Lífið

Grjóthörð með 50 Cent

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Meryl Streep, 64 ára, sat við hliðina á rapparanum 50 Cent, 38 ára, á körfuboltaleik í Madison Square Garden í New York á sunnudaginn þar sem New York Knicks og Los Angeles Lakers öttu kappi.

50 Cent myndaði það í bak og fyrir og setti á Instagram-síðu sína en á myndunum má meðal annars sjá Meryl stilla sér upp með körfuboltahetjunni Kobe Bryant, 35 ára. Þá býður leikkonan upp á ansi hressilega rapppósu og gerir það vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.