Lífið

Hjartaknúsari úr Nágrönnum á leið til Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fletcher ásamt Jackie Woodburne, sem leikur Susan, og gestaleikkonunni Paulu Abdul.
Fletcher ásamt Jackie Woodburne, sem leikur Susan, og gestaleikkonunni Paulu Abdul.
Leikarinn Alan Fletcher, sem þekktastur er sem Dr. Karl Kennedy í sápuóperunni Nágrönnum sem verið hafa á dagskrá Stöðvar 2 undanfarna áratugi, er á leið til Íslands ásamt hljómsveit sinni Waiting Room. Nútíminn greinir frá.

Fletcher, sem er 57 ára gamall Ástrali, hefur leikið Karl Kennedy frá árinu 1994 þegar hann fór í áheyrnarprufu fyrir hlutverkið. Leikarar hafa komið og farið síðan en Fletcher hefur staðið vaktina sleitulaust í tuttugu ár. Hann er eiginmaður Susan og býr eðli málsins samkvæmt við Ramsay-götuna frægu.

Fletcher hafði reyndar komið við sögu í sjónvarpsþáttunum vinsælu árið 1987 í hlutverki hnefaleikakappans Greg Cooper.

Waiting Room hefur starfað í tíu ár en Fletcher er söngvari rokksveitarinnar. Hljómsveitin flytur bæði eigin lög og spilar sömuleiðis þekkta slagara. Hljómsveitin mun koma fram á tónleikum á Spot í janúar 2015.





Fletcher syngur um Susan í stað Alice Spurning hvað stuðningsmönnum Liverpool finnst um þennan flutning Fletcher í hlutverki sínu í Nágrönnum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.