Auður Capital hf. og Virðing hf. sameinast Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2014 17:52 Hannes Frímann Hrólfsson, Kristín Pétursdóttir og Friðjón Rúnar Sigurðsson. Hluthafundir í Auði Capital hf. og Virðingu hf. veittu í dag samþykki sitt fyrir sameiningu félaganna, sem stjórnir þeirra hafa undirbúið frá því í ágúst síðastliðnum. Á sameiginlegum hlutahafafundi félaganna var ákveðið að sameinast undir nafninu Virðing hf. Í fréttatilkynningu segir að markmiðið með samrunanum sé bætt og aukin þjónusta við viðskiptavini og meiri hagkvæmni í rekstri. Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital hf., var kjörin stjórnarformaður Virðingar hf. og Magnús Hreggviðsson varaformaður. Með þeim í stjórn félagsins eru Guðbjörg Edda Eggertsdóttir og Rúnar Bachmann. Hannes Frímann Hrólfsson, núverandi forstjóri Auðar Capital, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þess. Friðjón Rúnar Sigurðsson, núverandi framkvæmdastjóri Virðingar, verður framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Virðingar. Í fréttatilkynningunni segir að með samruna Auðar Capital og Virðingar verði til eitt stærsta og öflugasta verðbréfafyrirtæki landsins. Heildareignir í stýringu hjá sameinuðu félagi verða allt að 100 milljarðar króna og heildareignir í fjárvörslu allt að 180 milljarðar króna. Styrkur félagsins eflist sérstaklega á sviði eignastýringar en félagið mun meðal annars reka verðbréfasjóði, veðskuldabréfasjóði, framtakssjóði og ýmsa aðra fagfjárfestasjóði. Félagið veiti einnig þjónustu á sviði verðbréfamiðlunar og fyrirtækjaráðgjafar. „Félögin eru áþekk að stærð og starfsemi og byggja á gildum sem eru af sama meiði. Ábyrg ávöxtun, traust þjónusta og óhæði hafa einkennt rekstur þeirra beggja. Þetta er góður grunnur til þess að byggja á nýtt félag sem mun sækja fram á sínum aðalsviðum og efla vöru- og þjónustuframboð sitt,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, verðandi framkvæmdastjóri Virðingar hf. í fréttatilkynningunni. „Með sameiningu þessara tveggja félaga er búið til öflugt og sjálfstætt verðbréfafyrirtæki sem getur þjónað viðskiptavinum sínum enn betur en áður. Rekstrarfélag Virðingar eflist mikið í þessum samruna en fyrirhugað er að öll eignastýring verði sameinuð í rekstrarfélaginu“, segir Friðjón Rúnar Sigurðsson, verðandi framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Virðingar hf. Virðing hf. tekur formlega til starfa í núverandi húsakynnum Auðar Capital að Borgartúni 29 fyrir næstu mánaðamót, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins. Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Hluthafundir í Auði Capital hf. og Virðingu hf. veittu í dag samþykki sitt fyrir sameiningu félaganna, sem stjórnir þeirra hafa undirbúið frá því í ágúst síðastliðnum. Á sameiginlegum hlutahafafundi félaganna var ákveðið að sameinast undir nafninu Virðing hf. Í fréttatilkynningu segir að markmiðið með samrunanum sé bætt og aukin þjónusta við viðskiptavini og meiri hagkvæmni í rekstri. Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital hf., var kjörin stjórnarformaður Virðingar hf. og Magnús Hreggviðsson varaformaður. Með þeim í stjórn félagsins eru Guðbjörg Edda Eggertsdóttir og Rúnar Bachmann. Hannes Frímann Hrólfsson, núverandi forstjóri Auðar Capital, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þess. Friðjón Rúnar Sigurðsson, núverandi framkvæmdastjóri Virðingar, verður framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Virðingar. Í fréttatilkynningunni segir að með samruna Auðar Capital og Virðingar verði til eitt stærsta og öflugasta verðbréfafyrirtæki landsins. Heildareignir í stýringu hjá sameinuðu félagi verða allt að 100 milljarðar króna og heildareignir í fjárvörslu allt að 180 milljarðar króna. Styrkur félagsins eflist sérstaklega á sviði eignastýringar en félagið mun meðal annars reka verðbréfasjóði, veðskuldabréfasjóði, framtakssjóði og ýmsa aðra fagfjárfestasjóði. Félagið veiti einnig þjónustu á sviði verðbréfamiðlunar og fyrirtækjaráðgjafar. „Félögin eru áþekk að stærð og starfsemi og byggja á gildum sem eru af sama meiði. Ábyrg ávöxtun, traust þjónusta og óhæði hafa einkennt rekstur þeirra beggja. Þetta er góður grunnur til þess að byggja á nýtt félag sem mun sækja fram á sínum aðalsviðum og efla vöru- og þjónustuframboð sitt,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, verðandi framkvæmdastjóri Virðingar hf. í fréttatilkynningunni. „Með sameiningu þessara tveggja félaga er búið til öflugt og sjálfstætt verðbréfafyrirtæki sem getur þjónað viðskiptavinum sínum enn betur en áður. Rekstrarfélag Virðingar eflist mikið í þessum samruna en fyrirhugað er að öll eignastýring verði sameinuð í rekstrarfélaginu“, segir Friðjón Rúnar Sigurðsson, verðandi framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Virðingar hf. Virðing hf. tekur formlega til starfa í núverandi húsakynnum Auðar Capital að Borgartúni 29 fyrir næstu mánaðamót, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins.
Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira