Lífið

Með skart fyrir milljarð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Beyonce geislaði á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt og stal senunni þegar hún flutti lagið Drunk in Love með eiginmanni sínum Jay Z.

Beyonce klæddist hvítum kjól frá Michael Costello og bar glæsilegt skart frá Lorraine Schwartz við.

Skartið sem Beyonce bar er metið á rúmlega tíu milljónir dollara, rúman milljarð króna, en hún var með hring á öllum fingrum hægri handar svo dæmi sé tekið.

Gyðja.
Glæsileg.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.