Þetta kemur fram á heimasíðu leikanna en ekki er nánar útskýrt í hverju svindlið fólst eða hvernig það uppgötvaðist. Eiríkur þakkaði þó fyrir stuðninginn á Instagram-síðunni sinni sem er aðgengileg hér fyrir neðan.
Auk kosningarinnar mat dómnefnd myndböndin átta sem bárust í keppnina og gaf hún myndbandi Bode Merrill gullverðlaun. Eiríkur var ekki á meðal þriggja efstu að mati nefndarinnar. Dan Brisse fékk silfur og Dylan Thompson brons.
Myndbandið sem hefði sigrað í netkosningunni hefði fengið tíu þúsund dali í verðlaun en upphæðinni verður nú skipt á milli keppendanna átta sem áttu myndbönd í Real Snow-myndbandakeppninni.