Innlent

Skyrdós og lauksúpa en enginn morgunmatur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir tók sæti á Alþingi í dag og undirritar hér drengskaparheit að stjórnarskránni.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir tók sæti á Alþingi í dag og undirritar hér drengskaparheit að stjórnarskránni. Mynd/Skjáskot
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, tók sæti sem varaþingmaður á Alþingi í dag.

„Dagurinn var bara mjög fínn. Ég er bara mjög auðmjúk og þakklát fyrir þetta tækifæri. Ég fór reyndar ekkert í pontu en geri það örugglega seinna í vikunni,“ segir Sveinbjörg í samtali við Vísi.

Það hefur vakið nokkra athygli að varaþingmaðurinn hyggst lifa á 750 krónum á dag í eina viku, en þar vísar hún í frétt Fréttablaðsins frá því í gær um að ríkið telji eina máltíð kosta 250 krónur. Máltíð í mötuneyti Alþingis kostar 550 krónur en Sveinbjörg segist ekki hafa fengið sér mat þar í dag.

„Nei, ég fékk mér eina skyrdós í hádegismat og svo heimagerða lauksúpu, samloku með fjórum ostsneiðum, hálfum tómat og einum sjötta af papriku í kvöldmat. Ég borðaði ekki morgunmat og á 250 kall eftir svo kannski fæ ég mér eitthvað snarl fyrir svefninn,“ segir Sveinbjörg.

Sveinbjörg segir að það sé mjög hæpið að upphæðin, 750 krónur, myndi duga þó að hún myndi alltaf elda heima.

„Ég er hrædd um það sé nokkuð einhæft mataræði sem maður fær fyrir 750 krónur á dag og kannski ekki alltaf besta hráefnið heldur,“ segir varaþingmaðurinn.


Tengdar fréttir

Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni

Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×