Hátíð danslistamanna Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 5. september 2014 10:30 Úr Predator eftir Sögu Sigurðar Oddur Júlíusson og Katrín Gunnarsdóttir í kaflanum Að finna til í striti og velúr. Vísir/Andri Marinó Dans Reykjavík dansfestival hófst þetta árið í blíðskaparveðri með skemmtilegu opnunartriði á Njálsgötunni. Þar bauð Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur, ásamt nokkrum nágrönnum sínum, opnunargestum heim til að dansa við vel valda tónlist húsráðanda. Það verður að segjast að þetta uppátæki var sérlega vel heppnað og var skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum opnunum þar sem fólk stendur með glas í hendi og ræðir fjálglega við aðra gesti. Í kjölfarið fylgdi fjöldi danssýninga sem allar voru eftir íslenska danshöfunda og áttu það sameiginlegt að bera sterk höfundareinkenni. Það er ánægjulegt að sjá hvernig höfundarnir hafa þróað og þroskað sinn ákveðna stíl og ekki síður skemmtilegt hvað þessir stílar eru margvíslegir. Í verkinu Predator fjallaði Saga Sigurðardóttir í þremur þáttum um fegurð þjáningarinnar. Þættirnir voru mjög ólíkir. Sá fyrsti var hugljúfur og myndrænn en þar skapaði fínlegt velúrefni ásamt söng flytjendanna stemninguna. Í öðrum hluta réð kraftmikil dansrútína í anda aerobics ríkjum. Sá kafli reyndi gríðarlega á líkamsgetu dansaranna og verður að segjast að það var áhrifamikið að sjá fegurðina í ofurmennskunni og töffaraskapnum. Að síðustu var leitað í mjög hægar hreyfingar sem var falleg andstaða við djöflaganginn á undan. Saga er að vinna með mjög skemmtilega hugmynd í verkinu en það truflaði rýninn hversu veik tengingin var á milli „kirkjutónlistar vofanna“ og „aerobics-töffaranna“. Á sama tíma virkaði rólegi kaflinn í lokin mjög vel í kjölfar átakakaflans. Framlag Ásgeirs Helga Magnússonar og Ingu Marenar Rúnarsdóttur til hátíðarinnar, verkið Okkar á milli, var yndislegt hreyfiljóð samansett úr dansi, tónlist og sviðsetningu. Heildarsvipur verksins var fagur og bæði sýndu þau seiðandi fallegar hreyfingar og samspilið þeirra á milli var gefandi og áreynslulaust. Steinunn Ketilsdóttir opnaði sig fyrir áhorfendum í verkinu This is it og kynnti sig og sín innstu leyndarmál fyrir þeim. Steinunn hefur tileinkað sér mjög persónulegan stíl þar sem hún, í gegnum samtal við áhorfendur, afhjúpar margt af því sem einkennir líf hennar og annarra kvenna í okkar samfélagi. Verkið nú var bragðdaufara en oft áður. Í verkinu Wilhelms Scream fluttu Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir „hreyfikonsert með tveimur dönsurum og hlutasveit“. Verkið var vel unnið og skemmtilega fram sett og gaf nýjan tón í dansverkaflóru landsins.Úr Predator eftir Sögu Sigurðardóttur Hópatriði úr kaflanum Að finna til í striti og velúr.fréttablaðið/Andri MarinóKatrín Gunnarsdóttir bauð áhorfendum að kynnast þeim dansstílum og danshöfundum sem haft hafa áhrif á hana sem danshöfund í verkinu Saving History. Hún mætti á sviðið í einföldum æfingafötum og án tónlistar og byrjaði að dansa. Það er ekki auðvelt að standa ein og óstudd fyrir framan áhorfendur en Katrín virtist fara létt með það. Fyrir þá sem fylgst hafa með sviðsdansi undanfarin ár og þekkja til danssögunnar var verk Katrínar einkar skemmtilegt samansafn spora og hreyfinga. Það kætti ekki síst að sjá danshreyfingar og takta frá öðrum íslenskum danshöfundum hátíðarinnar sem á einhverjum tímapunkti hafa skilið eftir spor í dansreynslu Katrínar, annaðhvort sem danshöfundar eða kennarar. Skondið verk en full langt. Lengdin var sameiginlegur galli á verkunum sem nefnd eru hér á undan. Höfundar hefðu þurft að líta til danshöfunda Ballet Russes og hafa verkin styttri og hnitmiðaðri. Reykjavík dansfestival 2014 var í heild sinni vel skipulögð hátíð og bar grósku íslensks sviðsdans ljós merki. Nýjungar eins og innlegg danshöfunda í Víðsjá voru líka skemmtileg viðbót. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar, Ásgerður G. Gunnarsdóttir og Alexander Roberts, og framkvæmdastjóri hennar, Hlynur Páll Pálsson, eiga því hrós skilið.Niðurstaða: Vel heppnað dansfestival sem sýndi hversu sterka danshöfunda við eigum hér á landi. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Dans Reykjavík dansfestival hófst þetta árið í blíðskaparveðri með skemmtilegu opnunartriði á Njálsgötunni. Þar bauð Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur, ásamt nokkrum nágrönnum sínum, opnunargestum heim til að dansa við vel valda tónlist húsráðanda. Það verður að segjast að þetta uppátæki var sérlega vel heppnað og var skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum opnunum þar sem fólk stendur með glas í hendi og ræðir fjálglega við aðra gesti. Í kjölfarið fylgdi fjöldi danssýninga sem allar voru eftir íslenska danshöfunda og áttu það sameiginlegt að bera sterk höfundareinkenni. Það er ánægjulegt að sjá hvernig höfundarnir hafa þróað og þroskað sinn ákveðna stíl og ekki síður skemmtilegt hvað þessir stílar eru margvíslegir. Í verkinu Predator fjallaði Saga Sigurðardóttir í þremur þáttum um fegurð þjáningarinnar. Þættirnir voru mjög ólíkir. Sá fyrsti var hugljúfur og myndrænn en þar skapaði fínlegt velúrefni ásamt söng flytjendanna stemninguna. Í öðrum hluta réð kraftmikil dansrútína í anda aerobics ríkjum. Sá kafli reyndi gríðarlega á líkamsgetu dansaranna og verður að segjast að það var áhrifamikið að sjá fegurðina í ofurmennskunni og töffaraskapnum. Að síðustu var leitað í mjög hægar hreyfingar sem var falleg andstaða við djöflaganginn á undan. Saga er að vinna með mjög skemmtilega hugmynd í verkinu en það truflaði rýninn hversu veik tengingin var á milli „kirkjutónlistar vofanna“ og „aerobics-töffaranna“. Á sama tíma virkaði rólegi kaflinn í lokin mjög vel í kjölfar átakakaflans. Framlag Ásgeirs Helga Magnússonar og Ingu Marenar Rúnarsdóttur til hátíðarinnar, verkið Okkar á milli, var yndislegt hreyfiljóð samansett úr dansi, tónlist og sviðsetningu. Heildarsvipur verksins var fagur og bæði sýndu þau seiðandi fallegar hreyfingar og samspilið þeirra á milli var gefandi og áreynslulaust. Steinunn Ketilsdóttir opnaði sig fyrir áhorfendum í verkinu This is it og kynnti sig og sín innstu leyndarmál fyrir þeim. Steinunn hefur tileinkað sér mjög persónulegan stíl þar sem hún, í gegnum samtal við áhorfendur, afhjúpar margt af því sem einkennir líf hennar og annarra kvenna í okkar samfélagi. Verkið nú var bragðdaufara en oft áður. Í verkinu Wilhelms Scream fluttu Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir „hreyfikonsert með tveimur dönsurum og hlutasveit“. Verkið var vel unnið og skemmtilega fram sett og gaf nýjan tón í dansverkaflóru landsins.Úr Predator eftir Sögu Sigurðardóttur Hópatriði úr kaflanum Að finna til í striti og velúr.fréttablaðið/Andri MarinóKatrín Gunnarsdóttir bauð áhorfendum að kynnast þeim dansstílum og danshöfundum sem haft hafa áhrif á hana sem danshöfund í verkinu Saving History. Hún mætti á sviðið í einföldum æfingafötum og án tónlistar og byrjaði að dansa. Það er ekki auðvelt að standa ein og óstudd fyrir framan áhorfendur en Katrín virtist fara létt með það. Fyrir þá sem fylgst hafa með sviðsdansi undanfarin ár og þekkja til danssögunnar var verk Katrínar einkar skemmtilegt samansafn spora og hreyfinga. Það kætti ekki síst að sjá danshreyfingar og takta frá öðrum íslenskum danshöfundum hátíðarinnar sem á einhverjum tímapunkti hafa skilið eftir spor í dansreynslu Katrínar, annaðhvort sem danshöfundar eða kennarar. Skondið verk en full langt. Lengdin var sameiginlegur galli á verkunum sem nefnd eru hér á undan. Höfundar hefðu þurft að líta til danshöfunda Ballet Russes og hafa verkin styttri og hnitmiðaðri. Reykjavík dansfestival 2014 var í heild sinni vel skipulögð hátíð og bar grósku íslensks sviðsdans ljós merki. Nýjungar eins og innlegg danshöfunda í Víðsjá voru líka skemmtileg viðbót. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar, Ásgerður G. Gunnarsdóttir og Alexander Roberts, og framkvæmdastjóri hennar, Hlynur Páll Pálsson, eiga því hrós skilið.Niðurstaða: Vel heppnað dansfestival sem sýndi hversu sterka danshöfunda við eigum hér á landi.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira