Lífið

Nítján ára piltur seldi bílinn til að fara í brjóstaminnkun

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Breski pilturinn Charlie Edgeworth, nítján ára, seldi bílinn sinn til að borga fyrir brjóstaminnkunaraðgerð. Þetta gerði hann vegna þess að hann hafði verið uppnefndur í mörg ár því hann fékk stór brjóst þrettán ára gamall.

Charlie segir í samtali við síðuna Caters að hann hafi skammast sín svo mikið fyrir brjóstin að hann faldi þau með því að klæðast víðum fötum svo enginn tæki eftir þeim.

Hann reyndi að minnka brjóstin með því að breyta um mataræði en þá grenntist hann á öllum svæðum líkamans nema á brjóstunum. Því ákvað hann að selja bílinn sinn og nota peninginn til að fara í brjóstaminnkunaraðgerð.

„Ég var ekki búinn að fara úr að ofan á almannafæri síðan ég var í grunnskóla og ég var aldrei ber að ofan heima þannig að mamma mín vissi þetta ekki einu sinni,“ segir Charlie.

„Það er óþægilegt að vera náinn einhverjum í þessu ástandi. Það er erfitt að deita stúlku þegar maður er alltaf að hugsa: Ég er með stærri brjóst en þú. Ég hef ekki verið í alvarlegu sambandi síðustu sex árin sem er helvíti langur tími,“ bætir hann við. Hann segist vera tilbúinn til að fara á stefnumót eftir að brjóstin voru minnkuð.

„Þetta hljómar eins og klisja en mér líður eins og líf mitt geti byrjað núna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×