Bíó og sjónvarp

Tóku "selfie" með áhorfendum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kvikmyndin Borgríki 2: Blóð hraustra manna var forsýnd í Háskólabíói í kvöld.

Mikil stemning myndaðist fyrir myndina þegar framleiðendurnir Kristín Andrea Þórðardóttir og Ragnar Santos og leikstjóri myndarinnar Ólafur de Fleur ákváðu að taka "selfie" af sér með áhorfendum.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi gekk myndatakan eins og í sögu en svipuð uppátæki hafa verið vinsæl síðan Ellen DeGeneres tók eina frægustu "selfie" heims á Óskarsverðlaununum síðustu.

Borgríki 2 er sjálfstætt framhald Borgríkis sem var frumsýnd árið 2011 en framhaldsmyndin verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.