Var fleygt út af virtri listavefsíðu Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. september 2014 12:30 Listamaðurinn Odee heldur sýningu á Ljósanótt í Keflavík. mynd/Jón Tryggvason „Þetta er í rauninni tjáningarfrelsi gagnvart höfundinum, segjum sem svo að ég taki mynd innan úr ísskápnum, og segi það vera listaverk, þá myndi Vífilfell kannski hringja og segja að það megi nota Kók í listaverkinu. Þar sem ég er samtímalistamaður þá fjalla ég í rauninni myndrænt um vinsæla minningu og til dæmis margt sem er vinsælt núna,“ segir listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, betur þekktur undir listamannsnafninu Odee. Hann hefur valdið talsverðu fjaðrafoki á stærstu listamannasíðu á netinu, deviantart.com, en á fjórum dögum fékk hann 10.000 hitt, og rúmlega 1.000 skilaboð. „Svona 950 af skilaboðunum voru neikvæð þar sem menn voru að kalla mig þjóf og ég fékk meira að segja hótanir,“ segir Odee en honum var fleygt út af síðunni í kjölfarið. Ástæðan er sú að Odee tekur í raun höfundarréttarvarið efni og notar það nánast óbreytt til þess að búa til ný listaverk úr því, um er að ræða svokallaðan klippimyndastíl. „Ég tók tíma í rannsóknarvinnu því ég vildi vera viss um að þetta væri einstakt. Ég þurfti að finna hvernig ég ætlaði að prenta verkin, svo þurfti ég að rannsaka hvort þetta væri löglegt, þetta er á svo gráu svæði í listaheiminum,“ útskýrir Odee. Það sem gerir verk hans einstök er að hann sendir þau til Bandaríkjanna og lætur prenta þau í ál. „Ég veit ekki um neinn annan hér á landi sem gerir þetta. Ég hef séð menn líma filmur á álplötur, en ég læt brenna í álið, líkt og gert er með kókdósina.“ Odee verður með sýningu á Ljósanótt í Keflavík um helgina í Svarta pakkhúsinu. Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Þetta er í rauninni tjáningarfrelsi gagnvart höfundinum, segjum sem svo að ég taki mynd innan úr ísskápnum, og segi það vera listaverk, þá myndi Vífilfell kannski hringja og segja að það megi nota Kók í listaverkinu. Þar sem ég er samtímalistamaður þá fjalla ég í rauninni myndrænt um vinsæla minningu og til dæmis margt sem er vinsælt núna,“ segir listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, betur þekktur undir listamannsnafninu Odee. Hann hefur valdið talsverðu fjaðrafoki á stærstu listamannasíðu á netinu, deviantart.com, en á fjórum dögum fékk hann 10.000 hitt, og rúmlega 1.000 skilaboð. „Svona 950 af skilaboðunum voru neikvæð þar sem menn voru að kalla mig þjóf og ég fékk meira að segja hótanir,“ segir Odee en honum var fleygt út af síðunni í kjölfarið. Ástæðan er sú að Odee tekur í raun höfundarréttarvarið efni og notar það nánast óbreytt til þess að búa til ný listaverk úr því, um er að ræða svokallaðan klippimyndastíl. „Ég tók tíma í rannsóknarvinnu því ég vildi vera viss um að þetta væri einstakt. Ég þurfti að finna hvernig ég ætlaði að prenta verkin, svo þurfti ég að rannsaka hvort þetta væri löglegt, þetta er á svo gráu svæði í listaheiminum,“ útskýrir Odee. Það sem gerir verk hans einstök er að hann sendir þau til Bandaríkjanna og lætur prenta þau í ál. „Ég veit ekki um neinn annan hér á landi sem gerir þetta. Ég hef séð menn líma filmur á álplötur, en ég læt brenna í álið, líkt og gert er með kókdósina.“ Odee verður með sýningu á Ljósanótt í Keflavík um helgina í Svarta pakkhúsinu.
Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira