Landbúnaðarháskóli Íslands – baggi eða björg Þorsteinn Guðmundsson skrifar 8. janúar 2014 06:00 Að undanförnu hefur fjörug umræða um Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) verið í fjölmiðlum í kjölfar yfirlýsingar mennta- og menningarmálaráðherra um að háskólar á Íslandi yrðu sameinaðir. Mest virðist rætt um sameiningu LbhÍ við HÍ og hafa nokkrir félagar mínir við LbhÍ komið að þeirri umræðu og bent á möguleika sem skapast eða kunni að skapast við það. Samstarf LbhÍ og HÍ hefur aukist en LbhÍ og margir starfsmenn eru einnig í miklu samstarfi við erlendar menntastofnanir. Fjarlægðir milli staða eru oft ekki aðalatriði heldur sameiginlegur áhugi. Einungis brot þeirra sem útskrifast frá háskólum fara í rannsóknir. Hinir eru úti í samfélaginu í fjölbreyttum störfum og iðulega áberandi í félagslífi. Okkar samskipti eru við háskólamenntað fólk í miðju samfélagsins, við kennara, hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga o.s.frv. Hátt hlutfall þeirra sem útskrifast frá LbhÍ finnur starfsvettvang á landsbyggðinni og eru þar virkir þátttakendur. Menntafólk binst gjarnan þeim stöðum og því umhverfi sem það kynntist á námsárunum og er tregt til að flytja að námi loknu. Þetta á hvarvetna við og háskólar hafa víða verið stofnaðir til að styrkja stoðir samfélagsins, t.d. í Trömsö, Umeå og Oulu. Þjóðverjar gerðu þetta einnig með stofnun háskóla í Konstanz, Beureuth og víðar. Auk hinna almennu háskóla hafa Þjóðverjar fagháskóla og viðlíka stofnanir þar sem akademísk fræðsla og starfsþjálfun fara saman. Þeir líta á hina miklu faglegu og landfræðilegu breidd í háskólamenntun sem stóran þátt í sinni velgengni.Byggðaþróun Byggðaþróun á Íslandi var afar ólík því sem annars staðar þekkist. Okkar þjóðfélag breyttist úr dreifbýlasta landi í Evrópu í það þéttbýlasta á seinustu öld og þéttbýlið er nær allt á einum stað. Á Reykjavíkursvæðinu búa 2/3 til 3/4 íbúa landsins eftir því hvar mörkin eru dregin. Íslenskt samfélag þarf að gera upp við sig hvort það vilji verða að borgarríki með landið utan þess sem hráefnis- og orkugjafa og til frístundaiðkunar eða hvort við viljum halda í öflugt atvinnulíf og menningu á landsbyggðinni. Landbúnaðarháskólinn er ein þeirra stofnana sem enn hafa kjölfestu á landsbyggðinni og styrkir hana. Með sameiningu við HÍ mundi sú kjölfesta glatast. Enn meiri þjöppun háskólastarfs á höfuðborgarsvæðið eykur fábreytni í vali fyrir ungt fólk. Við stofnun LbhÍ voru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Rala á Keldnaholti og Garðyrkjuskólinn sameinuð. Nær öll fræðsla og rannsóknir og ýmis stoðþjónusta í landbúnaði fór í eina stofnun. Ég efast um að þessi fjölbreytta starfsemi eigi auðvelt uppdráttar innan veggja HÍ. Háskóli Íslands er sem betur fer mjög öflugur almennur háskóli en þarf eins og aðrir að glíma við eigin fjárhagsvandamál. Ef af sameiningu yrði þá væri afar eðlilegt að hann byrjaði á að losa sig við starfsemi sem ekki fellur beint að akademísku umhverfi. Það væri starfsnámið og síðan flyttist allt háskólanám til Reykjavíkur. Þau samlegðaráhrif sem fylgja því að hafa starfsnám, háskólanám, rannsóknir og stoðþjónustu undir einu þaki yrðu að engu.Ódýrir háskólar Samanburður á kostnaði við háskóla á Íslandi við nágrannalöndin sýnir að háskólar á Íslandi er ódýrir og þurfa að glíma við minnkandi fjárveitingar. Þetta kemur fram í ýmsum myndum en tökum dæmi. Þegar Bændaskólanum á Hvanneyri var breytt í háskóla komu þau skýru skilaboð að við ættum að útvíkka okkar námsframboð. Til þess fengist að vísu ekki aukið fjármagn á frumstigi en tekið yrði tillit til árangurs. Skólinn kom á námsbraut í umhverfisskipulagi sem innan skamms var orðin að burðarás BS-náms auk búvísindanna. Nú hefur þessi námsbraut verið starfrækt í 10 ár, um 130 manns útskrifast og tæp 70% útskrifaðra hafa sótt eða eru í mastersnámi. Stór hluti þessa fólks er nú í störfum víðsvegar um land. Aukin fjárveiting kom aldrei. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2014 er bein fjármögnun frá ríkinu 655 milljónir króna, annars afli skólinn sem sértekna. Við skólann eru 88 ársstörf, það gera 7,4 milljónir á hvern starfsmann til að reka alla starfsemina. Þrátt fyrir takmarkað fjármagn fær skólinn viðurkenningar fyrir gott starf. Þeir sem segja að LbhÍ sé dýr eru í raun að segja að starfsemi skólans sé óþörf. Sameining við HÍ og flutningur kennslu og rannsókna á höfuðborgarsvæðið skapar meiri nálægð við akademískt umhverfi. Sé hins vegar litið til samfélagsins í heild sinni þá beinast rökin gegn slíkri sameiningu. Það er að segja vilji samfélagið halda uppi dreifðri byggð með skapandi menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur fjörug umræða um Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) verið í fjölmiðlum í kjölfar yfirlýsingar mennta- og menningarmálaráðherra um að háskólar á Íslandi yrðu sameinaðir. Mest virðist rætt um sameiningu LbhÍ við HÍ og hafa nokkrir félagar mínir við LbhÍ komið að þeirri umræðu og bent á möguleika sem skapast eða kunni að skapast við það. Samstarf LbhÍ og HÍ hefur aukist en LbhÍ og margir starfsmenn eru einnig í miklu samstarfi við erlendar menntastofnanir. Fjarlægðir milli staða eru oft ekki aðalatriði heldur sameiginlegur áhugi. Einungis brot þeirra sem útskrifast frá háskólum fara í rannsóknir. Hinir eru úti í samfélaginu í fjölbreyttum störfum og iðulega áberandi í félagslífi. Okkar samskipti eru við háskólamenntað fólk í miðju samfélagsins, við kennara, hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga o.s.frv. Hátt hlutfall þeirra sem útskrifast frá LbhÍ finnur starfsvettvang á landsbyggðinni og eru þar virkir þátttakendur. Menntafólk binst gjarnan þeim stöðum og því umhverfi sem það kynntist á námsárunum og er tregt til að flytja að námi loknu. Þetta á hvarvetna við og háskólar hafa víða verið stofnaðir til að styrkja stoðir samfélagsins, t.d. í Trömsö, Umeå og Oulu. Þjóðverjar gerðu þetta einnig með stofnun háskóla í Konstanz, Beureuth og víðar. Auk hinna almennu háskóla hafa Þjóðverjar fagháskóla og viðlíka stofnanir þar sem akademísk fræðsla og starfsþjálfun fara saman. Þeir líta á hina miklu faglegu og landfræðilegu breidd í háskólamenntun sem stóran þátt í sinni velgengni.Byggðaþróun Byggðaþróun á Íslandi var afar ólík því sem annars staðar þekkist. Okkar þjóðfélag breyttist úr dreifbýlasta landi í Evrópu í það þéttbýlasta á seinustu öld og þéttbýlið er nær allt á einum stað. Á Reykjavíkursvæðinu búa 2/3 til 3/4 íbúa landsins eftir því hvar mörkin eru dregin. Íslenskt samfélag þarf að gera upp við sig hvort það vilji verða að borgarríki með landið utan þess sem hráefnis- og orkugjafa og til frístundaiðkunar eða hvort við viljum halda í öflugt atvinnulíf og menningu á landsbyggðinni. Landbúnaðarháskólinn er ein þeirra stofnana sem enn hafa kjölfestu á landsbyggðinni og styrkir hana. Með sameiningu við HÍ mundi sú kjölfesta glatast. Enn meiri þjöppun háskólastarfs á höfuðborgarsvæðið eykur fábreytni í vali fyrir ungt fólk. Við stofnun LbhÍ voru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Rala á Keldnaholti og Garðyrkjuskólinn sameinuð. Nær öll fræðsla og rannsóknir og ýmis stoðþjónusta í landbúnaði fór í eina stofnun. Ég efast um að þessi fjölbreytta starfsemi eigi auðvelt uppdráttar innan veggja HÍ. Háskóli Íslands er sem betur fer mjög öflugur almennur háskóli en þarf eins og aðrir að glíma við eigin fjárhagsvandamál. Ef af sameiningu yrði þá væri afar eðlilegt að hann byrjaði á að losa sig við starfsemi sem ekki fellur beint að akademísku umhverfi. Það væri starfsnámið og síðan flyttist allt háskólanám til Reykjavíkur. Þau samlegðaráhrif sem fylgja því að hafa starfsnám, háskólanám, rannsóknir og stoðþjónustu undir einu þaki yrðu að engu.Ódýrir háskólar Samanburður á kostnaði við háskóla á Íslandi við nágrannalöndin sýnir að háskólar á Íslandi er ódýrir og þurfa að glíma við minnkandi fjárveitingar. Þetta kemur fram í ýmsum myndum en tökum dæmi. Þegar Bændaskólanum á Hvanneyri var breytt í háskóla komu þau skýru skilaboð að við ættum að útvíkka okkar námsframboð. Til þess fengist að vísu ekki aukið fjármagn á frumstigi en tekið yrði tillit til árangurs. Skólinn kom á námsbraut í umhverfisskipulagi sem innan skamms var orðin að burðarás BS-náms auk búvísindanna. Nú hefur þessi námsbraut verið starfrækt í 10 ár, um 130 manns útskrifast og tæp 70% útskrifaðra hafa sótt eða eru í mastersnámi. Stór hluti þessa fólks er nú í störfum víðsvegar um land. Aukin fjárveiting kom aldrei. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2014 er bein fjármögnun frá ríkinu 655 milljónir króna, annars afli skólinn sem sértekna. Við skólann eru 88 ársstörf, það gera 7,4 milljónir á hvern starfsmann til að reka alla starfsemina. Þrátt fyrir takmarkað fjármagn fær skólinn viðurkenningar fyrir gott starf. Þeir sem segja að LbhÍ sé dýr eru í raun að segja að starfsemi skólans sé óþörf. Sameining við HÍ og flutningur kennslu og rannsókna á höfuðborgarsvæðið skapar meiri nálægð við akademískt umhverfi. Sé hins vegar litið til samfélagsins í heild sinni þá beinast rökin gegn slíkri sameiningu. Það er að segja vilji samfélagið halda uppi dreifðri byggð með skapandi menningu.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun