Lífið

Það er ömurlegt og skrýtið að ég hafi stolið af þér sigrinum

Á Grammy-hátíðinni í gærkvöldi unnu Macklemore and Ryan Lewis verðlaunin fyrir bestu rappplötuna, sem kom mörgum á óvart.

Háværar raddir sögðu aðra átt heiðurinn skilið, þar á meðal Kendrick Lamar, fyrir plötu sína Good Kid, m.A.A.d. City, sem var einnig tilnefnd í sama flokki.

Það þótti óvenjulegt að Macklemore var greinilega sammála gagnrýnendum sínum, en hann sendi sms-skilaboð á Kendrick þar sem hann biðst afsökuanr á að hafa fengið verðlaunin - að hann hafi ekki átt þau skilið.

Í skilaboðunum, sem má sjá hér á mynd, stendur meðal annars.

„Ég vildi að þú hefðir unnið. Þú áttir verðlaunin skilið. Það er ömurlegt og skrýtið að ég hafi stolið af þér sigrinum.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.