Heiðursgestur á Eurosonic-hátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. janúar 2014 10:30 Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður og framkvæmdarstjóri Útóns. fréttablaðið/arnþór „Nú er að fara í gang fjármögnun verkefnisins og við verðum að svara því hvort Ísland þiggur boðið fyrir miðjan febrúar,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útóns og trymbill með meiru. Íslandi hefur formlega verið boðið að vera heiðursgestur á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi á næsta ári en hátíðin fer fram um miðjan janúar ár hvert. „Eurosonic er orðin að öflugustu kynningarhátíð Vestur-Evrópu um þessar mundir og má segja að þetta sé ekki ósvipað því þegar Ísland var heiðursgestur á bókmenntahátíðinni í Frankfurt árið 2011,“ útskýrir Sigtryggur. Einhver mesti styrkur Eurosonic er ráðstefnan sem fram fer á daginn, hana sóttu í ár 3.275 fagmenn úr tónlistargeiranum, meðal annars fulltrúar 419 tónlistarhátíða, og á ráðstefnunni taka menn fundi og reyna að sjá eitthvað af þeim 150 pallborðsumræðum og kynningum sem í boði eru. „Svo eru skoðaðir tónleikar með ferskustu tónlistarmönnum Evrópulandanna á kvöldin,“ bætir Sigtryggur við. Í ár voru Austurríkismenn heiðursgestir á Eurosonic og voru 38.700 gestir á hátíðinni frá 39 löndum að sjá 339 listamenn spila á 47 sviðum. Ísland hefur fengið mikla athygli fyrir tónlist sína síðustu ár og er þess skemmst að minnast að milli áranna 2012 og 2013 varð nánast tvöföldun á útflutningi á tónlist í formi tónleikahalds, 718 tónleikar voru haldnir utan landsteinanna árið 2012 en tæplega 1.400 árið 2013. Þess má geta að Austurríkismenn voru búnir að vera með beiðni inni hjá Eurosonic í fjögur ár um að vera „focusland“ en Íslandi er boðið þetta nokkuð óvænt. „Er það mál allra þeirra sem tekið hafa þennan kaleik að viðskipti hafi aukist mjög áþreifanlega í kjölfar þess, og beri þess merki í auknum bókunum þeirra listamanna sem fram hafa komið á hátíðinni auk mikils vaxtar í sölu tónlistar frá landinu.“ Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Nú er að fara í gang fjármögnun verkefnisins og við verðum að svara því hvort Ísland þiggur boðið fyrir miðjan febrúar,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útóns og trymbill með meiru. Íslandi hefur formlega verið boðið að vera heiðursgestur á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi á næsta ári en hátíðin fer fram um miðjan janúar ár hvert. „Eurosonic er orðin að öflugustu kynningarhátíð Vestur-Evrópu um þessar mundir og má segja að þetta sé ekki ósvipað því þegar Ísland var heiðursgestur á bókmenntahátíðinni í Frankfurt árið 2011,“ útskýrir Sigtryggur. Einhver mesti styrkur Eurosonic er ráðstefnan sem fram fer á daginn, hana sóttu í ár 3.275 fagmenn úr tónlistargeiranum, meðal annars fulltrúar 419 tónlistarhátíða, og á ráðstefnunni taka menn fundi og reyna að sjá eitthvað af þeim 150 pallborðsumræðum og kynningum sem í boði eru. „Svo eru skoðaðir tónleikar með ferskustu tónlistarmönnum Evrópulandanna á kvöldin,“ bætir Sigtryggur við. Í ár voru Austurríkismenn heiðursgestir á Eurosonic og voru 38.700 gestir á hátíðinni frá 39 löndum að sjá 339 listamenn spila á 47 sviðum. Ísland hefur fengið mikla athygli fyrir tónlist sína síðustu ár og er þess skemmst að minnast að milli áranna 2012 og 2013 varð nánast tvöföldun á útflutningi á tónlist í formi tónleikahalds, 718 tónleikar voru haldnir utan landsteinanna árið 2012 en tæplega 1.400 árið 2013. Þess má geta að Austurríkismenn voru búnir að vera með beiðni inni hjá Eurosonic í fjögur ár um að vera „focusland“ en Íslandi er boðið þetta nokkuð óvænt. „Er það mál allra þeirra sem tekið hafa þennan kaleik að viðskipti hafi aukist mjög áþreifanlega í kjölfar þess, og beri þess merki í auknum bókunum þeirra listamanna sem fram hafa komið á hátíðinni auk mikils vaxtar í sölu tónlistar frá landinu.“
Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira