Sport

Kosningasvindl í myndbandskeppni X Games? | Eiríkur ekki á pall

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiríkur Helgason.
Eiríkur Helgason. Mynd/Úr einkasafni
ESPN tilkynnti í gær að lokað hefði verið fyrir internetkosningu í myndbandakeppni X Games-leikanna en þar var Eiríkur Helgason kominn í lokaúrslitin.

Þetta kemur fram á heimasíðu leikanna en ekki er nánar útskýrt í hverju svindlið fólst eða hvernig það uppgötvaðist. Eiríkur þakkaði þó fyrir stuðninginn á Instagram-síðunni sinni sem er aðgengileg hér fyrir neðan.

Auk kosningarinnar mat dómnefnd myndböndin átta sem bárust í keppnina og gaf hún myndbandi Bode Merrill gullverðlaun. Eiríkur var ekki á meðal þriggja efstu að mati nefndarinnar. Dan Brisse fékk silfur og Dylan Thompson brons.

Myndbandið sem hefði sigrað í netkosningunni hefði fengið tíu þúsund dali í verðlaun en upphæðinni verður nú skipt á milli keppendanna átta sem áttu myndbönd í Real Snow-myndbandakeppninni.




Tengdar fréttir

Eiki keppir á X-Games

Snjóbrettakappinn Eiríkur Helgason tekur þátt í X-Games Real Snow myndbandakeppninni í ár, sem sýnd er af ESPN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×