"Fátækt er ekki skömm“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2014 14:01 Þrír af fjórum meðlimum hópsins Matargjafir. Frá vinstri: Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, Lilja Guðmundsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Á myndina vantar Árdísi Pétursdóttur. vísir/pjetur Á fjórða þúsund er skráð í hópinn Matargjafir á Facebook sem náð hefur að festa sig í sessi í íslensku samfélagi síðustu misseri. Hópurinn var settur á laggirnar í júlílok og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Þangað leitar fólk í mikilli neyð eftir mat handa sér og fjölskyldu sinni ásamt þeim sem vilja láta gott af sér leiða og aðstoða hina bágstöddu. Fólk sækir meðal annars í afganga af kvöldmat og að sögn forsprakka hópsins er þörfin gífurleg. Eldheitar umræður hafa skapast á síðunni í kjölfar frétta af neysluviðmiði fjármálaráðuneytisins þar sem gert er ráð fyrir að hver máltíð á einstakling, miðað við fjögurra manna fjölskyldu, kosti 248 krónur. Þar er meðal annars skorað á ráðherra og þingmenn að ganga í hópinn til þess að sjá stöðuna í samfélaginu með berum augum. „Það er sorglegt að þurfa að ganga svo langt að þeir neyðist til að sjá þetta með berum augum hvað þörfin er mikil og hvað Íslendingar eru að gera hvort fyrir annað. Þörfin er nefnilega svo mikil,“ segir Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, forsprakki hópsins.„Staðan er grafalvarleg“ Hópurinn var settur á laggirnar í sumar og að sögn Jóhönnu átti fólk í fyrstu erfitt með að óska eftir aðstoð. Hún segir þó vissa breytingu hafa orðið á því fólk hafi áttað sig á að þarna séu allir í sama tilgangi og að æ fleiri stígi fram. Fátækt sé ekki skömm og því fleiri sem riti á síðuna og stígi fram því raunverulegri verði staðan. „Fátækt er ekki skömm og það á ekki að fela sig. Þetta verður raunverulegra með hverjum og einum sem stígur fram undir nafni og mynd.“ Fólk þarf að samþykkja ákveðnar reglur áður en það fær inngöngu í hópinn. Jóhanna segir að sífellt sé að fjölga í hópnum en fagnar því að æ fleiri séu að bjóðast til að gefa mat. „Staðan er grafalvarleg og mann verkjar í allan skrokkinn við að lesa þetta. Fólk er í raun og veru að svelta sig til að þess að þau geti gefið börnum sínum að borða. Það er auðvitað bara heimsendir fyrir foreldra að eiga ekki mat fyrir börnin,“ segir Jóhanna sem hvetur alla þá sem geta aðstoð veitt að ganga í hópinn. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Á fjórða þúsund er skráð í hópinn Matargjafir á Facebook sem náð hefur að festa sig í sessi í íslensku samfélagi síðustu misseri. Hópurinn var settur á laggirnar í júlílok og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Þangað leitar fólk í mikilli neyð eftir mat handa sér og fjölskyldu sinni ásamt þeim sem vilja láta gott af sér leiða og aðstoða hina bágstöddu. Fólk sækir meðal annars í afganga af kvöldmat og að sögn forsprakka hópsins er þörfin gífurleg. Eldheitar umræður hafa skapast á síðunni í kjölfar frétta af neysluviðmiði fjármálaráðuneytisins þar sem gert er ráð fyrir að hver máltíð á einstakling, miðað við fjögurra manna fjölskyldu, kosti 248 krónur. Þar er meðal annars skorað á ráðherra og þingmenn að ganga í hópinn til þess að sjá stöðuna í samfélaginu með berum augum. „Það er sorglegt að þurfa að ganga svo langt að þeir neyðist til að sjá þetta með berum augum hvað þörfin er mikil og hvað Íslendingar eru að gera hvort fyrir annað. Þörfin er nefnilega svo mikil,“ segir Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, forsprakki hópsins.„Staðan er grafalvarleg“ Hópurinn var settur á laggirnar í sumar og að sögn Jóhönnu átti fólk í fyrstu erfitt með að óska eftir aðstoð. Hún segir þó vissa breytingu hafa orðið á því fólk hafi áttað sig á að þarna séu allir í sama tilgangi og að æ fleiri stígi fram. Fátækt sé ekki skömm og því fleiri sem riti á síðuna og stígi fram því raunverulegri verði staðan. „Fátækt er ekki skömm og það á ekki að fela sig. Þetta verður raunverulegra með hverjum og einum sem stígur fram undir nafni og mynd.“ Fólk þarf að samþykkja ákveðnar reglur áður en það fær inngöngu í hópinn. Jóhanna segir að sífellt sé að fjölga í hópnum en fagnar því að æ fleiri séu að bjóðast til að gefa mat. „Staðan er grafalvarleg og mann verkjar í allan skrokkinn við að lesa þetta. Fólk er í raun og veru að svelta sig til að þess að þau geti gefið börnum sínum að borða. Það er auðvitað bara heimsendir fyrir foreldra að eiga ekki mat fyrir börnin,“ segir Jóhanna sem hvetur alla þá sem geta aðstoð veitt að ganga í hópinn.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira