Viðskipti innlent

Fjórföldun farþega á milli ára hjá WOW air

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Sætanýting hjá Wow Air árið 2013 var 81%.
Sætanýting hjá Wow Air árið 2013 var 81%.
Gríðarleg aukning var á starfssemi WOW air árið 2013. Á árinu flutti WOW air 412.583 þúsund farþega sem er fjórföldun frá árinu áður en þá flaug félagið með 112.223 þúsund farþega.

Sætaframboð árið 2012 var 178.096 sæti en jókst árið 2013 í 506.236 sæti. Framboðsaukning nam því 266% á milli ára. Sætanýting hjá flugfélaginu árið 2013 var 81%.

Í yfirlýsingu frá félaginu er haft eftir Skúla Mogensen forstjóra og stofnanda WOW air þar sem hann segist þakka þennan frábæra árangur því að þau höfum ítrekað staðið við loforð okkar að vera ódýrasta og stundvísasta flugfélagið á Íslandi ásamt dugnaði og þjónustulund starfsfólks WOW air.

„Við erum þakklát fyrir þau frábæru viðbrögð sem við höfum fengið bæði hér á landi og erlendis. Árið 2013 var mjög viðburðaríkt hjá WOW air en við fengum flugrekstrarleyfi í október ásamt því að starfsmannafjöldi tvöfaldaðist á árinu en um 170 manns starfa nú hjá félaginu,“ segir Skúli enn fremur í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×