Lífið

Skaut á Madonnu

Þórður Ingi Jónsson skrifar
SKRAUTLEGUR - Pink er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.
SKRAUTLEGUR - Pink er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.
Indírokkarinn Ariel Pink segir að plötufyrirtækið Interscope hafi haft samband við sig og beðið hann um að vinna í nýju plötunni með Madonnu.

„Þá vantaði eitthvað ögrandi. Þau vantar alvöru lagasmíðar. Hún getur ekki einfaldlega fengið einhvern handahófskenndan pródúsent til að búa til nýtt teknólag svo að hún geti hrist sig og þóst vera 20 ára,“ sagði Pink, sem segist telja að Madonna hafi verið á niðurleið síðan hún gaf út fyrstu plötuna sína.

Ummæli hans urðu kveikjan að miklum umræðum á Twitter þegar söngkonan Grimes gagnrýndi Pink harðlega. „Ranghugmyndirnar og kvenhatrið í Ariel Pink er einkennandi fyrir kjaftæðið sem allar konur í þessum bransa þurfa að kljást við á hverjum degi,“ ritaði hún.

Umboðsmaður Madonnu svaraði síðan að hvorki hann né Madonna hefðu heyrt um Pink.

„Hún hefur ekki áhuga á að vinna með hafmeyjum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×