Samgöngur eru akkillesarhællinn Svavar Hávarðsson skrifar 8. janúar 2014 09:02 Í stefnumótun Ferðamálasamtaka Vestfjarða felst sérstaðan í ósnortinni náttúru, einstakri friðsæld og öðruvísi upplifun, og á því skal byggja. Fréttablaðið/Anton Helsti veikleiki ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum eru samgöngurnar á svæðinu. Hins vegar felast helstu tækifærin í sjálfbærri nýtingu á náttúru svæðisins, og því mikilvægt að fara sér hægt við uppbyggingu atvinnustarfsemi sem mögulega gæti skaðað ímynd Vestfjarða sem óspillts svæðis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Gústafs Gústafssonar, fyrrverandi forstöðumanns Markaðsstofu Vestfjarða, um tækifæri í ferðaþjónustu í fjórðungnum, en skýrslan er unnin að beiðni Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), sem Orri Vigfússon veitir forstöðu. Orri sagði við upphaf kynningar á skýrslunni í gær að hvati NASF til að láta taka út ferðaþjónustuna á Vestfjörðum væri það að alls staðar við Norður-Atlantshaf væri nú reynt að nýta náttúrulega sérstöðu svæða til að byggja upp ný atvinnutækifæri. Áhyggjur Orra og NASF af hugmyndum um stórfellt laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum eru vel kynntar. Því vill NASF nokkru til kosta til að kanna þá möguleika sem fyrir eru á svæðinu, áður en ráðist er í slíkt eldi eða annan atvinnurekstur sem spillt getur ímynd og sérstöðu Vestfjarða. „Því vildum við gera úttekt á því hvað hægt er að gera á Vestfjörðum; fá fólk til að hrinda af stað fleiri verkefnum í ferðaþjónustu. Þar kemur gríðarlega margt til greina; skíðaferðir, sjóstangaveiði, lax- og silungsveiði og gönguferðir upp um fjöll og firnindi,“ sagði Orri.Útlínur Eins og staðan er í dag má segja að Vestfirðir verði af stórum hópi ferðamanna af ýmsum ástæðum. Skýrsluhöfundur tilgreinir sérstaklega samgöngur sem helsta veikleika svæðisins, þó finna megi ýmsar samgöngubætur sem hafa verið til bóta. „Verulega skortir á að bæta flugsamgöngur, tengja þarf norður- og suðursvæðið saman með heilsársvegi og byggja upp heilsársveg á suðurfjörðunum og á Ströndum. Einnig er fjarskiptum og rafmagnsöryggi ábótavant í fjórðungnum,“ skrifar Gústaf sem bindur miklar vonir við að staðið verði við núverandi samgönguáætlun, en samkvæmt henni mun vinna við Dýrafjarðargöng hefjast á næsta ári með tilheyrandi úrbótum. Það ber ekki að skilja sem svo að uppgangur ferðaþjónustunnar síðasta áratuginn hafi ekki náð vestur – ferðaþjónusta er vaxtarsprotinn sem vonir eru bundnar við eins og víðar. Til ferðaþjónustunnar er litið til að breyta ímynd, íbúaþróun og möguleikum svæðisins í samspili við sjávarútveginn sem fyrir er sterkur.Framþróun ekki sjálfsögð Gústaf, sem var veðurtepptur í gær og talaði til fundarmanna í gegnum fjarfundarbúnað, sagði ljóst að „þolinmótt fjármagn“ þurfi að koma til ef uppbygging ferðaþjónustunnar á að takast og tryggja nýliðun. Hann sagði að greinin sjálf þurfi að spýta í lófana og fjölga þurfi fyrirtækjum sem starfa allt árið um kring. „En íslenska ríkið og sveitarfélögin á svæðinu þurfa að hlúa að þörfum greinarinnar, að mínu mati, og ákveða hvort ferðaþjónustan á að verða einn af burðarstólpum byggðar hér – og þá með bættum samgöngum, skýrri stefnumótun og umhverfisvænu skipulagi á sjálfbærri nýtingu svæðisins.“ Gústaf sagði að ferðaþjónustan á Vestfjörðum gæti þróast í ólíkar áttir. Hún gæti blómstrað, en annar möguleiki væri sá að aðrar atvinnugreinar, og þá þær sem vinna gegn hreinni ímynd villtrar náttúru, rýri möguleikana. Gústaf segir að það gæti óöryggis í ferðaþjónustunni á Vestfjörðum gagnvart stefnu ríkis og sveitarfélaga varðandi nýtingu náttúrunnar. Slík umræða hafi risið í tengslum við olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði og þetta sé að endurtaka sig „varðandi uppbyggingu sjókvíaeldis víðsvegar á Vestfjörðum“. Gústaf bætir við að „fjárfestar þurfa tryggingu fyrir því að grunninum verði ekki kippt undan þeirri starfsemi sem þeir vilja byggja upp og það þarf varla að benda á að samkeppni svæða um fjárfestingu er gríðarleg. Í viðtölum við aðila sem hyggja á fjárfestingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum kom skýrt fram að grunnforsenda frekari uppbyggingar er ósnortin náttúra svæðisins.“ Fréttaskýringar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Helsti veikleiki ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum eru samgöngurnar á svæðinu. Hins vegar felast helstu tækifærin í sjálfbærri nýtingu á náttúru svæðisins, og því mikilvægt að fara sér hægt við uppbyggingu atvinnustarfsemi sem mögulega gæti skaðað ímynd Vestfjarða sem óspillts svæðis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Gústafs Gústafssonar, fyrrverandi forstöðumanns Markaðsstofu Vestfjarða, um tækifæri í ferðaþjónustu í fjórðungnum, en skýrslan er unnin að beiðni Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), sem Orri Vigfússon veitir forstöðu. Orri sagði við upphaf kynningar á skýrslunni í gær að hvati NASF til að láta taka út ferðaþjónustuna á Vestfjörðum væri það að alls staðar við Norður-Atlantshaf væri nú reynt að nýta náttúrulega sérstöðu svæða til að byggja upp ný atvinnutækifæri. Áhyggjur Orra og NASF af hugmyndum um stórfellt laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum eru vel kynntar. Því vill NASF nokkru til kosta til að kanna þá möguleika sem fyrir eru á svæðinu, áður en ráðist er í slíkt eldi eða annan atvinnurekstur sem spillt getur ímynd og sérstöðu Vestfjarða. „Því vildum við gera úttekt á því hvað hægt er að gera á Vestfjörðum; fá fólk til að hrinda af stað fleiri verkefnum í ferðaþjónustu. Þar kemur gríðarlega margt til greina; skíðaferðir, sjóstangaveiði, lax- og silungsveiði og gönguferðir upp um fjöll og firnindi,“ sagði Orri.Útlínur Eins og staðan er í dag má segja að Vestfirðir verði af stórum hópi ferðamanna af ýmsum ástæðum. Skýrsluhöfundur tilgreinir sérstaklega samgöngur sem helsta veikleika svæðisins, þó finna megi ýmsar samgöngubætur sem hafa verið til bóta. „Verulega skortir á að bæta flugsamgöngur, tengja þarf norður- og suðursvæðið saman með heilsársvegi og byggja upp heilsársveg á suðurfjörðunum og á Ströndum. Einnig er fjarskiptum og rafmagnsöryggi ábótavant í fjórðungnum,“ skrifar Gústaf sem bindur miklar vonir við að staðið verði við núverandi samgönguáætlun, en samkvæmt henni mun vinna við Dýrafjarðargöng hefjast á næsta ári með tilheyrandi úrbótum. Það ber ekki að skilja sem svo að uppgangur ferðaþjónustunnar síðasta áratuginn hafi ekki náð vestur – ferðaþjónusta er vaxtarsprotinn sem vonir eru bundnar við eins og víðar. Til ferðaþjónustunnar er litið til að breyta ímynd, íbúaþróun og möguleikum svæðisins í samspili við sjávarútveginn sem fyrir er sterkur.Framþróun ekki sjálfsögð Gústaf, sem var veðurtepptur í gær og talaði til fundarmanna í gegnum fjarfundarbúnað, sagði ljóst að „þolinmótt fjármagn“ þurfi að koma til ef uppbygging ferðaþjónustunnar á að takast og tryggja nýliðun. Hann sagði að greinin sjálf þurfi að spýta í lófana og fjölga þurfi fyrirtækjum sem starfa allt árið um kring. „En íslenska ríkið og sveitarfélögin á svæðinu þurfa að hlúa að þörfum greinarinnar, að mínu mati, og ákveða hvort ferðaþjónustan á að verða einn af burðarstólpum byggðar hér – og þá með bættum samgöngum, skýrri stefnumótun og umhverfisvænu skipulagi á sjálfbærri nýtingu svæðisins.“ Gústaf sagði að ferðaþjónustan á Vestfjörðum gæti þróast í ólíkar áttir. Hún gæti blómstrað, en annar möguleiki væri sá að aðrar atvinnugreinar, og þá þær sem vinna gegn hreinni ímynd villtrar náttúru, rýri möguleikana. Gústaf segir að það gæti óöryggis í ferðaþjónustunni á Vestfjörðum gagnvart stefnu ríkis og sveitarfélaga varðandi nýtingu náttúrunnar. Slík umræða hafi risið í tengslum við olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði og þetta sé að endurtaka sig „varðandi uppbyggingu sjókvíaeldis víðsvegar á Vestfjörðum“. Gústaf bætir við að „fjárfestar þurfa tryggingu fyrir því að grunninum verði ekki kippt undan þeirri starfsemi sem þeir vilja byggja upp og það þarf varla að benda á að samkeppni svæða um fjárfestingu er gríðarleg. Í viðtölum við aðila sem hyggja á fjárfestingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum kom skýrt fram að grunnforsenda frekari uppbyggingar er ósnortin náttúra svæðisins.“
Fréttaskýringar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira