Lífið

Skemmtilegar staðreyndir um Charlie Sheen

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn og Íslandsvinurinn Charlie Sheen hefur komið víða við. Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um kauða.

Carlos Irwin Estévez fæddist 3. september árið 1965 í New York.

Charlie er yngsti sonur leikarans Martins Sheen og listakonunnar Janet Templeton. Hann á tvo eldri bræður, Emilio Estévez og Ramon Estévez, og yngri systur, Renée Estévez. Öll systkinin eru leikarar.

Hann birtist fyrst í kvikmynd árið 1974 þegar hann var níu ára, The Execution of Private Slovik sem faðir hans lék í.

Fjölskyldan flutti til Kaliforníu og Charlie sótti miðskólann í Santa Monica. Þar bjó hann til Super 8-myndir með bróður sínum Emilio og leikurunum Rob Lowe og Sean Penn.

Hann var rekinn úr skólanum nokkrum vikum fyrir útskrift vegna lélegra einkunna og lélegrar mætingar. Hann ákvað að verða leikari og tók sér sviðsnafnið Charlie Sheen.

Fyrsta stóra hlutverkið hans var í mynd Olivers Stone, Platoon, árið 1986.

Charlie fékk leikkonuna Winonu Horowitz til að breyta nafninu sínu í Winona Ryder eftir að þau hlustuðu á lagið Riders on the Storm með hljómsveitinni The Doors.

Árið 2011 setti hann á markað rafsígaretturnar NicoSheen en hann var einnig andlit vörunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.