Klúbburinn Geysir hlýtur Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins Bjarki Ármannsson skrifar 13. maí 2014 19:39 Klúbburinn Geysir með verðlaunagrip sinn og ávísun. Vísir/Geysir Pollapönkarar voru verðlaunaðir fyrir boðskap sinn.Vísir/Stefán Klúbburinn Geysir hlaut aðalverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins við hátíðlega athöfn á hótelinu Nordica í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti þeim verðlaunin og Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim ávísun upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er í níunda sinn sem Samfélagsverðlaunin eru veitt. Klúbburinn hlaut verðlaunin fyrir að hafa síðustu fimmtán ár hjálpað þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Meðal annars kemur hópurinn meðlimum sínum í tímatakmörkuð reynslustörf í gegnum verkefnið Ráðning til reynslu, eða RTR. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Kiwani-hreyfingin á Íslandi Hjálparsími Rauða KrossinsHvunndagshetjaSigurður Hallvarðsson er Hvunndagshetja ársins fyrir að vera öðrum góð fyrirmynd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Hann safnaði milljónum króna til styrktar Ljóssins við Langholtsveg með áheitagöngu í roki og rigningu frá Hveragerði til Reykjavíkur. Einnig safnaði hann peningum til kaupa á sjónvörpum fyrir langveik börn sem dvelja í Rjóðrinu þegar hann var í hvíldarinnlögn á Líknardeildinni nú nýverið.Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Guðjón Hólm Gunnarsson og Sigurður Már Sigmarsson Hafdís Ýr Birkisdóttir„Þú bætir þessu svo bara í safnið,“ sagði forseti þegar hann rétti Ómari verðlaunagrip sinn.Vísir/StefánFrá kynslóð til kynslóðarÍ flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar hlutu Samfélagsverðlaunin Móðurmál, samtök um tvítyngi. Samtökin styðja við og efla móðurmálskunnáttu barna með íslensku sem annað mál. Hópurinn sem stendur að samtökunum kennir launalaust einu sinni í viku og aðstoðar börn á ólíkum aldri við að viðhalda móðurmáli sínu. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Ómar Ragnarsson Gunnar Vignir GuðmundssonTil atlögu gegn fordómumÞað voru svo Eurovision-fararnir í hljómsveitinni Pollapönk sem hlutu Samfélagsverðlaunin í flokkinum Til atlögu gegn fordómum. Hljómsveitin hlaut verðlaunin fyrir að breiða út jákvæðum boðskap til barna í textum sínum.Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Alma Rut Lindudóttir Félagasamtökin Erindi og feðginin Selma Björk og Hermann JónssonJón Stefánsson kórstjóri hefur starfað við Langholtskirkju í hálfa öld.Vísir/StefánHeiðursverðlaunHeiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlotnuðust að þessu sinni Jóni Stefánssyni, organista og kórstjóra við Langholtskirkju. Verðlaunin eru veitt fyrir ævistarf viðkomandi, að þessu sinni ómetanlegt ævistarf í þágu tónlistar. Jón fagnar fimmtíu ára starfsafmæli við kirkjuna um þessar mundir og hefur á þeim tíma átt stóran þátt í að byggja upp kórastarf á landinu og opnað heim tónlistar fyrir fjölmörgum börnum og unglingum. Þess má geta að Jón hlaut Samfélagsverðlaunin í flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar árið 2011. Um verðlauninTilnefningar til Samfélagsverðlaunanna eru fengnar frá lesendum Fréttablaðsins og í ár bárust á fjórða hundrað tilnefninga. Dómnefnd skipuðu þau Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður. Verkefnastjóri var Einar Skúlason. Aðalverðlaun Samfélagsverðlaunanna er 1,2 milljónir króna og aðrir verðlaunahafar hljóta 49 tommu United sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni auk verðlaunagripa frá Ásgarði í Mosfellsbæ. Eurovision Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Pollapönkarar voru verðlaunaðir fyrir boðskap sinn.Vísir/Stefán Klúbburinn Geysir hlaut aðalverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins við hátíðlega athöfn á hótelinu Nordica í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti þeim verðlaunin og Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim ávísun upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er í níunda sinn sem Samfélagsverðlaunin eru veitt. Klúbburinn hlaut verðlaunin fyrir að hafa síðustu fimmtán ár hjálpað þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Meðal annars kemur hópurinn meðlimum sínum í tímatakmörkuð reynslustörf í gegnum verkefnið Ráðning til reynslu, eða RTR. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Kiwani-hreyfingin á Íslandi Hjálparsími Rauða KrossinsHvunndagshetjaSigurður Hallvarðsson er Hvunndagshetja ársins fyrir að vera öðrum góð fyrirmynd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Hann safnaði milljónum króna til styrktar Ljóssins við Langholtsveg með áheitagöngu í roki og rigningu frá Hveragerði til Reykjavíkur. Einnig safnaði hann peningum til kaupa á sjónvörpum fyrir langveik börn sem dvelja í Rjóðrinu þegar hann var í hvíldarinnlögn á Líknardeildinni nú nýverið.Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Guðjón Hólm Gunnarsson og Sigurður Már Sigmarsson Hafdís Ýr Birkisdóttir„Þú bætir þessu svo bara í safnið,“ sagði forseti þegar hann rétti Ómari verðlaunagrip sinn.Vísir/StefánFrá kynslóð til kynslóðarÍ flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar hlutu Samfélagsverðlaunin Móðurmál, samtök um tvítyngi. Samtökin styðja við og efla móðurmálskunnáttu barna með íslensku sem annað mál. Hópurinn sem stendur að samtökunum kennir launalaust einu sinni í viku og aðstoðar börn á ólíkum aldri við að viðhalda móðurmáli sínu. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Ómar Ragnarsson Gunnar Vignir GuðmundssonTil atlögu gegn fordómumÞað voru svo Eurovision-fararnir í hljómsveitinni Pollapönk sem hlutu Samfélagsverðlaunin í flokkinum Til atlögu gegn fordómum. Hljómsveitin hlaut verðlaunin fyrir að breiða út jákvæðum boðskap til barna í textum sínum.Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Alma Rut Lindudóttir Félagasamtökin Erindi og feðginin Selma Björk og Hermann JónssonJón Stefánsson kórstjóri hefur starfað við Langholtskirkju í hálfa öld.Vísir/StefánHeiðursverðlaunHeiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlotnuðust að þessu sinni Jóni Stefánssyni, organista og kórstjóra við Langholtskirkju. Verðlaunin eru veitt fyrir ævistarf viðkomandi, að þessu sinni ómetanlegt ævistarf í þágu tónlistar. Jón fagnar fimmtíu ára starfsafmæli við kirkjuna um þessar mundir og hefur á þeim tíma átt stóran þátt í að byggja upp kórastarf á landinu og opnað heim tónlistar fyrir fjölmörgum börnum og unglingum. Þess má geta að Jón hlaut Samfélagsverðlaunin í flokkinum Frá kynslóð til kynslóðar árið 2011. Um verðlauninTilnefningar til Samfélagsverðlaunanna eru fengnar frá lesendum Fréttablaðsins og í ár bárust á fjórða hundrað tilnefninga. Dómnefnd skipuðu þau Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður. Verkefnastjóri var Einar Skúlason. Aðalverðlaun Samfélagsverðlaunanna er 1,2 milljónir króna og aðrir verðlaunahafar hljóta 49 tommu United sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni auk verðlaunagripa frá Ásgarði í Mosfellsbæ.
Eurovision Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira