Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2014 10:43 Drengurinn í sjálfheldu í Flosagjá í gær. Mynd/Einar Ásgeir Sæmundsson „Maður hefur séð ýmsar uppákomur hér á Þingvöllum en þessi var snúin því strákurinn var í sjokki,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Einar var á ferli við Flosagjá í gær þegar hann heyrði hljóð eins og eitthvað hefði dottið út í gjána. Kom hann að gjánni þar sem bandarísk fjölskylda hafði hvatt yngsta fjölskyldumeðliminn til þess að stökkva nakinn út í. „Þegar ég kom þarna að var greinilegt að foreldrarnir áttuðu sig ekki á því hve kalt vatnið væri og aðstæður alvarlegar,“ segir Einar Ásgeir í samtali við Vísi. Hann telur að gjáin sé um sex til sjö metra há og mjög djúp. „Hann fékk strax algert kuldasjokk og synti beint að klettavegnum og prílaði úr vatninu og var í sjokki og sjálfheldu á lítilli syllu,“ segir Einar Ásgeir. Fjölskyldan hafi verið í hláturskasti og hvatt son sinn áfram. „Hann var hálfsnöktandi en hafði það að lokum af að príla upp á sylluna fyrir ofan. Það gerðist eftir að ég hraunaði yfir foreldrana um hvern fjandann þau væru að hugsa og hve vatnið væri kalt,“ skrifaði Einar Ásgeir í færslu sem hann deildi á Facebook. Drengurinn hafi ekki getað hugsað sér að synda tíu metra inn í gjáarendann, þar sem auðveldara hefði verið að komast upp, því vatnið hafi verið það kalt. Hann hafi því reynt að klifra upp úr gjánni. „Þetta hefði getað farið mjög illa. Hann var næstum dottinn aftur á bak ofan í gjána,“ segir Einar Ásgeir. Hann hafi haft samband við lögreglu en drengurinn hafi komist upp með aðstoð bróður síns. „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar til Darwins-verðlauna 2014. Óskaði þeim svo góðrar ferðar og bað þau að reyna ekki að grilla sykurpúða í eldgosinu.“ Einar Ásgeir segist vera öllu vanur á Þingvöllum en þarna hafi aðstæður verið alvarlegar og hætta á ferðum. „Þegar maður er með svona mikið af ferðamönnum er ekki hægt að búast við því að hegðun allra sé samkvæmt norminu. Við upplifum það hér. En þetta fór vel.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
„Maður hefur séð ýmsar uppákomur hér á Þingvöllum en þessi var snúin því strákurinn var í sjokki,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Einar var á ferli við Flosagjá í gær þegar hann heyrði hljóð eins og eitthvað hefði dottið út í gjána. Kom hann að gjánni þar sem bandarísk fjölskylda hafði hvatt yngsta fjölskyldumeðliminn til þess að stökkva nakinn út í. „Þegar ég kom þarna að var greinilegt að foreldrarnir áttuðu sig ekki á því hve kalt vatnið væri og aðstæður alvarlegar,“ segir Einar Ásgeir í samtali við Vísi. Hann telur að gjáin sé um sex til sjö metra há og mjög djúp. „Hann fékk strax algert kuldasjokk og synti beint að klettavegnum og prílaði úr vatninu og var í sjokki og sjálfheldu á lítilli syllu,“ segir Einar Ásgeir. Fjölskyldan hafi verið í hláturskasti og hvatt son sinn áfram. „Hann var hálfsnöktandi en hafði það að lokum af að príla upp á sylluna fyrir ofan. Það gerðist eftir að ég hraunaði yfir foreldrana um hvern fjandann þau væru að hugsa og hve vatnið væri kalt,“ skrifaði Einar Ásgeir í færslu sem hann deildi á Facebook. Drengurinn hafi ekki getað hugsað sér að synda tíu metra inn í gjáarendann, þar sem auðveldara hefði verið að komast upp, því vatnið hafi verið það kalt. Hann hafi því reynt að klifra upp úr gjánni. „Þetta hefði getað farið mjög illa. Hann var næstum dottinn aftur á bak ofan í gjána,“ segir Einar Ásgeir. Hann hafi haft samband við lögreglu en drengurinn hafi komist upp með aðstoð bróður síns. „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar til Darwins-verðlauna 2014. Óskaði þeim svo góðrar ferðar og bað þau að reyna ekki að grilla sykurpúða í eldgosinu.“ Einar Ásgeir segist vera öllu vanur á Þingvöllum en þarna hafi aðstæður verið alvarlegar og hætta á ferðum. „Þegar maður er með svona mikið af ferðamönnum er ekki hægt að búast við því að hegðun allra sé samkvæmt norminu. Við upplifum það hér. En þetta fór vel.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira