Lífið

Þetta er besti bar í heimi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Artesian barinn í London.
Artesian barinn í London.
Barinn Artesian í London er besti bar í heimi að mati Polignac. Þetta er þriðja árið í röð sem barinn hlýtur þennan eftirsóknaverða titil en verðlaunin voru afhent í London í gær.

Polignac tekur saman lista yfir fimmtíu bestu bari í heiminum en alls leggja 330 álitsgjafar Polignac lið við að velja þá bestu.

Artesian er inni á Langham-hótelinu á Regent-stræti í London og býður upp á marga, óvenjulega kokteilar svo eitthvað sé nefnt.

Af þessum fimmtíu börum eru 21 í Evrópu en enginn íslenskur bar kemst á listann.

Hér fyrir neðan er listi yfir þá tíu bestu:

1. Artesian, London

2. Dead Rabbit Grocery and Grog, New York

3. Nightjar, London

4. Attaboy, New York

5. Employees Only, New York

6. Canon, Seattle

7. The Baxter Inn, Sydney

8. American Bar, London

9. High Five, Tokyo

10. 28 Hongkong Street, Singapore






Fleiri fréttir

Sjá meira


×