Aðeins of óljós saga Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2014 09:30 Björn Thors er einn okkar bestu leikara en fær ekki að blómstra í viðjum litlauss handrits. Kvikmynd París norðursins Leikstjóri Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Aðalleikarar Björn Thors, Helgi Björnsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson og Sigurður Skúlason Ég lærði einu sinni að í góðri kvikmynd ætti maður að geta ýtt á pásu hvenær sem er og hver rammi stæði þannig sem sjálfstætt listaverk. Hver rammi væri útpældur og ekkert innan rammans óþarft. Í París norðursins er það nær undantekningarlaust reglan. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum G. Magna Ágústssonar og oft og tíðum gleymdi ég mér í því að stoppa myndina í huganum og dást að fallegum römmum. Leikararnir standa sig líka með prýði og skila sínu verki vel. Sigurður Skúlason er senuþjófurinn hér að mínu mati. Listilega vel uppbyggður karakter og skemmtilegir núansar í blæbrigðum raddar og fasi sem gæða þessa persónu þessu extra úmfi sem sogar mann til sín. Jón Páll Eyjólfsson á líka góða spretti í „comic relief“ og er sannfærandi sem ónytjungurinn sem hann túlkar, oft og tíðum. Tónlistin er líka frábær. Tónar vel við smábæinn Flateyri, sem er auðvitað karakter út af fyrir sig. Þessir góðu kostir Parísar norðursins skipta hins vegar ekki svo miklu máli því sagan heldur ekki. Hér er einhvers konar tilraun til að búa til úber-realíska mynd um líf í smábæ og tengsl fólksins sem þar býr. Hér er allt svolítið óljóst. Engar skarpar línur. Engir skarpir árekstrar. Engin skýr vandamál. Allt er svolítið bla. Og út af því að allt er frekar óljóst gerir það leikurunum erfitt fyrir að vita nákvæmlega hvert persónur þeirra stefna, hvað þær vilja og af hverju í ósköpunum þær gera það sem þær gera. Það gerir það svo að verkum að ég sem áhorfandi skil ekki neitt í neinu. Skil ekki af hverju þetta fólk er á Flateyri, hvaða hvatir búa að baki viðbrögðum þeirra og ákvörðunum og hvert myndin stefnir. Það er engin yfirvofandi hætta, yfirvofandi gleðitíðindi, yfirvofandi sorg. Það er akkúrat ekkert yfirvofandi og svo er myndin bara búin. Og skilur nákvæmlega ekkert eftir sig. Ég veit að leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson vill kynna áhorfendur fyrir persónum og þeirra tengslum og það er gott svo langt sem það nær. En handritið þarf að bjóða upp á þróun þessara karaktera, alvöru árekstra og vandamál sem þeir þurfa að leysa svo að maður fái tækifæri til að halda með þessum persónum. Því ef við lítum á raunveruleikann í alvörunni kynnist maður í raun ekki fólki fyrr en maður þarf að leysa með því vandamál, eða eitthvað kemur upp á og maður sér hvernig fólk bregst við. Það er nefnilega í ýktum aðstæðum, sem skipta sköpum í lífi fólks, að þess rétta eðli kemur fram. Í sannleika sagt var mér alveg skítsama um örlög þessa fólks í París norðursins. Það er ekki gott. Maður vill halda með karakterum, þykja vænt um þá og taka andköf þegar maður sér að þeir eru að taka rangar ákvarðanir sem eiga eftir að koma þeim í klandur.Niðurstaða: Myndin er vel gerð að mörgu leyti en handritið er slappt og óljóst sem veldur því að lítið gerist sem snertir mann. Gagnrýni Tengdar fréttir Ný stikla úr París norðursins Í stiklunni hljóðar titillag myndarinnar, sem er flutt af Prins Póló og er við það að slá í gegn. 5. ágúst 2014 14:45 París norðursins slær í gegn Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu. 9. júlí 2014 12:52 Björn Thors sóttur á limmósínu Vel var gert við aðalleikarann þegar öllum Flateyringum var boðið á París norðursins í Ísafjarðarbíói um helgina. 1. september 2014 17:45 París norðursins á kvikmyndahátíð í Prag Hátíðin hefst 4. júlí. 3. júní 2014 16:00 "David Gordon Green er búinn að sjá myndina og elskaði hana“ Hafsteinn Gunnar Sigurðsson heimsfrumsýndi myndina París norðursins á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í vikunni. 10. júlí 2014 12:00 París Norðursins í stað Fúsa París Norðursins, í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, verður frumsýnd á Íslandi þann 5. september 25. júlí 2014 10:00 París norðursins fær fjórar stjörnur Gagnrýnandi Prague Post lofar myndina. 16. júlí 2014 09:30 París Norðursins sigurstrangleg í Tékklandi Kvikmyndin París Norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar fékk frábærar viðtökur á heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi í gær. 9. júlí 2014 19:11 Hafsteinn einn tíu kvikmyndagerðamanna sem verður að þekkja Hafsteinn Gunnar lofaður í vefriti Dazed & Confused af David Gordon Green. 14. ágúst 2014 10:00 Titillag París norðursins frumflutt á Vísi Tónlistin í myndinni þykir einstaklega vel heppnuð en hún er eftir hljómsveitina Prins Póló. 25. júlí 2014 11:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Kvikmynd París norðursins Leikstjóri Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Aðalleikarar Björn Thors, Helgi Björnsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson og Sigurður Skúlason Ég lærði einu sinni að í góðri kvikmynd ætti maður að geta ýtt á pásu hvenær sem er og hver rammi stæði þannig sem sjálfstætt listaverk. Hver rammi væri útpældur og ekkert innan rammans óþarft. Í París norðursins er það nær undantekningarlaust reglan. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum G. Magna Ágústssonar og oft og tíðum gleymdi ég mér í því að stoppa myndina í huganum og dást að fallegum römmum. Leikararnir standa sig líka með prýði og skila sínu verki vel. Sigurður Skúlason er senuþjófurinn hér að mínu mati. Listilega vel uppbyggður karakter og skemmtilegir núansar í blæbrigðum raddar og fasi sem gæða þessa persónu þessu extra úmfi sem sogar mann til sín. Jón Páll Eyjólfsson á líka góða spretti í „comic relief“ og er sannfærandi sem ónytjungurinn sem hann túlkar, oft og tíðum. Tónlistin er líka frábær. Tónar vel við smábæinn Flateyri, sem er auðvitað karakter út af fyrir sig. Þessir góðu kostir Parísar norðursins skipta hins vegar ekki svo miklu máli því sagan heldur ekki. Hér er einhvers konar tilraun til að búa til úber-realíska mynd um líf í smábæ og tengsl fólksins sem þar býr. Hér er allt svolítið óljóst. Engar skarpar línur. Engir skarpir árekstrar. Engin skýr vandamál. Allt er svolítið bla. Og út af því að allt er frekar óljóst gerir það leikurunum erfitt fyrir að vita nákvæmlega hvert persónur þeirra stefna, hvað þær vilja og af hverju í ósköpunum þær gera það sem þær gera. Það gerir það svo að verkum að ég sem áhorfandi skil ekki neitt í neinu. Skil ekki af hverju þetta fólk er á Flateyri, hvaða hvatir búa að baki viðbrögðum þeirra og ákvörðunum og hvert myndin stefnir. Það er engin yfirvofandi hætta, yfirvofandi gleðitíðindi, yfirvofandi sorg. Það er akkúrat ekkert yfirvofandi og svo er myndin bara búin. Og skilur nákvæmlega ekkert eftir sig. Ég veit að leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson vill kynna áhorfendur fyrir persónum og þeirra tengslum og það er gott svo langt sem það nær. En handritið þarf að bjóða upp á þróun þessara karaktera, alvöru árekstra og vandamál sem þeir þurfa að leysa svo að maður fái tækifæri til að halda með þessum persónum. Því ef við lítum á raunveruleikann í alvörunni kynnist maður í raun ekki fólki fyrr en maður þarf að leysa með því vandamál, eða eitthvað kemur upp á og maður sér hvernig fólk bregst við. Það er nefnilega í ýktum aðstæðum, sem skipta sköpum í lífi fólks, að þess rétta eðli kemur fram. Í sannleika sagt var mér alveg skítsama um örlög þessa fólks í París norðursins. Það er ekki gott. Maður vill halda með karakterum, þykja vænt um þá og taka andköf þegar maður sér að þeir eru að taka rangar ákvarðanir sem eiga eftir að koma þeim í klandur.Niðurstaða: Myndin er vel gerð að mörgu leyti en handritið er slappt og óljóst sem veldur því að lítið gerist sem snertir mann.
Gagnrýni Tengdar fréttir Ný stikla úr París norðursins Í stiklunni hljóðar titillag myndarinnar, sem er flutt af Prins Póló og er við það að slá í gegn. 5. ágúst 2014 14:45 París norðursins slær í gegn Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu. 9. júlí 2014 12:52 Björn Thors sóttur á limmósínu Vel var gert við aðalleikarann þegar öllum Flateyringum var boðið á París norðursins í Ísafjarðarbíói um helgina. 1. september 2014 17:45 París norðursins á kvikmyndahátíð í Prag Hátíðin hefst 4. júlí. 3. júní 2014 16:00 "David Gordon Green er búinn að sjá myndina og elskaði hana“ Hafsteinn Gunnar Sigurðsson heimsfrumsýndi myndina París norðursins á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í vikunni. 10. júlí 2014 12:00 París Norðursins í stað Fúsa París Norðursins, í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, verður frumsýnd á Íslandi þann 5. september 25. júlí 2014 10:00 París norðursins fær fjórar stjörnur Gagnrýnandi Prague Post lofar myndina. 16. júlí 2014 09:30 París Norðursins sigurstrangleg í Tékklandi Kvikmyndin París Norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar fékk frábærar viðtökur á heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi í gær. 9. júlí 2014 19:11 Hafsteinn einn tíu kvikmyndagerðamanna sem verður að þekkja Hafsteinn Gunnar lofaður í vefriti Dazed & Confused af David Gordon Green. 14. ágúst 2014 10:00 Titillag París norðursins frumflutt á Vísi Tónlistin í myndinni þykir einstaklega vel heppnuð en hún er eftir hljómsveitina Prins Póló. 25. júlí 2014 11:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ný stikla úr París norðursins Í stiklunni hljóðar titillag myndarinnar, sem er flutt af Prins Póló og er við það að slá í gegn. 5. ágúst 2014 14:45
París norðursins slær í gegn Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu. 9. júlí 2014 12:52
Björn Thors sóttur á limmósínu Vel var gert við aðalleikarann þegar öllum Flateyringum var boðið á París norðursins í Ísafjarðarbíói um helgina. 1. september 2014 17:45
"David Gordon Green er búinn að sjá myndina og elskaði hana“ Hafsteinn Gunnar Sigurðsson heimsfrumsýndi myndina París norðursins á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í vikunni. 10. júlí 2014 12:00
París Norðursins í stað Fúsa París Norðursins, í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, verður frumsýnd á Íslandi þann 5. september 25. júlí 2014 10:00
París Norðursins sigurstrangleg í Tékklandi Kvikmyndin París Norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar fékk frábærar viðtökur á heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi í gær. 9. júlí 2014 19:11
Hafsteinn einn tíu kvikmyndagerðamanna sem verður að þekkja Hafsteinn Gunnar lofaður í vefriti Dazed & Confused af David Gordon Green. 14. ágúst 2014 10:00
Titillag París norðursins frumflutt á Vísi Tónlistin í myndinni þykir einstaklega vel heppnuð en hún er eftir hljómsveitina Prins Póló. 25. júlí 2014 11:00