Að byggja bæ Ása Richarsdóttir skrifar 13. maí 2014 12:21 Við sem fædd erum og uppalin í Kópavogi á seinni hluta síðustu aldar þekkjum flest sögur af frumbyggjum hreppsins og sum okkar eru börn þeirra eða barnabörn. Frumbyggjarnir bókstaflega ruddu jörðina, grófu grunna og reistu hús oft löngu áður en vegur var lagður heim að húsi. Hér var hægt að fá land fyrir lítið, hingað flutti fólk sem ekki naut náðar í bönkunum og byggði sín heimili með hjálp góðra vina og á eigin dugnaði og vilja til að eignast þak yfir höfuðið. Þau voru landnámsmenn og lýsingar alls ekki ólíkar þeim sem lesa má um ýmsar aðrar frumbyggjabyggðir, þó tíminn væri ef til vill annar.UPPBYGGING Í UPPHAFI Fyrstu árin var engin verslun í Kópavogi, fólkið þurfti að fara til Reykjavíkur til að sækja mjólk og salt í grautinn. Smám saman fór byggðin að taka á sig mynd og hreppurinn varð kaupstaður. Við tók að byggja skóla fyrir börnin, kirkjuna á holtinu, svo fóru að koma mjólkurbúðir, fiskbúðir og hverfisverslanir, það risu skúrar fyrir verkstæðin og skemmur fyrir fyrirtækin… þannig eitt af öðru varð bærinn til, félagsheimilið reis, sundlaugin, skólarnir í Austurbæ og Vesturbæ. Til urðu íþróttafélög, skátafélag, hjálparsveit, siglingaklúbbur, leikfélag, myndlistarskóli, kvöldskóli, kórar, rotary og lions, og svo mætti lengi telja. Þessum tíma í Kópavogi voru gerð ódauðleg skil í Kópavogsbragi Böðvars Guðlaugssonar sem Ríó Tríóið söng. Þar var meðal annars gert góðlátlegt grín að kvartkílómetralanga malbikaða spottanum sem var „svo mikið mjúkur“.FÓLKSFJÖLGUN OG MALBIK Líkt og sjá má á neðangreindri töflu fjölgaði fólkinu hratt fyrstu áratugina, margfaldaðist milli 1950 og 1960, árið 1970 voru íbúarnir orðnir meira en helmingi fleiri en 10 árum fyrr. En næstu tuttugu árin hægði á fjölgun, árið 1990 vorum við orðin rúmlega 16 þúsund talsins. En upp úr 1990 var sprenging og á aldamótaárinu 2000 hafði íbúafjöldinn nær tvöfaldast, kominn í tæplega 24 þúsund manns. Byggðin breiddist út, hætti að snúast um Kópavogshálsinn og byrjaði að teygja sig upp um holt og hæðir, alla leið upp á Vatnsenda.ÁrÍbúafjöldi19501.64719606.213197011.165198013.819199016.186200023.518201030.357 Á fyrstu áratugum í lífi Kópavogs hafði bærinn ef til vill fáar malbikaðar götur en hann hafði þá ímynd að vera bær barna, samhjálpar og velferðar. Fólkið, þarfir þess, barna sem annarra voru látnar ganga fyrir. Svo breyttist það. Göturnar voru malbikaðar, vinum mínum fannst og finnst jafn erfitt að rata en maður lifandi, það er mikið malbik í Kópavogi. Á sama tíma og aukin krafa um vistvænt og grænt umhverfi fór að heyrast í samfélaginu var ráðist í gríðarlega úthlutun lóða til íbúða og atvinnuhúsnæðis í Kópavogi þar sem háreistir turnar fengu að spretta óáreittir, byggð leyfð við viðkvæma vatnsbakka, mikið land lagt undir stofnæðar og brautir og til urðu stór aðskilin úthverfi sem dreifast yfir gríðarlegt landflæmi. Áfram var keyrt þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa, m.a. gegn uppbyggingu á Kársnesi, skipulagi á Nónhæð, háreystri byggð á Lundarsvæði, svo nokkur dæmi séu nefnd. Nú er mál að linni. Framundan en gríðarlegt verkefni fyrir bæjaryfirvöld í Kópavogi að fanga bæjarstæðið og gera allt sem hægt er að gera til að búa til samstæða byggð fremur en aðskilin úthverfi líkt og nú. Það verður að finna límið í „Nýjan Kópavog“ og það verður best sótt í brunn mannlífsins sjálfs. Hér eftir verður að leita jafnvægis milli allra þeirra þátta sem einkenna þurfa mannvænleg og framsækin samfélög; jafnvægi milli uppbyggingar, umhverfis, menningar og skipulags.KÓPAVOGUR SEXTUGUR Kópavogsbær verður sextugur á næsta ári. Alla tíð hafa bæinn byggt „innflytjendur“ – fyrst alls konar fólk úr Reykjavík og utan að landi sem ekki hafði efni á að byggja annars staðar. Í dag er bærinn líka fullur af „innflytjendum“ – alls staðar að og við hefur bæst fjölbreyttur hópur fólks alls staðar að úr heiminum. Við erum 32 þúsund talsins og við erum öll Kópavogsbúar.STEFNA SAMFYLKINGARINNAR Skipulagsmál eru rammpólitísk og það er mikill munur á skipulagi þar sem félagshyggja og íbúar eru í fyrirrúmi og frjálshyggju þar sem verktakar og landeigendur fá ráðið öllu. Samfylkingin í Kópavogi vill gera skipulag og umhverfi Kópavogs að forgangsmáli á komandi kjörtímabili . Framtíðarsýn okkar er að höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem ein heild, sem eitt búsetusvæði og atvinnumarkaður, svæði með sameiginlegar náttúruperlur, auðlindir og almenningssamgöngukerfi. Gríðarleg þörf er á betri, vistvænni samgöngutengingum við önnur sveitarfélög, m.a. með göngubrú yfir Fossvog og að stofnæðar sem í dag kljúfa Kópavog, verði settar í stokk. Á næstu fjórum árum viljum við auka verulega ferðir strætó, endurhanna götur þar sem hjólandi og gangandi fólk verður sett í forgang, þróa núverandi atvinnu- og íbúasvæði út frá vistvænum forsendum og byggja upp útivistarsvæði í öllum hverfum Kópavogs, svo fátt eitt sé nefnt. Allar okkar fjölmörgu tillögur má finna á www.betrikopavogur.is.SKIPULAG ER SPENNANDI VERKEFNI Skipulag lands Kópavogs er spennandi verkefni. Í landinu okkar eru mörg svæði þar sem hægt er að þróa byggð þannig að stutt verði fyrir íbúa í almenningssamgöngur, þjónustu, verslun, skóla og útivistarsvæði. Heildstæð sterk byggð, þar sem sérstaða bæjarins, hvers hverfis, hvers íbúa fær notið sín er sýn Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Við sem fædd erum og uppalin í Kópavogi á seinni hluta síðustu aldar þekkjum flest sögur af frumbyggjum hreppsins og sum okkar eru börn þeirra eða barnabörn. Frumbyggjarnir bókstaflega ruddu jörðina, grófu grunna og reistu hús oft löngu áður en vegur var lagður heim að húsi. Hér var hægt að fá land fyrir lítið, hingað flutti fólk sem ekki naut náðar í bönkunum og byggði sín heimili með hjálp góðra vina og á eigin dugnaði og vilja til að eignast þak yfir höfuðið. Þau voru landnámsmenn og lýsingar alls ekki ólíkar þeim sem lesa má um ýmsar aðrar frumbyggjabyggðir, þó tíminn væri ef til vill annar.UPPBYGGING Í UPPHAFI Fyrstu árin var engin verslun í Kópavogi, fólkið þurfti að fara til Reykjavíkur til að sækja mjólk og salt í grautinn. Smám saman fór byggðin að taka á sig mynd og hreppurinn varð kaupstaður. Við tók að byggja skóla fyrir börnin, kirkjuna á holtinu, svo fóru að koma mjólkurbúðir, fiskbúðir og hverfisverslanir, það risu skúrar fyrir verkstæðin og skemmur fyrir fyrirtækin… þannig eitt af öðru varð bærinn til, félagsheimilið reis, sundlaugin, skólarnir í Austurbæ og Vesturbæ. Til urðu íþróttafélög, skátafélag, hjálparsveit, siglingaklúbbur, leikfélag, myndlistarskóli, kvöldskóli, kórar, rotary og lions, og svo mætti lengi telja. Þessum tíma í Kópavogi voru gerð ódauðleg skil í Kópavogsbragi Böðvars Guðlaugssonar sem Ríó Tríóið söng. Þar var meðal annars gert góðlátlegt grín að kvartkílómetralanga malbikaða spottanum sem var „svo mikið mjúkur“.FÓLKSFJÖLGUN OG MALBIK Líkt og sjá má á neðangreindri töflu fjölgaði fólkinu hratt fyrstu áratugina, margfaldaðist milli 1950 og 1960, árið 1970 voru íbúarnir orðnir meira en helmingi fleiri en 10 árum fyrr. En næstu tuttugu árin hægði á fjölgun, árið 1990 vorum við orðin rúmlega 16 þúsund talsins. En upp úr 1990 var sprenging og á aldamótaárinu 2000 hafði íbúafjöldinn nær tvöfaldast, kominn í tæplega 24 þúsund manns. Byggðin breiddist út, hætti að snúast um Kópavogshálsinn og byrjaði að teygja sig upp um holt og hæðir, alla leið upp á Vatnsenda.ÁrÍbúafjöldi19501.64719606.213197011.165198013.819199016.186200023.518201030.357 Á fyrstu áratugum í lífi Kópavogs hafði bærinn ef til vill fáar malbikaðar götur en hann hafði þá ímynd að vera bær barna, samhjálpar og velferðar. Fólkið, þarfir þess, barna sem annarra voru látnar ganga fyrir. Svo breyttist það. Göturnar voru malbikaðar, vinum mínum fannst og finnst jafn erfitt að rata en maður lifandi, það er mikið malbik í Kópavogi. Á sama tíma og aukin krafa um vistvænt og grænt umhverfi fór að heyrast í samfélaginu var ráðist í gríðarlega úthlutun lóða til íbúða og atvinnuhúsnæðis í Kópavogi þar sem háreistir turnar fengu að spretta óáreittir, byggð leyfð við viðkvæma vatnsbakka, mikið land lagt undir stofnæðar og brautir og til urðu stór aðskilin úthverfi sem dreifast yfir gríðarlegt landflæmi. Áfram var keyrt þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa, m.a. gegn uppbyggingu á Kársnesi, skipulagi á Nónhæð, háreystri byggð á Lundarsvæði, svo nokkur dæmi séu nefnd. Nú er mál að linni. Framundan en gríðarlegt verkefni fyrir bæjaryfirvöld í Kópavogi að fanga bæjarstæðið og gera allt sem hægt er að gera til að búa til samstæða byggð fremur en aðskilin úthverfi líkt og nú. Það verður að finna límið í „Nýjan Kópavog“ og það verður best sótt í brunn mannlífsins sjálfs. Hér eftir verður að leita jafnvægis milli allra þeirra þátta sem einkenna þurfa mannvænleg og framsækin samfélög; jafnvægi milli uppbyggingar, umhverfis, menningar og skipulags.KÓPAVOGUR SEXTUGUR Kópavogsbær verður sextugur á næsta ári. Alla tíð hafa bæinn byggt „innflytjendur“ – fyrst alls konar fólk úr Reykjavík og utan að landi sem ekki hafði efni á að byggja annars staðar. Í dag er bærinn líka fullur af „innflytjendum“ – alls staðar að og við hefur bæst fjölbreyttur hópur fólks alls staðar að úr heiminum. Við erum 32 þúsund talsins og við erum öll Kópavogsbúar.STEFNA SAMFYLKINGARINNAR Skipulagsmál eru rammpólitísk og það er mikill munur á skipulagi þar sem félagshyggja og íbúar eru í fyrirrúmi og frjálshyggju þar sem verktakar og landeigendur fá ráðið öllu. Samfylkingin í Kópavogi vill gera skipulag og umhverfi Kópavogs að forgangsmáli á komandi kjörtímabili . Framtíðarsýn okkar er að höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem ein heild, sem eitt búsetusvæði og atvinnumarkaður, svæði með sameiginlegar náttúruperlur, auðlindir og almenningssamgöngukerfi. Gríðarleg þörf er á betri, vistvænni samgöngutengingum við önnur sveitarfélög, m.a. með göngubrú yfir Fossvog og að stofnæðar sem í dag kljúfa Kópavog, verði settar í stokk. Á næstu fjórum árum viljum við auka verulega ferðir strætó, endurhanna götur þar sem hjólandi og gangandi fólk verður sett í forgang, þróa núverandi atvinnu- og íbúasvæði út frá vistvænum forsendum og byggja upp útivistarsvæði í öllum hverfum Kópavogs, svo fátt eitt sé nefnt. Allar okkar fjölmörgu tillögur má finna á www.betrikopavogur.is.SKIPULAG ER SPENNANDI VERKEFNI Skipulag lands Kópavogs er spennandi verkefni. Í landinu okkar eru mörg svæði þar sem hægt er að þróa byggð þannig að stutt verði fyrir íbúa í almenningssamgöngur, þjónustu, verslun, skóla og útivistarsvæði. Heildstæð sterk byggð, þar sem sérstaða bæjarins, hvers hverfis, hvers íbúa fær notið sín er sýn Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun