Lífið

Áslaug í viðtali við Elle

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Fyrirtæki Áslaugar þykir góð viðbót á markaðinn.
Fyrirtæki Áslaugar þykir góð viðbót á markaðinn. Mynd/Robert Caplin
Athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir er í viðtali við vefsíðu tískuritins Elle, Elle.com. Greinin ber yfirskriftina „Nú gera allir átt sinn eigin klæðskera" og fjallar um fyrirtæki Áslaugar, Tinker Tailor. 

Fyrirtækið er einskonar klæðskeraþjónusta á netinu þar sem hægt er að sérsníða og panta fatnað frá hönnuðum á borð við Preen, Vivianne Westwood og Alberta Ferretti. Eins býður síðan upp á þá þjónustu að bú til sína eigin flík. 

Áslaug fékk hugmyndina að fyrirtækinu er hana dreymdi um hinn fullkomna fataskáp. En með tilkomu síðunnar getur hver sem er sérsniðið á sig pils, bol eða kjól. 

„Margar konur dreymir um að búa til draumakjólinn, pilsið og bolinn en vita ekki hevrnig eða hvar. Þar kemur "gerðu þitt eigið"-hluti síðunnar sterkur inn og leysir málið," segir Áslaug.

Blaðakona Elle.com er yfir sig hrifin af síðunni og Áslaugu, en hún segist hafa fylgst lengi með athafnakonunni sem stofnaði tískufyrirtækið vinsæla Moda Operandi fyrir nokkrum árum og er áhrifamikil innan tískuheimsins. 

Einnig stofnaði Áslaug á dögunum Scandinavian Fashion Council sem á að koma norrænum fatamerkjum á framfæri vestanhafs ásamt Connie Morgan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×