Hjördís Svan dæmd í eins og hálfs árs fangelsi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2014 11:10 Hjördís hefur setið í þrjá mánuði í gæsluvarðhaldi. Hún nýtur stuðnings hóps kvenna sem hafa verið í sömu aðstæðum og hún og berjast við danskt réttarkerfi vegna forræðis barna sinna. Réttarhöldum yfir Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur vegna brots á umgengisrétti yfir börnum sínum þremur og ólöglegs brottnáms til Íslands lauk í dag. Hún hefur verið dæmd í eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins sem staddur er í salnum. Ekki er vitað enn hvort áfrýjað verði í málinu. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens frá því í byrjun febrúar eða í rúma þrjá mánuði. Mikið hefur verið fjallað um málið í dagblöðum í Danmörku og hefur verið meðal annars bent á að lengd varðhaldsins sé eitt það lengsta sem sögur fara af vegna mála sem þessa. Einnig hefur skapast mikil umræða þar ytra um veikan rétt mæðra með erlendan bakgrunn gagnvart dönsku réttarkerfi í forræðismálum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen. Hann fer með forsjá barnanna samkvæmt úrskurði þarlendra yfirvalda. Hjördís hafði við börnin umgengisrétt en virti ekki að skila þeim aftur til föður síns í ágúst á síðasta ári. Þess í stað flaug hún með börnin til Noregs og flaug þaðan með börnin hingað til lands. Hjördís hefur sagt fyrir rétti að hún flúði með börnin vegna ofbeldis sem faðir þeirra beitir þau. Hún hefur einnig sagt að hún vilji frekar sitja í gæsluvarðhaldi vitandi að börnin hennar séu örugg á Íslandi hjá fjölskyldu hennar, en að þau séu hjá föður sínum. Vinkona Hjördísar og leikskólakennari yngstu dótturinnar hafa borið vitni í málinu og sagt að börnin hafi kvartað undan ofbeldi föðursins. Í síðasta mánuði vann Kim Laursen mál gegn Hjördísi í Héraðsdómi Reykjavíkur og var dæmt að hann fengi dætur þeirra þrjár afhentar á næstu vikum. Dómnum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar. Í Horsens rannsakar lögreglan þrjú mál gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum, samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Hjördísar í Danmörku. Það hafa þó ekki verið lagðar fram ákærur. Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress. 10. maí 2014 10:40 Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Réttarhöldum yfir Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur vegna brots á umgengisrétti yfir börnum sínum þremur og ólöglegs brottnáms til Íslands lauk í dag. Hún hefur verið dæmd í eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins sem staddur er í salnum. Ekki er vitað enn hvort áfrýjað verði í málinu. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens frá því í byrjun febrúar eða í rúma þrjá mánuði. Mikið hefur verið fjallað um málið í dagblöðum í Danmörku og hefur verið meðal annars bent á að lengd varðhaldsins sé eitt það lengsta sem sögur fara af vegna mála sem þessa. Einnig hefur skapast mikil umræða þar ytra um veikan rétt mæðra með erlendan bakgrunn gagnvart dönsku réttarkerfi í forræðismálum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen. Hann fer með forsjá barnanna samkvæmt úrskurði þarlendra yfirvalda. Hjördís hafði við börnin umgengisrétt en virti ekki að skila þeim aftur til föður síns í ágúst á síðasta ári. Þess í stað flaug hún með börnin til Noregs og flaug þaðan með börnin hingað til lands. Hjördís hefur sagt fyrir rétti að hún flúði með börnin vegna ofbeldis sem faðir þeirra beitir þau. Hún hefur einnig sagt að hún vilji frekar sitja í gæsluvarðhaldi vitandi að börnin hennar séu örugg á Íslandi hjá fjölskyldu hennar, en að þau séu hjá föður sínum. Vinkona Hjördísar og leikskólakennari yngstu dótturinnar hafa borið vitni í málinu og sagt að börnin hafi kvartað undan ofbeldi föðursins. Í síðasta mánuði vann Kim Laursen mál gegn Hjördísi í Héraðsdómi Reykjavíkur og var dæmt að hann fengi dætur þeirra þrjár afhentar á næstu vikum. Dómnum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar. Í Horsens rannsakar lögreglan þrjú mál gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum, samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Hjördísar í Danmörku. Það hafa þó ekki verið lagðar fram ákærur.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress. 10. maí 2014 10:40 Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00
Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13
Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress. 10. maí 2014 10:40
Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30
Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00
Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00