„Spítali verður ekki rekinn án lækna“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. október 2014 18:43 Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur þungar áhyggjur af yfirvofandi verkföllum lækna og skurðlækna, sem samþykktu verfallsboðun með miklum meirihluta í vikunni. „Atburðir eins og þessir valda á allan hátt auknu álagi á spítalann. Þetta er mjög slæm staða að vera í“, segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH. Verkfallsréttur lækna er takmarkaður en lögum samkvæmt verður veikustu sjúklingunum tryggð nauðsynleg þjónusta. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands verða aldrei samtímis í verkfalli, en um er að ræða fimm fjögurra daga verkfallslotur á tveggja vikra fresti frá og með 27 október. Sama fyrirkomulag verður á verkfallslotum félagsmanna í skurðlæknafélaginu, en þær verða þrjár frá og með fjórða nóvember. Það er því ljóst að verkföllin munu skarast, en Ólafur segir stjórn Landspítalans þegar hafa hafið vinnu við gerð viðbragsðáætlunar með tilliti til öryggismála vegna þessa. „Við erum að byrja þennan undirbúning, en það kostar mikla vinnu og mikla fyrirhöfn að stilla þetta allt saman. Það er alveg ljóst að spítali verður ekki rekinn án lækna,“ segir Ólafur. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að þjóðarsátt þurfi að nást um að læknastéttin verði samkeppnishæf við nágrannaríkin. „Ég tel að við eigum, og hef talað fyrir því, að vera samkeppnisfær á sviði heilbrigðisvísinda og starfsmannahaldi á við önnur Norðurlönd. Raunar er það inni í stjórnarsáttmálanum okkar og ég tel það sameiginlegt verkefni okkar Íslendinga að búa svo um hnútana að þannig sé,“ segir Kristján. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur þungar áhyggjur af yfirvofandi verkföllum lækna og skurðlækna, sem samþykktu verfallsboðun með miklum meirihluta í vikunni. „Atburðir eins og þessir valda á allan hátt auknu álagi á spítalann. Þetta er mjög slæm staða að vera í“, segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH. Verkfallsréttur lækna er takmarkaður en lögum samkvæmt verður veikustu sjúklingunum tryggð nauðsynleg þjónusta. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands verða aldrei samtímis í verkfalli, en um er að ræða fimm fjögurra daga verkfallslotur á tveggja vikra fresti frá og með 27 október. Sama fyrirkomulag verður á verkfallslotum félagsmanna í skurðlæknafélaginu, en þær verða þrjár frá og með fjórða nóvember. Það er því ljóst að verkföllin munu skarast, en Ólafur segir stjórn Landspítalans þegar hafa hafið vinnu við gerð viðbragsðáætlunar með tilliti til öryggismála vegna þessa. „Við erum að byrja þennan undirbúning, en það kostar mikla vinnu og mikla fyrirhöfn að stilla þetta allt saman. Það er alveg ljóst að spítali verður ekki rekinn án lækna,“ segir Ólafur. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að þjóðarsátt þurfi að nást um að læknastéttin verði samkeppnishæf við nágrannaríkin. „Ég tel að við eigum, og hef talað fyrir því, að vera samkeppnisfær á sviði heilbrigðisvísinda og starfsmannahaldi á við önnur Norðurlönd. Raunar er það inni í stjórnarsáttmálanum okkar og ég tel það sameiginlegt verkefni okkar Íslendinga að búa svo um hnútana að þannig sé,“ segir Kristján.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira