Meðfylgjandi er sena úr myndinni þar sem Hannes er laminn sundur og saman inní gám. Í senunni sést leikarinn Hilmir Snær Guðnason líka en hann leikur Ívar, yfirmann sérsveitarinnar, sem er harður nagli í húð og hár.
Borgríki 2 segir sögu Hannesar en hann er metnaðarfullur lögreglumaður sem lendir á hálum ís þegar hann hefur rannsókn á yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar.
Með önnur hlutverk í myndinni fara Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic og Sigurður Sigurjónsson.
