Pollapönk stígur á svið í Hafnarfirði í kvöld. Safnast verður saman á Thorsplani upp úr klukkan 18. Pollunum verður þakkað fyrir þeirra jákvæða og frábæra framlag að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.
Hafnfirska söngkonan Jóhanna Guðrún sem lenti í öðru sæti í Eurovision í Moskvu árið 2009 tekur lagið áður en Pollarnir stíga á svið og spila og syngja nokkur lög.
Dagskráin hefst stundvíslega klukkan 18:30 en fólk er hvatt til þess að mæta upp úr klukkan 18.
Pollapönk með tónleika í Hafnarfirði í kvöld
Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
