Spurs valtaði yfir Miami Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. júní 2014 08:00 Tim Duncan í leiknum í nótt. Vísir/Getty San Antonio Spurs er komið 2-1 yfir gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur í þriðja leiknum á heimavelli Miami í nótt, 111-92. Góður fyrsti leikhluti grundvallaði sigur Spurs en gestirnir settu alls 41 stig í fyrsta leikhluta og voru komnir með 16 stiga forskot strax í upphafi leiks. Leikmönnum Heat gekk illa að stöðva Kawhi Leonard í fyrsta leikhluta en hann hitti úr öllum fimm skotum sínum sem skilaði alls 16 stigum. Leonard átti góðan leik heilt yfir eftir að hafa lítið sést í fyrstu tveimur leikjum seríunnar. Spurs var yfir 71-50 eftir tvo leikhluta en liðið hitti úr 76% skota sinna í fyrri hálfleik leiksins sem er met í úrslitum NBA-deildarinnar. Miami náði loksins að stilla varnarleikinn af í þriðja leikhluta en holan var ansi djúp sem þeir þurftu að vinna sig úr. Miami náði að minnka muninn í sjö stig um tíma í þriðja leikhluta en þá settu leikmenn Spurs aftur í gírinn. Gestirnir frá San Antonio náðu öruggu forskoti aftur í fjórða leikhluta og sigldu að lokum sigrinum örugglega heim. Sterkur sigur sem tryggir Spurs liðinu heimaleikjaréttinn á ný eftir að hafa misst hann í síðasta leik. Leonard var atkvæðamestur í liði Spurs með 29 stig sem er hæsta stigaskor hans á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá voru bakverðirnir Tony Parker og Danny Green öflugir með 15 stig hvor og Tim Duncan bætti við öðrum 14. Í liði Miami voru það LeBron James og Dwyane Wade sem fóru fyrir liðinu að vanda með 22 stig en liðið þarf meira frá öðrum leikmönnum. Eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik sást lítið til Chris Bosh í leiknum og Mario Chalmers hefur einfaldlega verið út á túni í þessari úrslitaseríu.Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn og hefst klukkan 01.00 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Kawhi Leonard treður yfir fuglamanninn.Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23 Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30 Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35 Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
San Antonio Spurs er komið 2-1 yfir gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur í þriðja leiknum á heimavelli Miami í nótt, 111-92. Góður fyrsti leikhluti grundvallaði sigur Spurs en gestirnir settu alls 41 stig í fyrsta leikhluta og voru komnir með 16 stiga forskot strax í upphafi leiks. Leikmönnum Heat gekk illa að stöðva Kawhi Leonard í fyrsta leikhluta en hann hitti úr öllum fimm skotum sínum sem skilaði alls 16 stigum. Leonard átti góðan leik heilt yfir eftir að hafa lítið sést í fyrstu tveimur leikjum seríunnar. Spurs var yfir 71-50 eftir tvo leikhluta en liðið hitti úr 76% skota sinna í fyrri hálfleik leiksins sem er met í úrslitum NBA-deildarinnar. Miami náði loksins að stilla varnarleikinn af í þriðja leikhluta en holan var ansi djúp sem þeir þurftu að vinna sig úr. Miami náði að minnka muninn í sjö stig um tíma í þriðja leikhluta en þá settu leikmenn Spurs aftur í gírinn. Gestirnir frá San Antonio náðu öruggu forskoti aftur í fjórða leikhluta og sigldu að lokum sigrinum örugglega heim. Sterkur sigur sem tryggir Spurs liðinu heimaleikjaréttinn á ný eftir að hafa misst hann í síðasta leik. Leonard var atkvæðamestur í liði Spurs með 29 stig sem er hæsta stigaskor hans á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá voru bakverðirnir Tony Parker og Danny Green öflugir með 15 stig hvor og Tim Duncan bætti við öðrum 14. Í liði Miami voru það LeBron James og Dwyane Wade sem fóru fyrir liðinu að vanda með 22 stig en liðið þarf meira frá öðrum leikmönnum. Eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik sást lítið til Chris Bosh í leiknum og Mario Chalmers hefur einfaldlega verið út á túni í þessari úrslitaseríu.Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn og hefst klukkan 01.00 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Kawhi Leonard treður yfir fuglamanninn.Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23 Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30 Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35 Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
San Antonio vann fyrsta leikinn Spurs komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat. 6. júní 2014 07:23
Wade sektaður fyrir leikaraskap Dwyane Wade fékk sekt fyrir leikaraskap í leik tvö í úrslitum NBA-deildarinnar á sunnudaginn. 10. júní 2014 09:30
Miami jafnaði metin LeBron James skoraði 35 stig og tók tíu fráköst þegar Miami Heat jafnaði metin í úrslitum NBA-deildarinnar með tveggja stiga sigri, 98-96, á San Antonio Spurs á útivelli. 9. júní 2014 10:35
Duncan jafnaði við Magic Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 9. júní 2014 12:13