Á að senda saksóknara „berhentan í hringinn“? Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. október 2014 19:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og dómsmálaráðherra segir að unnið sé að því að finna lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum með það fyrir augum að verkefni sem séu hjá sérstökum saksóknara spillist ekki, en framlög til embættisins hafa verið verulega skert. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stöðu sérstaks saksóknara í óndirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sextán starfsmönnum embættisins var sagt upp í síðustu viku en fjárheimildir þess eru verulega skertar í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í lögum um embættið kemur fram að það starfi tímabundið en þar segir: „Dómsmálaráðherra getur eftir 1. janúar 2011 lagt til, að fengnu áliti ríkissaksóknara, að embættið verði lagt niður. Skal hann þá leggja fyrir Alþingi frumvarp þess efnis.“ Þá hafa framlög til embættisins verið skert í fjárlögum síðustu tveggja ára. Dómsmálaráðherra sagði í svari við fyrirspurn Steingríms að unnið væri að breytingum á skipan ákæruvalds í landinu og lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum. „Ég get ekki annað en fullvissað háttvirtan þingmann um það að þessi vinna sem er yfirstandandi núna á að leiða til þess að sú vinna sem hefur verið unnin hjá sérstökum saksóknara og öðrum saksóknaraembættum spillist ekki heldur skili sem mestum árangri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Steingrímur fór yfir þau mál hjá sérstökum saksóknara sem eru til meðferðar hjá dómstólum, en innan skamms verður Al-Thani málið flutt í Hæstaréttari og þá er fjöldinn allur af málum sem bíða fyrirtöku eða aðalmeðferðar.Engin fækkun í „lögfræðingahirðinni“ til varnar „Er meiningin að senda sérstakan saksóknara berhentan í hringinn á móti þessum aðilum? Það er enginn niðurskurður hinum megin. Ég hef ekki orðið var við að það fækki í lögfræðingahirðinni sem er að takast á við sérstakan saksóknara fyrir dómstólum. Verðum við ekki að tryggja réttaröryggi í landinu m.a. með því að sjá til þess að saksóknari búi við sómasamleg starfskjör,“ sagði Steingrímur. „Það er algjör óþarfi fyrir háttvirtan þingmann að reyna að ala á einhverri tortryggni eða búa til æsing eða gefa í skyn að menn ætli að veikja réttarkerfið. Þvert á móti stendur til að styrkja fyrirkomulag ákæruvalds á Íslandi og þar verður að sjálfsögðu staða sérstaks saksóknara tekin með í reikninginn,“ sagði Sigmundur Davíð. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og dómsmálaráðherra segir að unnið sé að því að finna lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum með það fyrir augum að verkefni sem séu hjá sérstökum saksóknara spillist ekki, en framlög til embættisins hafa verið verulega skert. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stöðu sérstaks saksóknara í óndirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sextán starfsmönnum embættisins var sagt upp í síðustu viku en fjárheimildir þess eru verulega skertar í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í lögum um embættið kemur fram að það starfi tímabundið en þar segir: „Dómsmálaráðherra getur eftir 1. janúar 2011 lagt til, að fengnu áliti ríkissaksóknara, að embættið verði lagt niður. Skal hann þá leggja fyrir Alþingi frumvarp þess efnis.“ Þá hafa framlög til embættisins verið skert í fjárlögum síðustu tveggja ára. Dómsmálaráðherra sagði í svari við fyrirspurn Steingríms að unnið væri að breytingum á skipan ákæruvalds í landinu og lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum. „Ég get ekki annað en fullvissað háttvirtan þingmann um það að þessi vinna sem er yfirstandandi núna á að leiða til þess að sú vinna sem hefur verið unnin hjá sérstökum saksóknara og öðrum saksóknaraembættum spillist ekki heldur skili sem mestum árangri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Steingrímur fór yfir þau mál hjá sérstökum saksóknara sem eru til meðferðar hjá dómstólum, en innan skamms verður Al-Thani málið flutt í Hæstaréttari og þá er fjöldinn allur af málum sem bíða fyrirtöku eða aðalmeðferðar.Engin fækkun í „lögfræðingahirðinni“ til varnar „Er meiningin að senda sérstakan saksóknara berhentan í hringinn á móti þessum aðilum? Það er enginn niðurskurður hinum megin. Ég hef ekki orðið var við að það fækki í lögfræðingahirðinni sem er að takast á við sérstakan saksóknara fyrir dómstólum. Verðum við ekki að tryggja réttaröryggi í landinu m.a. með því að sjá til þess að saksóknari búi við sómasamleg starfskjör,“ sagði Steingrímur. „Það er algjör óþarfi fyrir háttvirtan þingmann að reyna að ala á einhverri tortryggni eða búa til æsing eða gefa í skyn að menn ætli að veikja réttarkerfið. Þvert á móti stendur til að styrkja fyrirkomulag ákæruvalds á Íslandi og þar verður að sjálfsögðu staða sérstaks saksóknara tekin með í reikninginn,“ sagði Sigmundur Davíð.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira