Enski boltinn

Enn kvarnast úr hópi Lettlands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar
Artūrs Zjuzins í leik með lettneska liðinu í síðasta mánuði.
Artūrs Zjuzins í leik með lettneska liðinu í síðasta mánuði. Vísir/AFP
Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, tilkynnti í gær að miðjumaðurinn Artūrs Zjuzins yrði ekki með liðinu gegn Íslandi í kvöld þar sem að hann væri veikur.

Zjuzins, sem er 23 ára leikmaður Baltika Kaliningrad í rússnesku B-deildinni, er með hálsbólgu og bætist þar með á langan lista Letta sem missa af leiknum í kvöld. Talsvert er um meiðsli í hópi Letta en Pahars vildi ekkert tjá sig um meiðslaáhyggjur liðsins á blaðamannafundinum í gær.

Allra helst sakna Lettar hins 26 ára Aleksandrs Cauņa sem leikur með rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. Hann var valinn í upphaflegan landsliðshóp Pahars en þurfti að draga sig úr honum nokkrum dögum síðar þegar meiðsli sem hann hefur verið að glíma við í ökkla í langan tíma tóku sig upp.

Cauņa var á bekknum hjá CSKA Moskvu í tveimur leikjum í lok ágúst en hefur ekkert spilað síðan 22. september í fyrra. Alls tók hann aðeins þátt í fimm leikjum allt síðasta tímabil.


Tengdar fréttir

Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag

Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×