Á að senda saksóknara „berhentan í hringinn“? Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. október 2014 19:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og dómsmálaráðherra segir að unnið sé að því að finna lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum með það fyrir augum að verkefni sem séu hjá sérstökum saksóknara spillist ekki, en framlög til embættisins hafa verið verulega skert. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stöðu sérstaks saksóknara í óndirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sextán starfsmönnum embættisins var sagt upp í síðustu viku en fjárheimildir þess eru verulega skertar í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í lögum um embættið kemur fram að það starfi tímabundið en þar segir: „Dómsmálaráðherra getur eftir 1. janúar 2011 lagt til, að fengnu áliti ríkissaksóknara, að embættið verði lagt niður. Skal hann þá leggja fyrir Alþingi frumvarp þess efnis.“ Þá hafa framlög til embættisins verið skert í fjárlögum síðustu tveggja ára. Dómsmálaráðherra sagði í svari við fyrirspurn Steingríms að unnið væri að breytingum á skipan ákæruvalds í landinu og lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum. „Ég get ekki annað en fullvissað háttvirtan þingmann um það að þessi vinna sem er yfirstandandi núna á að leiða til þess að sú vinna sem hefur verið unnin hjá sérstökum saksóknara og öðrum saksóknaraembættum spillist ekki heldur skili sem mestum árangri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Steingrímur fór yfir þau mál hjá sérstökum saksóknara sem eru til meðferðar hjá dómstólum, en innan skamms verður Al-Thani málið flutt í Hæstaréttari og þá er fjöldinn allur af málum sem bíða fyrirtöku eða aðalmeðferðar.Engin fækkun í „lögfræðingahirðinni“ til varnar „Er meiningin að senda sérstakan saksóknara berhentan í hringinn á móti þessum aðilum? Það er enginn niðurskurður hinum megin. Ég hef ekki orðið var við að það fækki í lögfræðingahirðinni sem er að takast á við sérstakan saksóknara fyrir dómstólum. Verðum við ekki að tryggja réttaröryggi í landinu m.a. með því að sjá til þess að saksóknari búi við sómasamleg starfskjör,“ sagði Steingrímur. „Það er algjör óþarfi fyrir háttvirtan þingmann að reyna að ala á einhverri tortryggni eða búa til æsing eða gefa í skyn að menn ætli að veikja réttarkerfið. Þvert á móti stendur til að styrkja fyrirkomulag ákæruvalds á Íslandi og þar verður að sjálfsögðu staða sérstaks saksóknara tekin með í reikninginn,“ sagði Sigmundur Davíð. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og dómsmálaráðherra segir að unnið sé að því að finna lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum með það fyrir augum að verkefni sem séu hjá sérstökum saksóknara spillist ekki, en framlög til embættisins hafa verið verulega skert. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stöðu sérstaks saksóknara í óndirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sextán starfsmönnum embættisins var sagt upp í síðustu viku en fjárheimildir þess eru verulega skertar í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í lögum um embættið kemur fram að það starfi tímabundið en þar segir: „Dómsmálaráðherra getur eftir 1. janúar 2011 lagt til, að fengnu áliti ríkissaksóknara, að embættið verði lagt niður. Skal hann þá leggja fyrir Alþingi frumvarp þess efnis.“ Þá hafa framlög til embættisins verið skert í fjárlögum síðustu tveggja ára. Dómsmálaráðherra sagði í svari við fyrirspurn Steingríms að unnið væri að breytingum á skipan ákæruvalds í landinu og lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum. „Ég get ekki annað en fullvissað háttvirtan þingmann um það að þessi vinna sem er yfirstandandi núna á að leiða til þess að sú vinna sem hefur verið unnin hjá sérstökum saksóknara og öðrum saksóknaraembættum spillist ekki heldur skili sem mestum árangri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Steingrímur fór yfir þau mál hjá sérstökum saksóknara sem eru til meðferðar hjá dómstólum, en innan skamms verður Al-Thani málið flutt í Hæstaréttari og þá er fjöldinn allur af málum sem bíða fyrirtöku eða aðalmeðferðar.Engin fækkun í „lögfræðingahirðinni“ til varnar „Er meiningin að senda sérstakan saksóknara berhentan í hringinn á móti þessum aðilum? Það er enginn niðurskurður hinum megin. Ég hef ekki orðið var við að það fækki í lögfræðingahirðinni sem er að takast á við sérstakan saksóknara fyrir dómstólum. Verðum við ekki að tryggja réttaröryggi í landinu m.a. með því að sjá til þess að saksóknari búi við sómasamleg starfskjör,“ sagði Steingrímur. „Það er algjör óþarfi fyrir háttvirtan þingmann að reyna að ala á einhverri tortryggni eða búa til æsing eða gefa í skyn að menn ætli að veikja réttarkerfið. Þvert á móti stendur til að styrkja fyrirkomulag ákæruvalds á Íslandi og þar verður að sjálfsögðu staða sérstaks saksóknara tekin með í reikninginn,“ sagði Sigmundur Davíð.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira