Tónlist

Allt úrskeiðis á tónleikaferðalagi

Morrissey
Morrissey Vísir/Getty
Það er óhætt að segja að tónleikaferðalag söngvarans úr hljómsveitinni The Smiths, Morrissey, hefur ekki farið samkvæmt áætlun. Morrissey fór í tónleikaferðalagið til að kynna nýjustu breiðskífu sína, World Peace Is None Of Your Business, en platan er væntanleg þann fimmtánda júlí næstkomandi.

Morrissey hóf ferðalagið með tónleikum í San Jose, þar sem hann þurfti að yfirgefa sviðið um stund þegar æstir aðdáendur komust upp á sviðið og vildu faðma hann, en faðmlögin gengu fulllangt.

Síðan þurfti hann að fresta, og síðar hætta við, tónleika í Atlanta, Atlantic City, Baltimore og Washington DC vegna vírussýkingar sem hann fékk í lungun.

Nú síðast tilkynntu talsmenn söngvarans að hann myndi hætta við tónleikaferðalagið í heild sinni vegna heilsufarsvanda, en tilkynning var á Facebook-síðu söngvarans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×