Fiskeldið styrkir byggðaþróun á Vestfjörðum Haraldur Guðmundsson skrifar 11. júní 2014 10:47 Mannfjöldi í Vesturbyggð og Tálknafirði er í dag 1.246 íbúar og hefur fjölgað um 60 íbúa eða 5% frá árinu 2012 en þá var íbúafjöldinn kominn niður í 1.186. Ef spár ganga eftir verður fiskeldið á suðurfjörðunum mjög umfangsmikið á tiltölulega skömmum tíma. Vinnsla á afurðum frá eldinu verður mikil og þörf á auknum mannafla við vinnslu á afurðum. Sumar sjávarbyggðirnar eiga því nokkur atvinnutækifæri inni í fiskeldi sem eru handan við hornið, t.d. á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Reikna má fastlega með að þróun íbúafjölda á suðurfjörðunum verði afar jákvæð á næstu árum. Á Bíldudal er næg atvinna en miklar breytingar eru fram undan í atvinnulífinu á staðnum. Unnið er að undirbúningi á umfangsmiklu laxeldi sem gæti skapað 150 störf þegar fram í sækir. Viðfangsefnið þar er að búa samfélagið undir að taka á móti svo stóru fyrirtæki þannig að þróunin verði farsæl fyrir byggðarlagið. Á Tálknafirði er stærsta atvinnugreinin sjávarútvegur og vinnsla en umsvifin í fiskeldi hvers konar fara vaxandi. Á staðnum eru starfandi tvær seiðaeldisstöðvar, önnur í eigu Dýrfisks og hin í eigu Arnarlax. Einnig rekur Tungusilungur landeldi og reykhús, Fjarðalax er með útibú á staðnum sem þjónustar laxeldi sem er í firðinum og í Tálknafirði er vísir að þorskeldi. Patreksfjörður er kauptúnið í Vesturbyggð sem stendur við samnefndan fjörð, syðstan fjarða á Vestfjörðum. Íbúar hafa afkomu sína af sjávarútvegi, fiskvinnslu og fiskeldi sem og þjónustu við nágrannasveitir og ferðamenn. Fjarðalax er með laxeldi í firðinum og vinnslu á laxi í kauptúninu. Uppbygging á suðurfjörðunum byggist í vaxandi mæli á fiskeldi og ferðaþjónustu sem styðja hvort annað. Þar má meðal annars nefna nýtt heilsárshótel á Patreksfirði, vinnslu og flutning á fiski frá Patreksfirði, uppbyggingu seiðaeldisstöðvar Dýrfisks í Norður-Botni í Tálknafirði og seiðaeldisstöðvar Arnarlax á Gileyri við Tálknafjörð, flutning á seiðum frá Tálknafirði í aðra firði, útsetningu 250.000 seiða á þessu vori hjá Arnarlaxi og fyrirhugaða byggingu á 3.000 til 4.000 fermetra vinnsluhúsi á Bíldudal. Reikna má með að slátrað verði 3.500 tonnum af laxi í ár á suðurfjarðasvæðinu. Framleiðsla á laxfiskum mun fljótlega tvöfaldast á suðurfjörðunum og gera má ráð fyrir að fljótlega skapist enn meiri verðmæti í fiskeldi eða allt að þrjár milljónir króna á hvert mannsbarn á suðurfjörðum Vestfjarða. Mikil samgöngubót er að nýrri Breiðafjarðarferju, Baldri, sem kom til Stykkishólms í apríl sl. Við komu ferjunnar tvöfaldast rými fyrir bíla, en nýja skipið tekur 45-50 bíla og um 300 farþega. Þörfin fyrir stærri ferju var orðin brýn enda hafa flutningar frá suðurfjörðunum aukist mikið með auknu fiskeldi og aukinni vinnslu ferskra sjávarafurða til útflutnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mannfjöldi í Vesturbyggð og Tálknafirði er í dag 1.246 íbúar og hefur fjölgað um 60 íbúa eða 5% frá árinu 2012 en þá var íbúafjöldinn kominn niður í 1.186. Ef spár ganga eftir verður fiskeldið á suðurfjörðunum mjög umfangsmikið á tiltölulega skömmum tíma. Vinnsla á afurðum frá eldinu verður mikil og þörf á auknum mannafla við vinnslu á afurðum. Sumar sjávarbyggðirnar eiga því nokkur atvinnutækifæri inni í fiskeldi sem eru handan við hornið, t.d. á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Reikna má fastlega með að þróun íbúafjölda á suðurfjörðunum verði afar jákvæð á næstu árum. Á Bíldudal er næg atvinna en miklar breytingar eru fram undan í atvinnulífinu á staðnum. Unnið er að undirbúningi á umfangsmiklu laxeldi sem gæti skapað 150 störf þegar fram í sækir. Viðfangsefnið þar er að búa samfélagið undir að taka á móti svo stóru fyrirtæki þannig að þróunin verði farsæl fyrir byggðarlagið. Á Tálknafirði er stærsta atvinnugreinin sjávarútvegur og vinnsla en umsvifin í fiskeldi hvers konar fara vaxandi. Á staðnum eru starfandi tvær seiðaeldisstöðvar, önnur í eigu Dýrfisks og hin í eigu Arnarlax. Einnig rekur Tungusilungur landeldi og reykhús, Fjarðalax er með útibú á staðnum sem þjónustar laxeldi sem er í firðinum og í Tálknafirði er vísir að þorskeldi. Patreksfjörður er kauptúnið í Vesturbyggð sem stendur við samnefndan fjörð, syðstan fjarða á Vestfjörðum. Íbúar hafa afkomu sína af sjávarútvegi, fiskvinnslu og fiskeldi sem og þjónustu við nágrannasveitir og ferðamenn. Fjarðalax er með laxeldi í firðinum og vinnslu á laxi í kauptúninu. Uppbygging á suðurfjörðunum byggist í vaxandi mæli á fiskeldi og ferðaþjónustu sem styðja hvort annað. Þar má meðal annars nefna nýtt heilsárshótel á Patreksfirði, vinnslu og flutning á fiski frá Patreksfirði, uppbyggingu seiðaeldisstöðvar Dýrfisks í Norður-Botni í Tálknafirði og seiðaeldisstöðvar Arnarlax á Gileyri við Tálknafjörð, flutning á seiðum frá Tálknafirði í aðra firði, útsetningu 250.000 seiða á þessu vori hjá Arnarlaxi og fyrirhugaða byggingu á 3.000 til 4.000 fermetra vinnsluhúsi á Bíldudal. Reikna má með að slátrað verði 3.500 tonnum af laxi í ár á suðurfjarðasvæðinu. Framleiðsla á laxfiskum mun fljótlega tvöfaldast á suðurfjörðunum og gera má ráð fyrir að fljótlega skapist enn meiri verðmæti í fiskeldi eða allt að þrjár milljónir króna á hvert mannsbarn á suðurfjörðum Vestfjarða. Mikil samgöngubót er að nýrri Breiðafjarðarferju, Baldri, sem kom til Stykkishólms í apríl sl. Við komu ferjunnar tvöfaldast rými fyrir bíla, en nýja skipið tekur 45-50 bíla og um 300 farþega. Þörfin fyrir stærri ferju var orðin brýn enda hafa flutningar frá suðurfjörðunum aukist mikið með auknu fiskeldi og aukinni vinnslu ferskra sjávarafurða til útflutnings.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun