Utanríkisráðherra Þjóðverja, Frank-Walter Steinmeier er væntanlegur til Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu í dag til þess að freista þess að finna leiðir til að leysa deilurnar í landinu.
Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins lýstu því yfir í gær að austurhéruðin Donetsk og Luhansk væru nú sjálfstæðar einingar sem hefðu það að markmiði að gerast hluti af Rússlandi. Yfirlýsingar um þetta komu í kjölfar atkvæðagreiðslu sem haldin var í héruðunum á sunnudag þar sem kosið var um aukna sjálfstjórn. Stjórnvöld í Kænugarði og ríkisstjórnir vesturlanda hafa einróma sagt að kosningarnar hafi verið markleysa.
