Norræn samstaða í hvikulum heimi Gunnar Bragi Sveinsson og Erkki Tuomioja skrifar 8. janúar 2014 06:00 Áhrif loftslagsbreytinga og annarrar hnattrænnar þróunar skapa heimsbyggðinni sífellt nýjar áskoranir og tækifæri. Norrænu ríkjunum hefur tekist vel til að bregðast við þessum breytingum eins og fjölmargar rannsóknir sýna. Sá árangur Norðurlandanna hefur verið öðrum áhugaverð fyrirmynd en við getum gert enn betur. Samvinna skilar mestum árangri þegar mæta þarf krefjandi verkefnum samtímans. Aukin norræn samvinna er að okkar mati lykill að lausn þeirra verkefna sem við stöndum andspænis. Við erum reiðubúin að leggja fram þekkingu okkar og reynslu í þeirri viðleitni að ná markmiðum sjálfbærrar þróunar í umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Á fundi okkar í Helsinki í gær ræddum við með hvaða hætti Finnland og Ísland geta í sameiningu nýtt styrk sinn enn frekar í þágu norrænnar samvinnu. Sameiginleg gildi Norðurlandanna byggjast á lýðræði, réttarríkinu, jafnrétti kynjanna og virðingu fyrir mannréttindum. Þetta eru leiðarljós stefnu okkar jafnt innanlands sem og á vettvangi alþjóðastofnana, meðal annars innan Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og svæðisbundinna stofnana í Norður-Evrópu. Norræn samvinna á sviði utanríkis- og öryggismála er í mótun. Mikilvægt skref sem þéttir raðirnar var stigið í Helsinki árið 2011 þegar allir fimm utanríkisráðherrar Norðurlandanna sammæltust um norræna samstöðuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að ríkin muni koma hvert öðru til aðstoðar þegar hætta steðjar að, svo sem af völdum náttúruhamfara, af mannavöldum og vegna tölvu- og hryðjuverkaárása.Merkur áfangi Samvinna Norðurlandanna á sviði varnarmála hefur eflst enn frekar innan NORDEFCO-samstarfsins á síðustu árum. Merkum áfanga verður náð í samstarfi norrænu ríkjanna þegar Svíþjóð og Finnland taka þátt í loftrýmiseftirliti og tengdri þjálfun á Íslandi í næsta mánuði. Samvinna okkar byggist á heildstæðri sýn á öryggismál. Við erum sammála um mikilvægi forvarna og viðbúnaðar þegar tekist er á við öryggisáskoranir samtímans, hvort sem um ræðir mansal, netöryggi, neyðarástand sem krefst mannúðaraðstoðar eða umhverfismál á borð við loftslagsbreytingar. Breytingar og áskoranir í nærumhverfi okkar á norðurslóðum hafa áhrif á stöðu Íslands og Finnlands. Norðurskautsráðið er nú meginvettvangur alþjóðlegrar samvinnu á norðurslóðum. Það hefur þróast frá því að vera vettvangur stefnumarkandi umfjöllunar yfir í samstarfsvettvang þar sem ákvarðanir eru teknar. Gerð lagalega bindandi samninga um leit og björgun og viðbrögð við olíuvá undirstrika þessa þróun. Það eru gagnkvæmir hagsmunir okkar að treysta enn frekar hlutverk Norðurskautsráðsins. Svæðisbundin og alþjóðleg samvinna stuðlar að öryggi Norðurlandanna í víðtækum skilningi. Hún er lykillinn að framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga og annarrar hnattrænnar þróunar skapa heimsbyggðinni sífellt nýjar áskoranir og tækifæri. Norrænu ríkjunum hefur tekist vel til að bregðast við þessum breytingum eins og fjölmargar rannsóknir sýna. Sá árangur Norðurlandanna hefur verið öðrum áhugaverð fyrirmynd en við getum gert enn betur. Samvinna skilar mestum árangri þegar mæta þarf krefjandi verkefnum samtímans. Aukin norræn samvinna er að okkar mati lykill að lausn þeirra verkefna sem við stöndum andspænis. Við erum reiðubúin að leggja fram þekkingu okkar og reynslu í þeirri viðleitni að ná markmiðum sjálfbærrar þróunar í umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Á fundi okkar í Helsinki í gær ræddum við með hvaða hætti Finnland og Ísland geta í sameiningu nýtt styrk sinn enn frekar í þágu norrænnar samvinnu. Sameiginleg gildi Norðurlandanna byggjast á lýðræði, réttarríkinu, jafnrétti kynjanna og virðingu fyrir mannréttindum. Þetta eru leiðarljós stefnu okkar jafnt innanlands sem og á vettvangi alþjóðastofnana, meðal annars innan Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og svæðisbundinna stofnana í Norður-Evrópu. Norræn samvinna á sviði utanríkis- og öryggismála er í mótun. Mikilvægt skref sem þéttir raðirnar var stigið í Helsinki árið 2011 þegar allir fimm utanríkisráðherrar Norðurlandanna sammæltust um norræna samstöðuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að ríkin muni koma hvert öðru til aðstoðar þegar hætta steðjar að, svo sem af völdum náttúruhamfara, af mannavöldum og vegna tölvu- og hryðjuverkaárása.Merkur áfangi Samvinna Norðurlandanna á sviði varnarmála hefur eflst enn frekar innan NORDEFCO-samstarfsins á síðustu árum. Merkum áfanga verður náð í samstarfi norrænu ríkjanna þegar Svíþjóð og Finnland taka þátt í loftrýmiseftirliti og tengdri þjálfun á Íslandi í næsta mánuði. Samvinna okkar byggist á heildstæðri sýn á öryggismál. Við erum sammála um mikilvægi forvarna og viðbúnaðar þegar tekist er á við öryggisáskoranir samtímans, hvort sem um ræðir mansal, netöryggi, neyðarástand sem krefst mannúðaraðstoðar eða umhverfismál á borð við loftslagsbreytingar. Breytingar og áskoranir í nærumhverfi okkar á norðurslóðum hafa áhrif á stöðu Íslands og Finnlands. Norðurskautsráðið er nú meginvettvangur alþjóðlegrar samvinnu á norðurslóðum. Það hefur þróast frá því að vera vettvangur stefnumarkandi umfjöllunar yfir í samstarfsvettvang þar sem ákvarðanir eru teknar. Gerð lagalega bindandi samninga um leit og björgun og viðbrögð við olíuvá undirstrika þessa þróun. Það eru gagnkvæmir hagsmunir okkar að treysta enn frekar hlutverk Norðurskautsráðsins. Svæðisbundin og alþjóðleg samvinna stuðlar að öryggi Norðurlandanna í víðtækum skilningi. Hún er lykillinn að framtíðinni.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun