Handónýt ríkisstjórn? Ögmundur Jónasson skrifar 11. júní 2014 07:00 Þegar ég kom inn á þing um miðjan tíunda áratuginn minnist ég kröftugs málflutnings gegn kvótakerfinu. Með því væri verið að færa tilteknum aðilum eignarhald á sjávarauðlindinni. Framsalið væri augljósasta vísbending þessa auk veðsetningar á óveiddum afla. Þessu svöruðu verjendur kerfisins með því að vísa í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990 en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“Aðgangseyri að auðlindinni Nú líður og bíður. Haldið er áfram að veðsetja auðlindina og færist smám saman í vöxt að taka fjármuni sem þannig eru fengnir út úr sjávarútvegi og braska með á óskyldum sviðum. Á bak við fjármagnið var hins vegar engin verðmætasköpun í núinu. Þarna hófst ferill sem endaði í október 2008 með allsherjarhruni. En til að gera langa sögu stutta þá komu í tíð síðustu ríkisstjórnar fram tillögur um að krefja útgerðarfyrirtæki um talsverðan aðgangseyri að auðlindinni. Þessu var mótmælt af hálfu útgerðarfyrirtækja og bandamanna þeirra. Ég minnist fyrrverandi lagaprófessors sem hélt því blákalt fram að með gjaldtökunni væri gengið á eignarréttinn. Þrátt fyrir tilvitnaða grein fiskveiðistjórnunarlaga hefði myndast hefðarréttur til eignar. Hann yrði að virða! Gjaldtakan væri því óheimil. Í náttúruverndarlögum eru skýr ákvæði um heimildir til gjaldtöku. Bannað að rukka ferðamenn í eiginhagnaðarskyni. Engu að síður tíðkast það við Kerið í Grímsnesi. Þar eru teknir peningar af fólki þótt það stríði gegn landslögum og þúsund ára hefð. Ríkisstjórnin lætur þetta gott heita. Ferðamálaráðherrann hefur meira að segja sagt að rukkunin gangi prýðisvel! Þar með hefur ríkisstjórnin brugðist því grundvallarhlutverki sínu að verja fólk gegn ránsmönnum. Slík ríkisstjórn er handónýt. Hvers vegna þá spurningarmerkið í fyrirsögninni? Það er vegna þess að ríkisstjórnin er meðvirk í því að kvótavæða náttúru Íslands, skapa ránsmönnum hefðarrétt til tollheimtu. Þar með er hún landeigendum við Kerið ekki ónýt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Þegar ég kom inn á þing um miðjan tíunda áratuginn minnist ég kröftugs málflutnings gegn kvótakerfinu. Með því væri verið að færa tilteknum aðilum eignarhald á sjávarauðlindinni. Framsalið væri augljósasta vísbending þessa auk veðsetningar á óveiddum afla. Þessu svöruðu verjendur kerfisins með því að vísa í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990 en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“Aðgangseyri að auðlindinni Nú líður og bíður. Haldið er áfram að veðsetja auðlindina og færist smám saman í vöxt að taka fjármuni sem þannig eru fengnir út úr sjávarútvegi og braska með á óskyldum sviðum. Á bak við fjármagnið var hins vegar engin verðmætasköpun í núinu. Þarna hófst ferill sem endaði í október 2008 með allsherjarhruni. En til að gera langa sögu stutta þá komu í tíð síðustu ríkisstjórnar fram tillögur um að krefja útgerðarfyrirtæki um talsverðan aðgangseyri að auðlindinni. Þessu var mótmælt af hálfu útgerðarfyrirtækja og bandamanna þeirra. Ég minnist fyrrverandi lagaprófessors sem hélt því blákalt fram að með gjaldtökunni væri gengið á eignarréttinn. Þrátt fyrir tilvitnaða grein fiskveiðistjórnunarlaga hefði myndast hefðarréttur til eignar. Hann yrði að virða! Gjaldtakan væri því óheimil. Í náttúruverndarlögum eru skýr ákvæði um heimildir til gjaldtöku. Bannað að rukka ferðamenn í eiginhagnaðarskyni. Engu að síður tíðkast það við Kerið í Grímsnesi. Þar eru teknir peningar af fólki þótt það stríði gegn landslögum og þúsund ára hefð. Ríkisstjórnin lætur þetta gott heita. Ferðamálaráðherrann hefur meira að segja sagt að rukkunin gangi prýðisvel! Þar með hefur ríkisstjórnin brugðist því grundvallarhlutverki sínu að verja fólk gegn ránsmönnum. Slík ríkisstjórn er handónýt. Hvers vegna þá spurningarmerkið í fyrirsögninni? Það er vegna þess að ríkisstjórnin er meðvirk í því að kvótavæða náttúru Íslands, skapa ránsmönnum hefðarrétt til tollheimtu. Þar með er hún landeigendum við Kerið ekki ónýt.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar