Sport

Kramer í sögubækurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hollendingarnir þrír sem unnu til verðlauna í dag.
Hollendingarnir þrír sem unnu til verðlauna í dag. Vísir/Getty
Hollendingurinn Sven Kramer varð í dag aðeins annar maðurinn frá upphafi til að verja Ólympíumeistaratitil í 5000 m skautahlaupi karla.

Kramer bætti einnig Ólympíumet sitt í greininni er hann kom í mark á 6:10,76 mínútum.

Hollendingar voru sigursælir í greininni og röðuð sér í öll verðlaunasætin. Annar varð Jan Blokuijsen og Jorrit Bergsma vann brons.

Kramer vann gull í þessari grein í Vancouver fyrir fjórum árum og silfur á leikunum í Tórínó fyrir átta árum síðan. Hann hefur haft mikla yfirburði í greininni og ekki tapað í neinni keppni síðan 2012, alls sextán talsins.

Þess má geta að hann er fyrsti Hollendingurinn sem vinnur tvenn gullverðlaun í röð á Vetrarólympíuleikum.

Kramer er 27 ára gamall sem vakti mikla athygli á leikunum árið 2010 þegar hann var í viðtali hjá bandarísku NBC-sjónvarpsstöðinni. Spyrillinn bað hann um að greina frá nafni sínu og í hvaða grein hann keppti. Kramer svaraði með því að spyrja á móti; „Ertu heimskur?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×