Auður Capital hf. og Virðing hf. sameinast Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2014 17:52 Hannes Frímann Hrólfsson, Kristín Pétursdóttir og Friðjón Rúnar Sigurðsson. Hluthafundir í Auði Capital hf. og Virðingu hf. veittu í dag samþykki sitt fyrir sameiningu félaganna, sem stjórnir þeirra hafa undirbúið frá því í ágúst síðastliðnum. Á sameiginlegum hlutahafafundi félaganna var ákveðið að sameinast undir nafninu Virðing hf. Í fréttatilkynningu segir að markmiðið með samrunanum sé bætt og aukin þjónusta við viðskiptavini og meiri hagkvæmni í rekstri. Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital hf., var kjörin stjórnarformaður Virðingar hf. og Magnús Hreggviðsson varaformaður. Með þeim í stjórn félagsins eru Guðbjörg Edda Eggertsdóttir og Rúnar Bachmann. Hannes Frímann Hrólfsson, núverandi forstjóri Auðar Capital, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þess. Friðjón Rúnar Sigurðsson, núverandi framkvæmdastjóri Virðingar, verður framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Virðingar. Í fréttatilkynningunni segir að með samruna Auðar Capital og Virðingar verði til eitt stærsta og öflugasta verðbréfafyrirtæki landsins. Heildareignir í stýringu hjá sameinuðu félagi verða allt að 100 milljarðar króna og heildareignir í fjárvörslu allt að 180 milljarðar króna. Styrkur félagsins eflist sérstaklega á sviði eignastýringar en félagið mun meðal annars reka verðbréfasjóði, veðskuldabréfasjóði, framtakssjóði og ýmsa aðra fagfjárfestasjóði. Félagið veiti einnig þjónustu á sviði verðbréfamiðlunar og fyrirtækjaráðgjafar. „Félögin eru áþekk að stærð og starfsemi og byggja á gildum sem eru af sama meiði. Ábyrg ávöxtun, traust þjónusta og óhæði hafa einkennt rekstur þeirra beggja. Þetta er góður grunnur til þess að byggja á nýtt félag sem mun sækja fram á sínum aðalsviðum og efla vöru- og þjónustuframboð sitt,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, verðandi framkvæmdastjóri Virðingar hf. í fréttatilkynningunni. „Með sameiningu þessara tveggja félaga er búið til öflugt og sjálfstætt verðbréfafyrirtæki sem getur þjónað viðskiptavinum sínum enn betur en áður. Rekstrarfélag Virðingar eflist mikið í þessum samruna en fyrirhugað er að öll eignastýring verði sameinuð í rekstrarfélaginu“, segir Friðjón Rúnar Sigurðsson, verðandi framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Virðingar hf. Virðing hf. tekur formlega til starfa í núverandi húsakynnum Auðar Capital að Borgartúni 29 fyrir næstu mánaðamót, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins. Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira
Hluthafundir í Auði Capital hf. og Virðingu hf. veittu í dag samþykki sitt fyrir sameiningu félaganna, sem stjórnir þeirra hafa undirbúið frá því í ágúst síðastliðnum. Á sameiginlegum hlutahafafundi félaganna var ákveðið að sameinast undir nafninu Virðing hf. Í fréttatilkynningu segir að markmiðið með samrunanum sé bætt og aukin þjónusta við viðskiptavini og meiri hagkvæmni í rekstri. Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital hf., var kjörin stjórnarformaður Virðingar hf. og Magnús Hreggviðsson varaformaður. Með þeim í stjórn félagsins eru Guðbjörg Edda Eggertsdóttir og Rúnar Bachmann. Hannes Frímann Hrólfsson, núverandi forstjóri Auðar Capital, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þess. Friðjón Rúnar Sigurðsson, núverandi framkvæmdastjóri Virðingar, verður framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Virðingar. Í fréttatilkynningunni segir að með samruna Auðar Capital og Virðingar verði til eitt stærsta og öflugasta verðbréfafyrirtæki landsins. Heildareignir í stýringu hjá sameinuðu félagi verða allt að 100 milljarðar króna og heildareignir í fjárvörslu allt að 180 milljarðar króna. Styrkur félagsins eflist sérstaklega á sviði eignastýringar en félagið mun meðal annars reka verðbréfasjóði, veðskuldabréfasjóði, framtakssjóði og ýmsa aðra fagfjárfestasjóði. Félagið veiti einnig þjónustu á sviði verðbréfamiðlunar og fyrirtækjaráðgjafar. „Félögin eru áþekk að stærð og starfsemi og byggja á gildum sem eru af sama meiði. Ábyrg ávöxtun, traust þjónusta og óhæði hafa einkennt rekstur þeirra beggja. Þetta er góður grunnur til þess að byggja á nýtt félag sem mun sækja fram á sínum aðalsviðum og efla vöru- og þjónustuframboð sitt,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, verðandi framkvæmdastjóri Virðingar hf. í fréttatilkynningunni. „Með sameiningu þessara tveggja félaga er búið til öflugt og sjálfstætt verðbréfafyrirtæki sem getur þjónað viðskiptavinum sínum enn betur en áður. Rekstrarfélag Virðingar eflist mikið í þessum samruna en fyrirhugað er að öll eignastýring verði sameinuð í rekstrarfélaginu“, segir Friðjón Rúnar Sigurðsson, verðandi framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Virðingar hf. Virðing hf. tekur formlega til starfa í núverandi húsakynnum Auðar Capital að Borgartúni 29 fyrir næstu mánaðamót, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins.
Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira