réttilega sögð „ítrustu hagsmunir“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Sumum í stjórnarliðinu kynni þó að vera tamara að kalla þessa vinnu aðlögun að reglum ESB, sem Íslendingar taka við án þess að um nokkuð sé að semja. Athygli vekur að í „Evrópustefnunni“ er ekkert talað um tvö önnur stór vandamál sem munu snúa að framkvæmd EES-samningsins hvað Ísland varðar á næstu árum. Þau voru hins vegar til umfjöllunar í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær. Í fyrsta lagi blasir við að vegna gjaldeyrishaftanna mun Ísland um fyrirsjáanlega framtíð ekki geta uppfyllt ákvæði um frjálsa fjármagnsflutninga, eina af fjórum meginstoðum innri markaðar ESB. Innan Evrópusambandsins er farið að spyrja spurninga um hversu lengi það ástand geti varað. EFTA-dómstóllinn hefur úrskurðað að Ísland hafi verið í rétti að beita öryggisákvæðum samningsins og setja á gjaldeyrishöft, en ríki sem vill vera hluti af sameiginlegu markaðssvæði getur ekki endalaust haft undanþágu frá einni grunnstoð þess. Annað og jafnvel meira aðkallandi úrlausnarefni er að ýmsar reglur ESB sem eru á leið inn í EES-samninginn fela í sér svo drjúgt valdaframsal til yfirþjóðlegra stofnana að nauðsynlegt mun reynast að breyta stjórnarskránni til að hún heimili það. Það á til dæmis við um reglurnar um sameiginlegt bankaeftirlit. Þegar það mál kom fyrst til umræðu vorið 2012 sögðu leiðtogar núverandi stjórnarflokka, þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, í samtölum við Fréttablaðið að það væri engan veginn sjálfgefið að menn stykkju til og breyttu stjórnarskránni. Nær væri að reyna að ná samningum við ESB. „Fyrst og fremst hljótum við að láta reyna á það til fulls þegar svona tilvik koma upp að fá undanþágur sem henta okkar veruleika,“ sagði Bjarni þá. Þetta virðist nú áfram vera stefnan. Óneitanlega er athyglisvert að þeir félagar telji líklegra að undanþágur fáist í samningum við ESB um EES-reglur en í aðildarviðræðum, af því að prinsippið er það sama; einsleitni löggjafar sem tryggi að allir sitji við sama borð. Raunar er ekki líklegt að ESB vilji sleppa EFTA-ríkjunum við sameiginlegt bankaeftirlit. Slíkt eftirlit hefði til dæmis komið í veg fyrir að Icesave yrði nokkurn tímann það stórmál sem á endanum varð. „Evrópustefnan“ gefur ekki til kynna að ríkisstjórnin átti sig á því að EES-leiðin er engan veginn bein og greið. Liðki Ísland ekki til fyrir upptöku nýrra EES-reglna, meðal annars með stjórnarskrárbreytingum, getur það þýtt að samningnum verði að hluta til kippt úr sambandi, með tilheyrandi skaða fyrir íslenzka hagsmuni. Og vilji Ísland ekki þiggja allar reglur hráar frá Brussel, mun reyna á samningsvilja ESB – nokkuð sem margir í stjórnarliðinu segja að sé ekki til.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun