Innlent

Aðeins ein sekt á landsleiknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Íslands létu vel í sér heyra í gær og lögðu löglega í þokkabót.
Stuðningsmenn Íslands létu vel í sér heyra í gær og lögðu löglega í þokkabót. Vísir/Valli
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fagnar því gríðarlega að hafa þurft að skrifa aðeins eina sekt vegna stöðubrota í Laugardalnum í gær. Tæplega tíu þúsund manns urðu vitni að 2-0 sigri karlalandsliðs Íslands á Hollandi.

„Íslenska landsliðið stóð sig með stakri prýði í Laugardalnum í gær en það gerðu gestirnir einnig,“ segir í Fésbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að ánægjuefni sé að hægt sé að halda mannfagnað án þess að lagt sé ólöglega.

Einn fylgjenda lögreglunnar á Facebook spyr hvort viðkomandi bíll hafi ekki örugglega verið á hollenskum númerum. Lögreglan hefur ekki svarað þeirri spurningu enn sem komið er.

Uppfært klukkan 15:50

Bílastæðasjóður greinir frá því að sex sektir hafi verið skrifaðar vegna ólöglegra lagða bifreiða á landsleiknum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×