Menning

Elmar Gilberts í hlutverki Daða

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Elmar Gilbertsson þreytir frumraun sína í Íslensku óperunni.
Elmar Gilbertsson þreytir frumraun sína í Íslensku óperunni.
Hátt í eitt hundrað listamenn taka þátt í uppfærslu óperunnar Ragnheiðar undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar.

Hinn ungi tenór Elmar Gilbertsson verður í hlutverki Daða Halldórssonar, ástmanns og kennara Ragnheiðar. Hann kemur nú fram í fyrsta sinn í Íslensku óperunni.

 

Þóra Einarsdóttir syngur titilhlutverkið og Viðar Gunnarsson hlutverk Brynjólfs biskups eins og í tónleikauppfærslunni í Skálholti síðastliðið haust.



Gretar Reynisson er höfundur leikmyndar og búningahöfundur er Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir.



Upphaflega áttu sýningarnar í Hörpu að verða tvær, 1. og 8. mars, en nú hefur þeirri þriðju verið bætt við, hinn 15. mars.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×