Glaðbeittir Íslendingar tóku þátt í setningarathöfn Ólympíuleikanna Freyr Bjarnason skrifar 8. febrúar 2014 07:00 Íslensku keppendurnir, með fánaberann Sævar Birgisson í fararbroddi, tóku sig vel út á Fisht-leikvanginum í Sotsjí í gær. nordicphotos/afp Setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí í Rússlandi fór fram gær og heppnaðist hún vel. Sævar Birgisson, einn af íslensku keppendunum á leikunum, var fánaberi, og tók hópurinn sig vel út á Fisht-leikvanginum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans Dorrit Moussaieff, voru viðstödd opnunarathöfnina og veifuðu til íslensku keppendanna er þeir gengu inn á leikvanginn. Fyrir athöfnina klæddust þau regnbogalituðum fingravettlingum er þau hittu íslensku íþróttamennina. Sýndu þau þar með stuðning sinn í verki við samkynhneigða en nýleg lög sem banna „áróður“ fyrir málstað samkynhneigðra hafa valdi miklu fjaðrafoki. Fyrr um daginn hittu þau Vladimir Putin, forseta Rússlands, í móttökuathöfn fyrir þá leiðtoga sem mæta á leikana. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var viðstaddur setningarathöfnina í gær. Í viðtali við Vísi sagðist hann ætla að reyna að koma því á framfæri „ef það er möguleiki til þess“ að honum þyki framkoma Rússa gagnvart samkynhneigðum ógeðfelld. Margir af æðstu leiðtogum hins vestræna heims ætla ekki að láta sjá sig á leikunum. Á meðal þeirra er Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollandi, forseti Frakklands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og Joachim Gauck, forseti Þýskalands. Talið er að leiðtogarnir hafi ákveðið að sniðganga leikana vegna viðhorfs rússneskra yfirvalda gagnvart samkynhneigðum. Skipuleggjendur í Sotsjí sendu frá sér lista í gær yfir þá 53 leiðtoga sem þeir segja að verði viðstaddir Ólympíuleikana. Á meðal þeirra eru leiðtogar Kína, Japans, Danmerkur Grikklands og Tyrklands. Enginn fulltrúi Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada er á listanum. Rússneskir hryðjuverkamenn hafa hótað því að láta til skarar skríða á leikunum og er viðbúnaðurinn því mikill í Sotsjí. Vladimir Pútín hefur lofað því að fjörutíu þúsund lögreglumenn og hermenn verði til taks á meðan leikunum stendur til að tryggja öryggi allra. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí standa yfir til 23. febrúar. Samtals verða ellefu aðilar á vegum ÍSÍ á leikunum, þar á meðal íslensku keppendurnir fimm. Auk Sævars eru í hópi keppenda þau Einar Kristinn Kristgeirsson, Brynjar Jökull Guðmundsson, Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir.Vestrænir leiðtogar sem verða í SotsjíThomas Bach, forseti AlþjóðaólympíunefndarinnarAlbert MónakóprinsFriðrik, krónprins DanmerkurÓlafur Ragnar Grímsson, forseti ÍslandsBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðannaHenri, fursti í LúxemborgSauli Niinisto, forseti FinnlandsKarolos Papoulias, forseti GrikklandsThorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri EvrópuráðsinsDidier Burkhalter, forseti SvissWillem-Alexander, konungur HollandsMark Rutte, forsætisráðherra HollandsWerner Faymann, kanslari AusturríkisEnrico Letta, forsætisráðherra ÍtalíuRecep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra TyrklandsKarl Gústav, SvíakonungurErna Solberg, forsætisráðherra NoregsJyrki Katainen, forsætisráðherra FinnlandsHaraldur NoregskonungurFilip Vujanovic, forseti SvartfjallalandsTomislav Nikolic, forseti SerbíuAlgirdas Butkevicius, forsætisráðherra LitháensAndris Berzins, forseti LettlandsPlamen Oresharski, forsætisráðherra BúlgaríuAdrian Hasler, forsætisráðherra LiechtensteinAndrus Ansip, forseti EistlandsMilos Zeman, forseti TékklandsSerge Sarkisian, forseti ArmeníuAbdelilah Benkirane, forsætisráðherra MarokkóIurie Leanca, forsætisráðherra Moldóvu.Victor Ponta, forsætisráðherra Rúmeníu.Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstan.Gjorge Ivanov, forseti Makedónia.Ivo Josipovic, forseti KróatíuAlmazbek Atambajev, forseti Kirgisistan.Gurbanguli Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistan.Emomali Rahmon, forseti TadjikistanViktor Janúkóvitsj, forseti ÚkraínuJanos Ader, forseti UngverjalandsAlexander Lukashenko, forseti Hvíta-RússlandsIvan Gasparovic, forseti SlóvakíuIvica Dacic, forseti SerbíuRosen Plevneliev, forseti BúlgaríuIslam Karimov, forseti Úsbekistan Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí í Rússlandi fór fram gær og heppnaðist hún vel. Sævar Birgisson, einn af íslensku keppendunum á leikunum, var fánaberi, og tók hópurinn sig vel út á Fisht-leikvanginum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans Dorrit Moussaieff, voru viðstödd opnunarathöfnina og veifuðu til íslensku keppendanna er þeir gengu inn á leikvanginn. Fyrir athöfnina klæddust þau regnbogalituðum fingravettlingum er þau hittu íslensku íþróttamennina. Sýndu þau þar með stuðning sinn í verki við samkynhneigða en nýleg lög sem banna „áróður“ fyrir málstað samkynhneigðra hafa valdi miklu fjaðrafoki. Fyrr um daginn hittu þau Vladimir Putin, forseta Rússlands, í móttökuathöfn fyrir þá leiðtoga sem mæta á leikana. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var viðstaddur setningarathöfnina í gær. Í viðtali við Vísi sagðist hann ætla að reyna að koma því á framfæri „ef það er möguleiki til þess“ að honum þyki framkoma Rússa gagnvart samkynhneigðum ógeðfelld. Margir af æðstu leiðtogum hins vestræna heims ætla ekki að láta sjá sig á leikunum. Á meðal þeirra er Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollandi, forseti Frakklands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og Joachim Gauck, forseti Þýskalands. Talið er að leiðtogarnir hafi ákveðið að sniðganga leikana vegna viðhorfs rússneskra yfirvalda gagnvart samkynhneigðum. Skipuleggjendur í Sotsjí sendu frá sér lista í gær yfir þá 53 leiðtoga sem þeir segja að verði viðstaddir Ólympíuleikana. Á meðal þeirra eru leiðtogar Kína, Japans, Danmerkur Grikklands og Tyrklands. Enginn fulltrúi Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada er á listanum. Rússneskir hryðjuverkamenn hafa hótað því að láta til skarar skríða á leikunum og er viðbúnaðurinn því mikill í Sotsjí. Vladimir Pútín hefur lofað því að fjörutíu þúsund lögreglumenn og hermenn verði til taks á meðan leikunum stendur til að tryggja öryggi allra. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí standa yfir til 23. febrúar. Samtals verða ellefu aðilar á vegum ÍSÍ á leikunum, þar á meðal íslensku keppendurnir fimm. Auk Sævars eru í hópi keppenda þau Einar Kristinn Kristgeirsson, Brynjar Jökull Guðmundsson, Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir.Vestrænir leiðtogar sem verða í SotsjíThomas Bach, forseti AlþjóðaólympíunefndarinnarAlbert MónakóprinsFriðrik, krónprins DanmerkurÓlafur Ragnar Grímsson, forseti ÍslandsBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðannaHenri, fursti í LúxemborgSauli Niinisto, forseti FinnlandsKarolos Papoulias, forseti GrikklandsThorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri EvrópuráðsinsDidier Burkhalter, forseti SvissWillem-Alexander, konungur HollandsMark Rutte, forsætisráðherra HollandsWerner Faymann, kanslari AusturríkisEnrico Letta, forsætisráðherra ÍtalíuRecep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra TyrklandsKarl Gústav, SvíakonungurErna Solberg, forsætisráðherra NoregsJyrki Katainen, forsætisráðherra FinnlandsHaraldur NoregskonungurFilip Vujanovic, forseti SvartfjallalandsTomislav Nikolic, forseti SerbíuAlgirdas Butkevicius, forsætisráðherra LitháensAndris Berzins, forseti LettlandsPlamen Oresharski, forsætisráðherra BúlgaríuAdrian Hasler, forsætisráðherra LiechtensteinAndrus Ansip, forseti EistlandsMilos Zeman, forseti TékklandsSerge Sarkisian, forseti ArmeníuAbdelilah Benkirane, forsætisráðherra MarokkóIurie Leanca, forsætisráðherra Moldóvu.Victor Ponta, forsætisráðherra Rúmeníu.Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstan.Gjorge Ivanov, forseti Makedónia.Ivo Josipovic, forseti KróatíuAlmazbek Atambajev, forseti Kirgisistan.Gurbanguli Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistan.Emomali Rahmon, forseti TadjikistanViktor Janúkóvitsj, forseti ÚkraínuJanos Ader, forseti UngverjalandsAlexander Lukashenko, forseti Hvíta-RússlandsIvan Gasparovic, forseti SlóvakíuIvica Dacic, forseti SerbíuRosen Plevneliev, forseti BúlgaríuIslam Karimov, forseti Úsbekistan
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“