Hugmyndir sem ekki standast Katrín Jakobsdóttir skrifar 19. mars 2014 07:00 Formaður ráðgjafaráðs Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Árnason, birti grein undir yfirskriftinni „Samfélagsleg skaðsemi opinberra heilbrigðistrygginga“ í nýjasta tölublaði Hjálmars, blaðs hagfræðinema við Háskóla Íslands. Hann leggur þar út af þeirri reglu að rétt verð sé lykilatriði innan hagfræðinnar og því eigi að gjalda varhug við opinberum niðurgreiðslum á kostnaði og segir að það skjóti því skökku við „þegar stórkostlegar niðurgreiðslur á heilbrigðisþjónustunni, sem er mjög veigamikill þáttur í framleiðslu og neyslu samfélagsins, eru ekki aðeins látnar með öllu afskiptalausar í þessari baráttu fyrir hagkvæmni heldur gerðar að samfélagslegri dyggð.“ Niðurstaða Ragnars er að „opinberar heilbrigðistryggingar rýra hag meðalmannsins í samfélaginu og þar með samfélagsins í heild“. Niðurstaða Ragnars að hagur meðalmannsins sé mælikvarði á hag samfélagsins stenst ekki og endurspeglar fyrst og fremst ákveðna pólitíska sýn um að ekki séu til almannagæði sem allir eigi tilkall til. Það er auðvitað pólitísk ákvörðun en ekki hagfræðilegt reikningsdæmi hvort hér sé samfélag þar sem allir, ekki aðeins meðalmenn og hinir efnaðri, geta sótt sér heilbrigðisþjónustu og menntun. Almannagæði eru ekki aðeins náttúruauðlindir heldur líka gæði á borð við heilbrigðisþjónustu og menntakerfi sem samfélagið hefur skapað á þeim grundvelli að allir fái tækifæri til að lifa með reisn. Ef við samþykkjum að það sé hagur samfélagsins að allir fái slík tækifæri þá skiptir líka máli að kerfið sem við höfum byggt upp hér er félagslegt heilbrigðiskerfi. Kostnaður félagslegra heilbrigðiskerfa er minni en skyldutryggingakerfa eins og t.d. í Frakklandi og Þýskalandi en langdýrust fyrir samfélagið eru einkarekstrarkerfi á borð við hið tvöfalda kerfi Bandaríkjanna. Við þetta bætist að félagsleg heilbrigðiskerfi eru skilvirkust og árangursríkust þegar við metum lýðheilsuárangur á móti kostnaði (og er þá átt við ævilengd, ótímabær dauðsföll, ungbarnadauða o.fl.). Það er verulegt áhyggjuefni að helsti ráðgjafi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins boði slíka stefnu dulbúna sem hagfræði og dragi af henni ályktanir sem ekki standast. Ráðherra hefur sjálfur ekki tekið undir þessa speki en í máli hans á Alþingi í gær kom fram að hann væri sérstakur áhugamaður um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu þannig að það er ljóst að ríkisstjórnin stefnir í átt til aukinnar einkavæðingar á grunnþjónustu samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Formaður ráðgjafaráðs Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Árnason, birti grein undir yfirskriftinni „Samfélagsleg skaðsemi opinberra heilbrigðistrygginga“ í nýjasta tölublaði Hjálmars, blaðs hagfræðinema við Háskóla Íslands. Hann leggur þar út af þeirri reglu að rétt verð sé lykilatriði innan hagfræðinnar og því eigi að gjalda varhug við opinberum niðurgreiðslum á kostnaði og segir að það skjóti því skökku við „þegar stórkostlegar niðurgreiðslur á heilbrigðisþjónustunni, sem er mjög veigamikill þáttur í framleiðslu og neyslu samfélagsins, eru ekki aðeins látnar með öllu afskiptalausar í þessari baráttu fyrir hagkvæmni heldur gerðar að samfélagslegri dyggð.“ Niðurstaða Ragnars er að „opinberar heilbrigðistryggingar rýra hag meðalmannsins í samfélaginu og þar með samfélagsins í heild“. Niðurstaða Ragnars að hagur meðalmannsins sé mælikvarði á hag samfélagsins stenst ekki og endurspeglar fyrst og fremst ákveðna pólitíska sýn um að ekki séu til almannagæði sem allir eigi tilkall til. Það er auðvitað pólitísk ákvörðun en ekki hagfræðilegt reikningsdæmi hvort hér sé samfélag þar sem allir, ekki aðeins meðalmenn og hinir efnaðri, geta sótt sér heilbrigðisþjónustu og menntun. Almannagæði eru ekki aðeins náttúruauðlindir heldur líka gæði á borð við heilbrigðisþjónustu og menntakerfi sem samfélagið hefur skapað á þeim grundvelli að allir fái tækifæri til að lifa með reisn. Ef við samþykkjum að það sé hagur samfélagsins að allir fái slík tækifæri þá skiptir líka máli að kerfið sem við höfum byggt upp hér er félagslegt heilbrigðiskerfi. Kostnaður félagslegra heilbrigðiskerfa er minni en skyldutryggingakerfa eins og t.d. í Frakklandi og Þýskalandi en langdýrust fyrir samfélagið eru einkarekstrarkerfi á borð við hið tvöfalda kerfi Bandaríkjanna. Við þetta bætist að félagsleg heilbrigðiskerfi eru skilvirkust og árangursríkust þegar við metum lýðheilsuárangur á móti kostnaði (og er þá átt við ævilengd, ótímabær dauðsföll, ungbarnadauða o.fl.). Það er verulegt áhyggjuefni að helsti ráðgjafi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins boði slíka stefnu dulbúna sem hagfræði og dragi af henni ályktanir sem ekki standast. Ráðherra hefur sjálfur ekki tekið undir þessa speki en í máli hans á Alþingi í gær kom fram að hann væri sérstakur áhugamaður um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu þannig að það er ljóst að ríkisstjórnin stefnir í átt til aukinnar einkavæðingar á grunnþjónustu samfélagsins.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun