Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans Hanna Ólafsdóttir skrifar 15. október 2014 09:30 Ásdís Terisita Einarsson, Francis Steinar, Denis O'Leary og April Frigge fyrir framan Kvennadeild Landspítalans. vísir/Ernir „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ segir Denis O'Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, sem ásamt þeim Ásdísi Terisitu Einarsson frá Filippseyjum, April Frigge frá Bandaríkjunum og Francis Steinar er mættur fyrir utan Kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir þeim fóstrum sem er eytt á degi hverjum og hugarfarsbreytingu kvenna til fóstureyðinga. Öll eiga þau það sameiginlegt að tilheyra kaþólsku kirkjunni á Íslandi og koma í hverju einasta þriðjudagshádegi saman við Kvennadeild Landspítalans og fara með bænir. Þau drúpa höfði og fara með hljóða bæn sem þau lesa af plastspjöldum sem skreytt eru myndum af fóstrum. Þau segja misjafnt hversu margir mæta á bænafundinn hverju sinni en oftast séu það tveir til átta einstaklingar. Það var kalt í veðri þegar blaðamaður ræddi við hópinn en að sögn April láta þau kulda og óveður ekki á sig fá. Til að verjast kuldanum eru April og Denis með húfur sem eru merktar félaginu Lífsvernd og búið er að sauma í slagorðið „stöðvum fóstureyðingar“. „Það mætir alltaf einhver hingað til að biðja, sama hvernig veðrið er. Á síðasta ári voru jólin og gamlársdagur á þriðjudegi og við mættum hér alveg eins og aðra þriðjudaga. Reyndar ekki í hádeginu því að þá vorum við í messu,“ segir April. Hópurinn hefur sig ekki mikið í frammi og tekur fólk ekki tali á spítalalóðinni að fyrra bragði. Að sögn Denis kemur það þó fyrir að fólk nálgist þau af forvitni og þá sé rætt við fólkið og það fái að hlýða á boðskap þeirra hafi það áhuga á því. „Okkur finnst ekki í lagi að eyða fóstri og við viljum gjarnan koma þeim skilaboðum til annarra. Þó að fóstureyðingar sé leyfðar í dag viljum við fá fólk til að hugsa og vonumst eftir því að með tímanum sjái það hversu rangar þær eru. Eins og til dæmis með þrælahald. En við hlaupum ekki á eftir fólki til þess að breiða út boðskapinn,“ segir Denis og kímir. Francis bendir á að þrátt fyrir að þau sem eru samankomin þennan þriðjudag séu kaþólikkar, séu allir velkomnir sama hverrar trúar þeir eru. „Það er öllum velkomið með að biðja með okkur. Við breytum þá bara bænunum,“ segir hann. Að sögn félagsráðgjafa við Kvennadeildina hafa konur sem þangað leita ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ segir Denis O'Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, sem ásamt þeim Ásdísi Terisitu Einarsson frá Filippseyjum, April Frigge frá Bandaríkjunum og Francis Steinar er mættur fyrir utan Kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir þeim fóstrum sem er eytt á degi hverjum og hugarfarsbreytingu kvenna til fóstureyðinga. Öll eiga þau það sameiginlegt að tilheyra kaþólsku kirkjunni á Íslandi og koma í hverju einasta þriðjudagshádegi saman við Kvennadeild Landspítalans og fara með bænir. Þau drúpa höfði og fara með hljóða bæn sem þau lesa af plastspjöldum sem skreytt eru myndum af fóstrum. Þau segja misjafnt hversu margir mæta á bænafundinn hverju sinni en oftast séu það tveir til átta einstaklingar. Það var kalt í veðri þegar blaðamaður ræddi við hópinn en að sögn April láta þau kulda og óveður ekki á sig fá. Til að verjast kuldanum eru April og Denis með húfur sem eru merktar félaginu Lífsvernd og búið er að sauma í slagorðið „stöðvum fóstureyðingar“. „Það mætir alltaf einhver hingað til að biðja, sama hvernig veðrið er. Á síðasta ári voru jólin og gamlársdagur á þriðjudegi og við mættum hér alveg eins og aðra þriðjudaga. Reyndar ekki í hádeginu því að þá vorum við í messu,“ segir April. Hópurinn hefur sig ekki mikið í frammi og tekur fólk ekki tali á spítalalóðinni að fyrra bragði. Að sögn Denis kemur það þó fyrir að fólk nálgist þau af forvitni og þá sé rætt við fólkið og það fái að hlýða á boðskap þeirra hafi það áhuga á því. „Okkur finnst ekki í lagi að eyða fóstri og við viljum gjarnan koma þeim skilaboðum til annarra. Þó að fóstureyðingar sé leyfðar í dag viljum við fá fólk til að hugsa og vonumst eftir því að með tímanum sjái það hversu rangar þær eru. Eins og til dæmis með þrælahald. En við hlaupum ekki á eftir fólki til þess að breiða út boðskapinn,“ segir Denis og kímir. Francis bendir á að þrátt fyrir að þau sem eru samankomin þennan þriðjudag séu kaþólikkar, séu allir velkomnir sama hverrar trúar þeir eru. „Það er öllum velkomið með að biðja með okkur. Við breytum þá bara bænunum,“ segir hann. Að sögn félagsráðgjafa við Kvennadeildina hafa konur sem þangað leita ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira