Kína nær og fjær Einar Benediktsson skrifar 11. júní 2014 07:00 Bankahrunið 2008 og alþjóðlega efnahagskreppan hafa leitt til stjórnmálaviðbragða sem sumpart áttu ekki að koma á óvart. Árinni kennir illur ræðari, segir máltækið og það má herma á Grikki. Þeir kenna Evrópusambandinu og Myntbandalaginu um ófarir sem stafa af lélegri hagstjórn þeirra sjálfra. En útlendingahatur, eins og hjá UKIP-flokknum breska, hefur illu heilli sprottið upp þegar aðfluttum útlendingum er kennt um atvinnuleysi. Alveg séríslensk útgáfa af stefnumörkun eftir Hrunið, var sá boðskapur þeirra forseta landsins og þáverandi utanríkisráðherra, að Íslendingar ættu að setja hald sitt og traust á Alþýðulýðveldið Kína. Gerð fríverslunarsamnings við Kína, aðalstoð svokallaðrar Asíugáttar, átti að opna nýja viðskiptamöguleika sem skipti máli. Þetta er fjarri lagi. Sjávarafurðir og flugþjónusta, uppistaða útflutnings vara og þjónustu, beinist eðlilega til nálægra hátekjumarkaða beggja vegna Atlantshafs. Þar vantar herslumuninn á fullkomið viðskiptafrelsi, sem fæst með aðild að Evrópusambandinu og þátttöku í fríverslunarsvæði þess og Bandaríkjanna sem samið er um. Þakkarverð er sú áminning Hjörleifs Sveinbjörnssonar, kunnáttumanns um málefni Kína, í Fréttablaðinu 4. júní, að fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar í Peking fyrir 25 árum séu óuppgert voðaverk. Kínverski kommúnistaflokkurinn, allsráðandi í landinu, hefur aldrei viðurkennt þann glæp sem þá var framinn. Amnesty staðreynir að andófsmenn hafi verið látnir sæta varðhaldi í aðdraganda tímamótanna 4. júní 1989 – 2014. Því fer mjög fjarri að mannréttindi þar nálgist það sem er frumréttur Íslendinga og allra sem búa við lýðfrelsi. Nægir þar að benda á harða ritskoðun með fjölmiðlum sem áróðursdeild kommúnistaflokksins hefur með höndum. Var það ekki úr þeim starfsvettvangi sem við fengum skáldið Huang Nubo, auðmann og fjárfesti, áhugasaman sem landgreifa að Grímsstöðum? Á hinum óheppilegasta tíma er hafin bygging sameiginlegrar norðurljósastofnunar Íslands og Kína í Norðurþingi og efnt til málþings með þeim um norðurslóðamál. Leynd virðist hvíla yfir athugunum fyrir stórhöfn og atvinnurekstur í Finnafirði.Samfallandi hagsmunir Sá tími er kominn að líta beri á Rússa og Kínverja, á ný vinaríki, sem bandamenn í lengri tíma áætlun um yfirráð á Norðurslóðum og í framhaldinu á Norður-Atlantshafi. Af ýmsum ástæðum eru hagsmunir þeirra samfallandi og nýgerður samningur um sölu til Kína á gríðarlegu magni rússnesks jarðgass til 30 ára, staðfestir nána samvinnu. Bæði ríkin hafa þegar gripið til fjandsamlegra aðgerða gegn Evrópulöndum og Bandaríkjunum; í Úkraínu annars vegar og hins vegar með yfirtroðslu Kínverja í Suður-Kínahafi við Filippseyjar og Víetnam. Í Kínahafi eru Kínverjar greinilega að kanna viðbrögð Bandaríkjamanna sem eru bundnir samningum við Japani og Filippseyinga um varnir. Eru Bandaríkjamenn svo fullsaddir af stríðsaðgerðum eftir Írak og Afganistan, að þeir skeyta ekki deilum út af skerjagörðum, smáeyjum og tengdu hafsvæði, og láti þetta afskiptalaust? Það kann að vera. Á hinn bóginn er staðreyndin sú, að Bandaríkjamenn hafa verið seinteknir til stríðsaðgerða, eins og í Evrópustórstyrjöldum 20. aldarinnar, en höfðu þá úthald til að ná sigri. Þannig gæti yfirgangur Kínverja við grannríkin reynst þeim þau afdrifaríku mistök að hafa unnið sýndarsigra en tapað lokauppgjöri. Þetta mikla traust Íslendinga á friðarást og samstarfsvilja Kínverja á sér að virðist helst sögulega hliðstæðu í samskiptum þeirra við Indland. Pandit Nehru, stjórnmálaleiðtogi Indverja eftir að þeir hlutu sjálfstæði, dáðist mjög að framgangi byltingar kommúnista í Kína. Friðarstefna (e. appeasement) var mörkuð og tekið að hampa Kína í þeirri trú að þar með yrði tryggð vinátta þjóðanna. Þessi stefna reyndist Indverjum gagnslaus. Kínverjar hafa fyrr og síðar litið á Indland sem þann eina aðila sem gæti skákað þeim í Asíu og hafa því stefnt að einangrun þeirra í suðurhluta álfunnar. Vináttusamband við Íslendinga er fyrir Kínverja tæki til mikillar stöðu áhrifa og ábata, bæði varðandi siglingaleiðina sem senn opnast um Norðausturleiðina og nýtingu jarðefna og olíu í nágrenni við Ísland. Og hvað boðar bandalag þeirra og Rússa, sem nú eru að koma upp miklum hernaðarmætti á svæðinu? Herstöð á Íslandi væri stóri vinningurinn en henni fylgja sem fyrr veruleg yfirráð í Norður-Atlantshafi. Íslendingar verða nú sem aldrei fyrr að sýna frumkvæði um varnarsamstarf við Bandaríkin. Það snertir sameiginlegt varnarátak Norðurlandanna og Bandaríkjanna á norðurslóðum en þar hefur orðið sú heillavænlega þróun að Svíar og Finnar taka þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi sem borin er uppi af bandaríska flughernum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Bankahrunið 2008 og alþjóðlega efnahagskreppan hafa leitt til stjórnmálaviðbragða sem sumpart áttu ekki að koma á óvart. Árinni kennir illur ræðari, segir máltækið og það má herma á Grikki. Þeir kenna Evrópusambandinu og Myntbandalaginu um ófarir sem stafa af lélegri hagstjórn þeirra sjálfra. En útlendingahatur, eins og hjá UKIP-flokknum breska, hefur illu heilli sprottið upp þegar aðfluttum útlendingum er kennt um atvinnuleysi. Alveg séríslensk útgáfa af stefnumörkun eftir Hrunið, var sá boðskapur þeirra forseta landsins og þáverandi utanríkisráðherra, að Íslendingar ættu að setja hald sitt og traust á Alþýðulýðveldið Kína. Gerð fríverslunarsamnings við Kína, aðalstoð svokallaðrar Asíugáttar, átti að opna nýja viðskiptamöguleika sem skipti máli. Þetta er fjarri lagi. Sjávarafurðir og flugþjónusta, uppistaða útflutnings vara og þjónustu, beinist eðlilega til nálægra hátekjumarkaða beggja vegna Atlantshafs. Þar vantar herslumuninn á fullkomið viðskiptafrelsi, sem fæst með aðild að Evrópusambandinu og þátttöku í fríverslunarsvæði þess og Bandaríkjanna sem samið er um. Þakkarverð er sú áminning Hjörleifs Sveinbjörnssonar, kunnáttumanns um málefni Kína, í Fréttablaðinu 4. júní, að fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar í Peking fyrir 25 árum séu óuppgert voðaverk. Kínverski kommúnistaflokkurinn, allsráðandi í landinu, hefur aldrei viðurkennt þann glæp sem þá var framinn. Amnesty staðreynir að andófsmenn hafi verið látnir sæta varðhaldi í aðdraganda tímamótanna 4. júní 1989 – 2014. Því fer mjög fjarri að mannréttindi þar nálgist það sem er frumréttur Íslendinga og allra sem búa við lýðfrelsi. Nægir þar að benda á harða ritskoðun með fjölmiðlum sem áróðursdeild kommúnistaflokksins hefur með höndum. Var það ekki úr þeim starfsvettvangi sem við fengum skáldið Huang Nubo, auðmann og fjárfesti, áhugasaman sem landgreifa að Grímsstöðum? Á hinum óheppilegasta tíma er hafin bygging sameiginlegrar norðurljósastofnunar Íslands og Kína í Norðurþingi og efnt til málþings með þeim um norðurslóðamál. Leynd virðist hvíla yfir athugunum fyrir stórhöfn og atvinnurekstur í Finnafirði.Samfallandi hagsmunir Sá tími er kominn að líta beri á Rússa og Kínverja, á ný vinaríki, sem bandamenn í lengri tíma áætlun um yfirráð á Norðurslóðum og í framhaldinu á Norður-Atlantshafi. Af ýmsum ástæðum eru hagsmunir þeirra samfallandi og nýgerður samningur um sölu til Kína á gríðarlegu magni rússnesks jarðgass til 30 ára, staðfestir nána samvinnu. Bæði ríkin hafa þegar gripið til fjandsamlegra aðgerða gegn Evrópulöndum og Bandaríkjunum; í Úkraínu annars vegar og hins vegar með yfirtroðslu Kínverja í Suður-Kínahafi við Filippseyjar og Víetnam. Í Kínahafi eru Kínverjar greinilega að kanna viðbrögð Bandaríkjamanna sem eru bundnir samningum við Japani og Filippseyinga um varnir. Eru Bandaríkjamenn svo fullsaddir af stríðsaðgerðum eftir Írak og Afganistan, að þeir skeyta ekki deilum út af skerjagörðum, smáeyjum og tengdu hafsvæði, og láti þetta afskiptalaust? Það kann að vera. Á hinn bóginn er staðreyndin sú, að Bandaríkjamenn hafa verið seinteknir til stríðsaðgerða, eins og í Evrópustórstyrjöldum 20. aldarinnar, en höfðu þá úthald til að ná sigri. Þannig gæti yfirgangur Kínverja við grannríkin reynst þeim þau afdrifaríku mistök að hafa unnið sýndarsigra en tapað lokauppgjöri. Þetta mikla traust Íslendinga á friðarást og samstarfsvilja Kínverja á sér að virðist helst sögulega hliðstæðu í samskiptum þeirra við Indland. Pandit Nehru, stjórnmálaleiðtogi Indverja eftir að þeir hlutu sjálfstæði, dáðist mjög að framgangi byltingar kommúnista í Kína. Friðarstefna (e. appeasement) var mörkuð og tekið að hampa Kína í þeirri trú að þar með yrði tryggð vinátta þjóðanna. Þessi stefna reyndist Indverjum gagnslaus. Kínverjar hafa fyrr og síðar litið á Indland sem þann eina aðila sem gæti skákað þeim í Asíu og hafa því stefnt að einangrun þeirra í suðurhluta álfunnar. Vináttusamband við Íslendinga er fyrir Kínverja tæki til mikillar stöðu áhrifa og ábata, bæði varðandi siglingaleiðina sem senn opnast um Norðausturleiðina og nýtingu jarðefna og olíu í nágrenni við Ísland. Og hvað boðar bandalag þeirra og Rússa, sem nú eru að koma upp miklum hernaðarmætti á svæðinu? Herstöð á Íslandi væri stóri vinningurinn en henni fylgja sem fyrr veruleg yfirráð í Norður-Atlantshafi. Íslendingar verða nú sem aldrei fyrr að sýna frumkvæði um varnarsamstarf við Bandaríkin. Það snertir sameiginlegt varnarátak Norðurlandanna og Bandaríkjanna á norðurslóðum en þar hefur orðið sú heillavænlega þróun að Svíar og Finnar taka þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi sem borin er uppi af bandaríska flughernum.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar