Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Jakob Bjarnar skrifar 14. október 2014 12:49 Álft yfir akri og Jón Páll Lorange. Fuglinn veldur gríðarlegu tjóni á kornökrum víða um land. Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. Allir þessir fuglastofnar eru í örum vexti og verða upplýsingarnar notaðar til að móta aðgerðir til að sporna við vandanum. Bændasamtökin í samstarfi við Umhverfisstofnun vinna að þessu og hafa nú þegar borist 110 tjónaskýrslur, að sögn Jóns Baldurs Lorange, verkefnisstjóra hjá Bændasamtökunum. „Við erum farin að sjá að þarna er greinilega um verulegt tjón að ræða hjá mörgum bændum. Það fer að vísu eftir svæðum á landinu. En, miðað við þessa skráningu sem er að koma inn er allt frá því að vera minniháttar tjón vegna bælingar og áts gæsa og álfta, yfir í að vera verulegt og jafnvel algjört tjón. Hundrað prósent. Þær gersamlega taka alla uppskeruna.“Hvernig farið þið að því að meta þetta svona nákvæmlega? „Bændur senda inn rafrænar tjónaskýrslur. Sem við settum upp í samvinnu við umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið. Þar eru gefnar upp nákvæmar upplýsingar um spildur, bændur verða að skrá inn tún sín, og við erum með það rafrænt miðlægt skráðar inn í kerfi sem heitir Jörð. Þar eru stafræn túnkort merkt við og þar kemur til dæmis fram hvaða ræktun er á túnunum og stærð á spildum og svo framvegis. Við erum líka að sjá hversu margir hektarar þetta eru þannig að það er hægt að meta tjónið. Svo skrá bændur inn tímabilið; hve mikið tjón er, hvort þetta er bæling eða át, hvaða fuglar þetta eru; álftir, grágæs, heiðargæs og svo framvegis og svo hvaða forvarnir bændur hafa reynt að nota,“ segir Jón Baldur. Í ráði er að halda þessu áfram á næsta ári til að móta aðferðir til forvarna og hugsanlegra skaðabóta í framtíðinni. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. Allir þessir fuglastofnar eru í örum vexti og verða upplýsingarnar notaðar til að móta aðgerðir til að sporna við vandanum. Bændasamtökin í samstarfi við Umhverfisstofnun vinna að þessu og hafa nú þegar borist 110 tjónaskýrslur, að sögn Jóns Baldurs Lorange, verkefnisstjóra hjá Bændasamtökunum. „Við erum farin að sjá að þarna er greinilega um verulegt tjón að ræða hjá mörgum bændum. Það fer að vísu eftir svæðum á landinu. En, miðað við þessa skráningu sem er að koma inn er allt frá því að vera minniháttar tjón vegna bælingar og áts gæsa og álfta, yfir í að vera verulegt og jafnvel algjört tjón. Hundrað prósent. Þær gersamlega taka alla uppskeruna.“Hvernig farið þið að því að meta þetta svona nákvæmlega? „Bændur senda inn rafrænar tjónaskýrslur. Sem við settum upp í samvinnu við umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið. Þar eru gefnar upp nákvæmar upplýsingar um spildur, bændur verða að skrá inn tún sín, og við erum með það rafrænt miðlægt skráðar inn í kerfi sem heitir Jörð. Þar eru stafræn túnkort merkt við og þar kemur til dæmis fram hvaða ræktun er á túnunum og stærð á spildum og svo framvegis. Við erum líka að sjá hversu margir hektarar þetta eru þannig að það er hægt að meta tjónið. Svo skrá bændur inn tímabilið; hve mikið tjón er, hvort þetta er bæling eða át, hvaða fuglar þetta eru; álftir, grágæs, heiðargæs og svo framvegis og svo hvaða forvarnir bændur hafa reynt að nota,“ segir Jón Baldur. Í ráði er að halda þessu áfram á næsta ári til að móta aðferðir til forvarna og hugsanlegra skaðabóta í framtíðinni.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira