Heimir: Förum rólegir í Hollandsleikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 10. október 2014 21:53 Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði eftir 3-0 sigurinn á Lettlandi í kvöld að heimamenn hafi verið grimmari en hann bjóst við fyrirfram. Hann segir að þeir hafi verið heppnir að hafa sloppið við frekari meiðsli leikmanna en raunin varð. „Þeir spiluðu fastar en við bjuggumst við og við teljum okkur heppna að komast óskaddaðir frá þessum leik, þó svo að einhverjir séu eitthvað lemstraðir. Margar af þessum tæklingum hefðu vel getað orðið til þess að við hefðum þurft að kalla inn nýja leikmenn fyrir næsta leik.“ „Við erum í fyrsta lagi afar ánægðir með að hafa skorað þrjú mörk á móti þeim. Það var smá heppni að þeir misstu mann út af en við erum ákaflega ánægðir með að haldið hreinu í tveimur leikjum.“ Hann segir að leikmennirnir hafi ekki verið að gera það sem þjálfararnir báðu þá um að gera í fyrri hálfleik. „Þeir voru mikið að spila stutt og þá gerist lítið þegar verið að spila gegn varnarmúr. Það verður að brjóta leikinn betur upp en svo. Það sást svo mikill munur á sóknarleiknum okkar í seinni hálfleik og enn betur eftir að þeir urðu manni færri.“ „Ef við hefðum spilað eins í síðari hálfleik og við gerðum í þeim fyrri. Þetta hefði getað farið mun verra enda fengu þeir færi sem þeir hefðu getað nýtt sér. Þetta lið á eftir að taka stig í þessum riðli, sérstaklega á þessum velli.“ „Nú fáum við Hollendinga næst og það er virkilega þægilegt að vera komnir með sex stig og þurfa ekki að vinna þann leik. Við getum farið rólegir í þann leik. Við verðum með 0-0 stöðu í upphafi og við viljum halda henni sem lengst. Þá er alltaf möguleiki á að stela sigri í þeim leik.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29 Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði eftir 3-0 sigurinn á Lettlandi í kvöld að heimamenn hafi verið grimmari en hann bjóst við fyrirfram. Hann segir að þeir hafi verið heppnir að hafa sloppið við frekari meiðsli leikmanna en raunin varð. „Þeir spiluðu fastar en við bjuggumst við og við teljum okkur heppna að komast óskaddaðir frá þessum leik, þó svo að einhverjir séu eitthvað lemstraðir. Margar af þessum tæklingum hefðu vel getað orðið til þess að við hefðum þurft að kalla inn nýja leikmenn fyrir næsta leik.“ „Við erum í fyrsta lagi afar ánægðir með að hafa skorað þrjú mörk á móti þeim. Það var smá heppni að þeir misstu mann út af en við erum ákaflega ánægðir með að haldið hreinu í tveimur leikjum.“ Hann segir að leikmennirnir hafi ekki verið að gera það sem þjálfararnir báðu þá um að gera í fyrri hálfleik. „Þeir voru mikið að spila stutt og þá gerist lítið þegar verið að spila gegn varnarmúr. Það verður að brjóta leikinn betur upp en svo. Það sást svo mikill munur á sóknarleiknum okkar í seinni hálfleik og enn betur eftir að þeir urðu manni færri.“ „Ef við hefðum spilað eins í síðari hálfleik og við gerðum í þeim fyrri. Þetta hefði getað farið mun verra enda fengu þeir færi sem þeir hefðu getað nýtt sér. Þetta lið á eftir að taka stig í þessum riðli, sérstaklega á þessum velli.“ „Nú fáum við Hollendinga næst og það er virkilega þægilegt að vera komnir með sex stig og þurfa ekki að vinna þann leik. Við getum farið rólegir í þann leik. Við verðum með 0-0 stöðu í upphafi og við viljum halda henni sem lengst. Þá er alltaf möguleiki á að stela sigri í þeim leik.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29 Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29
Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30