"Fátækt er ekki skömm“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2014 14:01 Þrír af fjórum meðlimum hópsins Matargjafir. Frá vinstri: Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, Lilja Guðmundsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Á myndina vantar Árdísi Pétursdóttur. vísir/pjetur Á fjórða þúsund er skráð í hópinn Matargjafir á Facebook sem náð hefur að festa sig í sessi í íslensku samfélagi síðustu misseri. Hópurinn var settur á laggirnar í júlílok og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Þangað leitar fólk í mikilli neyð eftir mat handa sér og fjölskyldu sinni ásamt þeim sem vilja láta gott af sér leiða og aðstoða hina bágstöddu. Fólk sækir meðal annars í afganga af kvöldmat og að sögn forsprakka hópsins er þörfin gífurleg. Eldheitar umræður hafa skapast á síðunni í kjölfar frétta af neysluviðmiði fjármálaráðuneytisins þar sem gert er ráð fyrir að hver máltíð á einstakling, miðað við fjögurra manna fjölskyldu, kosti 248 krónur. Þar er meðal annars skorað á ráðherra og þingmenn að ganga í hópinn til þess að sjá stöðuna í samfélaginu með berum augum. „Það er sorglegt að þurfa að ganga svo langt að þeir neyðist til að sjá þetta með berum augum hvað þörfin er mikil og hvað Íslendingar eru að gera hvort fyrir annað. Þörfin er nefnilega svo mikil,“ segir Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, forsprakki hópsins.„Staðan er grafalvarleg“ Hópurinn var settur á laggirnar í sumar og að sögn Jóhönnu átti fólk í fyrstu erfitt með að óska eftir aðstoð. Hún segir þó vissa breytingu hafa orðið á því fólk hafi áttað sig á að þarna séu allir í sama tilgangi og að æ fleiri stígi fram. Fátækt sé ekki skömm og því fleiri sem riti á síðuna og stígi fram því raunverulegri verði staðan. „Fátækt er ekki skömm og það á ekki að fela sig. Þetta verður raunverulegra með hverjum og einum sem stígur fram undir nafni og mynd.“ Fólk þarf að samþykkja ákveðnar reglur áður en það fær inngöngu í hópinn. Jóhanna segir að sífellt sé að fjölga í hópnum en fagnar því að æ fleiri séu að bjóðast til að gefa mat. „Staðan er grafalvarleg og mann verkjar í allan skrokkinn við að lesa þetta. Fólk er í raun og veru að svelta sig til að þess að þau geti gefið börnum sínum að borða. Það er auðvitað bara heimsendir fyrir foreldra að eiga ekki mat fyrir börnin,“ segir Jóhanna sem hvetur alla þá sem geta aðstoð veitt að ganga í hópinn. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Á fjórða þúsund er skráð í hópinn Matargjafir á Facebook sem náð hefur að festa sig í sessi í íslensku samfélagi síðustu misseri. Hópurinn var settur á laggirnar í júlílok og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Þangað leitar fólk í mikilli neyð eftir mat handa sér og fjölskyldu sinni ásamt þeim sem vilja láta gott af sér leiða og aðstoða hina bágstöddu. Fólk sækir meðal annars í afganga af kvöldmat og að sögn forsprakka hópsins er þörfin gífurleg. Eldheitar umræður hafa skapast á síðunni í kjölfar frétta af neysluviðmiði fjármálaráðuneytisins þar sem gert er ráð fyrir að hver máltíð á einstakling, miðað við fjögurra manna fjölskyldu, kosti 248 krónur. Þar er meðal annars skorað á ráðherra og þingmenn að ganga í hópinn til þess að sjá stöðuna í samfélaginu með berum augum. „Það er sorglegt að þurfa að ganga svo langt að þeir neyðist til að sjá þetta með berum augum hvað þörfin er mikil og hvað Íslendingar eru að gera hvort fyrir annað. Þörfin er nefnilega svo mikil,“ segir Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, forsprakki hópsins.„Staðan er grafalvarleg“ Hópurinn var settur á laggirnar í sumar og að sögn Jóhönnu átti fólk í fyrstu erfitt með að óska eftir aðstoð. Hún segir þó vissa breytingu hafa orðið á því fólk hafi áttað sig á að þarna séu allir í sama tilgangi og að æ fleiri stígi fram. Fátækt sé ekki skömm og því fleiri sem riti á síðuna og stígi fram því raunverulegri verði staðan. „Fátækt er ekki skömm og það á ekki að fela sig. Þetta verður raunverulegra með hverjum og einum sem stígur fram undir nafni og mynd.“ Fólk þarf að samþykkja ákveðnar reglur áður en það fær inngöngu í hópinn. Jóhanna segir að sífellt sé að fjölga í hópnum en fagnar því að æ fleiri séu að bjóðast til að gefa mat. „Staðan er grafalvarleg og mann verkjar í allan skrokkinn við að lesa þetta. Fólk er í raun og veru að svelta sig til að þess að þau geti gefið börnum sínum að borða. Það er auðvitað bara heimsendir fyrir foreldra að eiga ekki mat fyrir börnin,“ segir Jóhanna sem hvetur alla þá sem geta aðstoð veitt að ganga í hópinn.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira