Tónlist

Unnsteinn gefur út fyrsta sólóefnið

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Saga Sig
Unnsteinn Manuel Stefánsson, best þekktur sem söngvarinn í Retro Stefson, hefur nú gefið út fyrstu sólóútgáfu sína EP1 undir nafninu Uni Stefson. Tónlistinni er lýst á SoundCloud síðu Unnsteins sem „glacial R&B“, eða einhvers konar jöklapopp.

Friðfinnur Oculus sá um taktana og hljóðblöndun en tónlistarmennirnir Viktor Orri Árnason, Hrafnkell Gauti Sigurðarson, Tómas Jónsson, Gylfi Freeland og bróðir Unnsteins, Logi Pedro ljáðu honum hönd á plötunni. Það var ljósmyndarinn Saga Sig sem tók myndirnar fyrir plötuna.

Hér fyrir neðan er hægt að streyma plötunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.